Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 58

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 58
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes KALVIN OG SOLLA, KOMIÐ INN Á SKRIFSTOFUNA MÍNA ÞETTA ER ALLT HONUM AÐ KENNA ÞAÐ ER EKKI SATT! HÚN BYRJAÐI! ÆTLARÐU AÐ FLENGJA OKKUR?! EKKI FLENGJA OKKUR! ÉG LOFA AÐ HÆTTA AÐ DREIFA MIÐUM! ÉG VILDI AÐ VIÐ VÆRUM DAUÐ!! EKKI FLENGJA OKKUR! ÞETTA STARF... Svínið mitt © DARGAUD ÉG GEF ÞÉR ÞESSA SNEKKJU TIL ÞESS AÐ SÝNA ÞÉR AÐ ÉG ELSKA ÞIG Ó, JÚLÍUS ÉG ÆTLA AÐ FARA MEÐ ÞIG TIL KARABÍSKA HAFSINS ÞAR SEM ÉG KEYPTI HANDA ÞÉR LITLA EYJU ÞAR SEM ÞÚ GETUR RÆKTAÐ ÁVEXTI Á 200 HEKTARA LANDSVÆÐINU Ó, JÚLÍUS ÞAR ERU 62 ÞJÓNAR TIL AÐ SINNA HVERRI ÞÖRF ÞINNI SVO ÞÚ HAFIR TÍMA TIL AÐ SINNA MÉR ÉG ELSKA ÞIG! SEGÐU ÞAÐ AFTUR ÉG ELSKA ÞIG SNIFF MMM AFTUR! MMMM SJÁÐU TEIKNINGARNAR AF SUNDLAUGINNI OKKAR. ÉG TEIKNAÐI HANA SJÁLFUR OG HAFÐI HANA HJARTALAGA MEÐ UPPHAFSSTÖFUNUM ÞÍNUM Á BOTNINUM BRRR! ÚR GULLI SVO ALLIR VITI AÐ ÉG ELSKA ÞIG Ó, JÚLÍUS! SLÆMAR FRÉTTIR GROIN! HVAÐ ELSKAN MÍN? SJÁÐU ALLA ÞESSA REIKNINGA! BÍLLINN, HÚSIÐ, SJÓNVARPIÐ, HITINN, SÍMINN, FASTEIGNAGJÖLD SNIFF SEGÐU SAMT AÐ ÞÚ ELSKIR MIG!! HVAÐMEINARÐU? Dagbók Í dag er sunnudagur 18. desember, 352. dagur ársins 2005 Það er hrein ótrúlegthvernig áfengis- auglýsingar, sem eru bannaðar með lögum á Íslandi, hafa fengið að flæða um hina og þessa prentmiðla á undan- förnum árum og aldrei meira en nú. Hér er um að ræða allt upp í opnuauglýsingar með myndum, þar sem ver- ið er að auglýsa áfenga drykki – svart á hvítu. Menn hafa komist upp með að stunda lögbrot í stórum mæli óáreitt- ir, sem er vægast sagt einkennilegt. Hvar eru þeir aðilar sem eiga að sjá um að lög séu ekki brotin? Hvað eru verðir laganna að gera – hafa þeir öðrum hnöppum að hneppa í eltinga- leik við „glasakíki“? Hvað eru menn- irnir sem hafa oft talað og skrifað um forvarnir? Eru baráttumenn – gegn áfengi – búnir að gefast upp? Er svo komið fyrir íslensku þjóðfélagi, að fólkinu sé sama þó að lög séu brotin? Getur það verið að gjörningar dóm- stóla hér á landi að undanförnu sé byrjaðir að sljóvga fólkið í landinu – því sé orðið sama, því að það sér að menn komist upp með lögbrot og að ráðist sé inn í einkalíf manna með ýmsum hætti. Ef það er svo, er illa komið fyrir íslensku þjóðfélagi. Hvers vegna er ekki gefið leyfi til að auglýsa áfenga drykki, heldur en að vera með ýmsan skrípaleik í kringum auglýsingarnar? Áfengisauglýsingar eru í erlendum blöðum, sem eru seld hér á landi. Hvers vegna eru auglýsingar á áfengum drykkjum ekki leyfðar í íslenskum blöðum? Víkverja fannst lág- kúran ná hámarki þeg- ar einn veitingastaður, Skólabrú, birti auglýs- ingu upp á eina blað- síðu í dagblaði á dög- unum, þar sem þrjár stórar myndir voru af áfengum drykkjum – undir fyrirsögninni Jólahátíð fer í hönd. Í auglýsingunni mátti lesa: „Við á Skólabrú gerum okkar besta til að þið njótið hennar í mat og drykk“ og síð- an mátti lesa „Bragð er að þá barnið finnur, en á sunnudögum er sannkall- aður fjölskyldudagur“. Já, bragð er að þá barnið finnur! Víkverji telur að það fari ekki saman að kalla á börnin – í dulbúinni áfeng- isauglýsingu – þegar hátíð barnanna fer í hönd. „Glasakíkir“ hefur, því miður, skemmt mörg jólin fyrir blessuðum börnunum hér á landi og víða. Við eigum að hlúa að börnunum þegar jólahátíðin fer í hönd, en ekki kalla á þau með áfengi. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Gallerí Fold | Barnabókahöfundurinn Bruce McMillan og myndlistarkonan Gunnella komu hingað til lands til að árita bók sína Hænur eru hermikrákur fyrir íslenska lesendur í Gallerí Fold. Bókina þýddi Sigurður A. Magnússon, en hún er fyrir lítil börn og fjallar um ráðkænsku íslensku kvenþjóðarinnar – um konur í sjávarþorpi er kunna ráð við því þegar hænur hætta að verpa. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hænur eru hermikrákur! MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú, harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann. (Sálm. 57, 9.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.