Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 65

Morgunblaðið - 18.12.2005, Side 65
smáauglýsingar mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. DESEMBER 2005 65 SÆMUNDUR Haraldsson, sem kallar sig Shar, sendi frá sér plötu í haust, Hugarþel / Minding og heldur útgáfu- tónleika í Gauk á Stöng í kvöld, sunnudagskvöld, með hljómsveit sinni. Sæmundur hefur fengist við tónlist frá barnsaldri og leikið í ýmsum hljómsveitum ólíkar gerðir af tónlist allt frá Bítlapoppi í djass, en Hugarþel er fyrsta breiðskífa hans. Með honum á tónleikunum leika sænsku tónlistarmennirnir Fredik Samuelsson á bassa og gítarleikarinn Torbjörn Carlsson, sem stýrði upp- tökum á plötu Sæmundar, en einnig íslensku tónlist- armennirnir Vignir Stefánsson píanóleikari, Benedikt Bryjólfsson trommuleikari og Sigurður Flosason saxó- fónleikari. Hrólfur Sæmundsson, sonur Sæmundar, syngur með sveitinni. Sæmundur Haraldsson Útgáfutón- leikar Shar Tónleikarnir eru á Gauki á Stöng. Húsið verður opnað kl. 21. Keflvíska hljómsveitinDeep Jimi and the Zep Creams heldur tón- leika í kvöld á Grand Rokk ásamt rafmagns- trúbadornum Inga Þór. Deep Jimi gaf á dög- unum út samnefnda breiðskífu sem er sú fyrsta frá því að Seybie Sunsicks kom út árið 1995. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22 og þar verða flutt lög af plötunum Funky Dinosaur, Seybie Sunsicks og nýjustu plöt- unni Deep Jimi and the Zep Creams. Fólk folk@mbl.is VIKRAM Seth er með helstu rithöf- undum Indlands, þekktur fyrir A Sui- table Boy og An Equal Music. Hann hefur líka skrifað ferðasögur og greinar og rit- stýrði úrvals- ritasafni Khush- want Singh svo dæmi séu tekin, enda er Seth ekki bara snjall rithöfundur, heldur einnig atorkusamur. Sú bók sem hér er tekin til um- fjöllunar er þó býsna ólík því sem maður hefði helst átt von á frá honum, því Two Lives segir frