Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.12.2005, Blaðsíða 63
ÞVÍ verður seint neitað, að David Attenbourgh er meistari á sínu sviði. Hann er afar fundvís á hinar mestu furður náttúrunnar og honum er einkar lagið að haga orðum sínum á þann veg að menn leggja við hlustir. David er þekktastur fyrir sjónvarpsþætti úr lífríki náttúrunnar, sem njóta mikilla vinsælda, en samhliða þáttagerð hefur hann skrifað bækur, sem eru ekki síður forvitnilegar. Í þessari bók tekur hann fyrir stærsta og fjöl- skrúðugasta hóp dýraríkisins, hryggleysingja, og er þar sannarlega um auðugan garð að gresja. Efnið er gríðarlega umfangsmikið og því hefur höfundur val- ið þá leið að bregða upp einstökum myndum af þess- um sérstæða heimi. Það sem er mest áberandi í þessari frásögn höfundar, er hve hryggleysingjar eru listavel lagaðir að ytri aðstæðum. Þetta kemur reyndar engum á óvart en öll þau dæmi, sem hann tínir til, eru með hreinum ólíkindum. Lýsingar eru listavel samdar og ná jafnt til forsögulegra viðburða sem nútíðar. Oft furðar maður sig á því, hvernig maðurinn veit að þetta er nákvæmlega svona en ekki á annan veg. En þegar gætt er að því, að hann hefur fjölda sérfræðinga á sínum snærum, sem hafa grafið upp þessi fyrirbrigði, leyfir maður sér ekki að efast um að hann hafi rétt fyrir sér. Hann á það þó til að gæða lýsingar svo miklu lífi, að hlutirnir sýnast ljós- lifandi, og á stundum gengur hann mun lengra í því efni heldur en sérfræðingar á þessu sviði kunna að leyfa sér. Áratuga reynsla hans í gerð sjónvarps- þátta og bóka hefur kennt honum, hvernig setja á fram efni á fræðandi en jafnframt spennandi hátt. Það er sameiginlegt með öllum bókum höfundar, að þær byggjast á einstökum at- riðum, en oft skortir heildarsýn yfir lífríkið. Þær eru því alls eng- ar kennslubækur í þessum fræð- um og leggja lítinn sem engan grunn að víðtækri fræðilegri þekkingu, meðal annars vegna þess, að meiri áherzla er lögð á ýmis furðufyrirbæri en það, sem er algengast. En þær geta verið jafnheillandi fyrir það og vissu- lega eru fróðleiksmolarnir marg- ir og upplýsandi. Bókin er á margan hátt lipurlega þýdd og skemmtileg aflestrar. Á hinn bóginn eru þýðingar á fræðiorðum og ýmsum hugtökum býsna bágbornar. Þó að þýðandi beri að sjálfsögðu ábyrgð á verki sínu, verður það að teljast útgáfufyrirtækinu til mikillar vansæmdar að láta slíkt verk frá sér. Ætli fyrirtækið að halda stöðu sinni á sviði fræðibóka, verður að standa betur að verki. Þýðandi virðist hvorki hafa innsýn í skipulagsstig flokkunarfræðinnar né tví- nafnakerfið. Fjölbreyttasti flokkur liðdýra, skordýr- in, er talinn sem ætt og ættbálkurinn bjöllur innan þess flokks sömuleiðis. Ótal dæmi eru um það, að ættkvíslir séu taldar ættir og viðurnöfnin ein eru lát- in duga sem latnesk tegundarheiti. Það verður að segjast sem er, að hirðuleysi sem þetta er af- skaplega hvimleitt, svo að ekki sé sterkar að orði kveðið. Þá eru loftæðar skordýra kallaðar lungu, þörungar sagðir festa rætur og talað um fóarn í ána- möðkum; og eru þá aðeins örfá atriði af alltof mörg- um upp talin. Ekki þykir það heldur góð latína að kalla stoðgrind skordýra, sem er gerð úr kítíni, beinagrind. Að lokum skal þess getið, að fjölmargar litmyndir prýða þessa annars ágætu bók. Þær eru allar með tölu hreinasta afbragð. Ævintýraveröld hryggleysingja BÆKUR Náttúrufræðirit Höfundur: David Attenbourgh. Íslensk þýðing: Halla Sverr- isdóttir. 288 bls. Útgefandi er Iðunn. – Reykjavík 2005 Heimur hryggleysingjanna David Attenborough Ágúst H. Bjarnason gamla er gefið tæki- færi til að lifa sínu lífi. Lesendur geta síðan sungið saman þjóðleg lög í bók- arlok og rifjað upp ljóðlínurnar við Nú er frost á Fróni í leiðinni. Í bókinni Jólaleg jól rifjar Sigrún upp gamla helgisögu sem allir þekkja, einnig hér fetar hún fim- lega framhjá gryfju væmni, helgi- slepju og ítroðslu. Málfríður og mamma hennar hafa gleymt jólunum þegar Kuggur kemur í heimsókn og minnir þær á. Þær draga þó fram ým- islegt þjóðlegt svo sem orabaunir og skreyta svo mömmu gömlu í staðinn fyrir jólatré svo hún gengur um með jólakúlurnar bókina út. Málfríður dregur fram kassa með gömlu dóti og býr til gjafir úr því og Sigrún sleppur hér fyrir horn því hún lætur Kugg ekki dásama þetta kynlega dót heldur lætur útkomuna liggja milli hluta. Annað hefði verið vægast sagt ósann- færandi í allsnægtasamfélagi Íslands í dag. Í síðari hluta bókarinnar lifnar svo helgisagan um unga parið sem hvergi á í hús að venda og lítið barn kemur í heiminn inni í svefnherbergi Málfríðar. Þá er nú aldeilis orðið jóla- legt og Kuggur heldur glaður heim, lesandinn gleðst í hjarta og líklega sí- ast einhver jólaboðskapur um sönn lífsgildi inn í hugann. Þetta eru skemmtilegar og hressilegar litlar bækur sem henta nokkuð breiðum ald- urshópi, Sigrún svíkur ekki frekar en fyrri daginn. TVÆR nýjar bækur eru komnar út í litlu seríu Sigrúnar Eldjárn um Kugg og vinkonur hans þær Málfríði og mömmu hennar. Hér segir af þorra- blóti og jólum. Sigrún Eldjárn hefur löngu sannað hversu snjall barnabóka- höfundur hún er og hún slær ekki feil- nótur hér. Í bókinni um þorrablótið sem Málfríður heldur, mömmu sinni til ama en Kuggi til gleði, kynnir hún þorramat fyrir lesendum á nútíma- legan og gamansaman hátt. Myndir Sigrúnar eru í stíl teiknimyndasagna, ýktar og húmorinn er í fyrirrúmi. Textinn er stuttur og lipur og kallast skemmtilega á við myndirnar, er oftar en ekki lagður persónum í munn eins og í myndasögum. Sigrún nýtir heilar opnur til að skapa heildarmynd og birtir sterka mynd á hverri síðu. Hún notfærir sér leturbreytingar til áherslu og leikur sér með orð og merkingu þeirra, t.a.m. er öllum Þorr- um landsins boðið í Þorrablót en Sig- rún fellur þó ekki í þá gryfju að fara að fræða ungviðið um gömlu íslensku mánaðaheitin enda eru aðrir fullfærir um það. Að vanda er hún laus við alla væmni og í lokin verður til heljarinnar veisla úr þorramatnum, boðskapur bókarinnar er einfaldlega sá að gott er að halda við gömlum siðum en óþarfi að gleyma sér í fastheldni. Ekki er verra að leika sér með hefðina og skapa eitthvað nýtt um leið og því Grín og gamlar hefðir BÆKUR Börn Myndir og texti eftir Sigrúnu Eldjárn Mál og menning 2005 Kuggur 5 Þorrablót Kuggur 6 Jólaleg jól Sigrún Eldjárn Ragna Sigurðardóttir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 63 MENNING Spor›dreki Risae›la Sími 562 3050 www.spil.is B‡fluga Útsöluaðilar: Penninn - Eymundson BT - Mál og menning Úrval - Samkaup Nóatún Selfoss Kjarval Klaustur-Vík 11-11 Vestm-Hella-Hvollsvöllur-Höfn Leikbær i l i l l j l l í ll ll ll i H R E Y FAN L EG D Ý R AMÓD E L EIGINLEGA þarf eitthvað annað en orð til að lýsa þeirri reynslu að vera á tónleikum hjá Eivøru Pálsdóttur. Hún býr yfir ólýsanlegum þokka og mögnuðum seiði sem læsir áheyrandann í fjötra frá fyrsta andartaki og allt til loka tón- leika, og hann líður að lokum burt undir áhrifum af þessari undrastund. Fyrst varð ég fyr- ir þessu á menningarnótt í Reykjavík í hitteðfyrra á götu- hæð gömlu Morgunblaðshall- arinnar. Einlægni Eivarar, hlýja og takmarkalaus list varð til þess að þaðan fór fólk í leiðslu. Strákur minn lokkaði mig síðan til Kaupmannahafnar í fyrrasumar með miða á tón- leika Eivarar og Bill Bourne í Vega. Það var ógleymanleg stund. Í fyrrahaust kom svo Eivør ein með gítarinn sinn og fangaði huga Akureyringa, og sumir trúðu því að svona yrði ekki upplifað nema einu sinni og þorðu ekki aftur. En nú á aðventunni var ein svona helgi- stund í Deiglunni. Enginn gengur ósnortinn af slíkum fundi og jafnvel hetjulegustu karlmenni struku af og til úr augnkrókunum. Þetta var bara svo gott og fallegt. Eyvör byrjaði á íslenskri tónlist, söng Við gengum tvö … og notaði Sveitina milli sanda sem inngang. Listilega gert. Síðar söng hún um Augun mín … Vatnsenda-Rósu, og allrasíðasta lagið var Ég veit þú kemur … Oddgeirs úr Vest- mannaeyjum. Það er reyndar með ólíkindum hvað þessi frændkona okkar úr Færeyjum hefur náð að glæða íslensk sönglög miklum töfrum. Ís- lenskir listamenn mættu leggja sig meira eftir því að taka ís- lensk sönglög og gefa þeim nýtt líf í stað þess að syngja bara gömlu nóturnar með gamla laginu eins og of oft vill verða. Leiðin lá heim til Færeyja og Eivør söng Hjarta mitt og nokkru síðar lagið sem hún gerði einhvern tíma á flugi milli landa um systur sínar smáu, þær Elínborgu og El- ísabetu Maríu. Í tilefni jólanna endurnýjaði hún ameríska slagarann Blue Christmas og síðar eitthvert yndislegasta lag Andrews Lloyd Webber, Pie Jesu úr Sálumessu hans. Þetta er lag sem Sarah Brightmann hefur eiginlega átt, og sungið með hljómsveitum og drengja- sóprönum. Eivør söng það hér ein við gítarinn sinn og gerði það frábærlega vel. Ég hefði ekki trúað að óreyndu að þetta væri hægt. Eivør segir sænsk- una fluglétta, og þannig hljóm- uðu Om jag vågar og síðar Må solen altid skina, sem hún sagðist hafa gert handa móður sinni. Og þetta var bara brot af því sem gerðist. Aðventustund með Eivøru Pálsdóttur var góð kvöldstund og blik í augum þeirra sem gengu út í nóttina eftir að hlýða á frábæran listamann, sem við viljum eiga með heim- inum. Gott framtak hjá Gil- félaginu og Norrænu upplýs- ingaskrifstofunni á Akureyri. Helgistund í Deiglunni TÓNLIST Deiglan, Akureyri Tónleikar á vegum Gilfélagsins og Nor- rænu upplýsingaskrifstofunnar á Ak- ureyri. Eivør Pálsdóttir, söngur, gítar og tromma. Fimmtudaginn 8. desember 2005. Eivør Pálsdóttir Sverrir Páll Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.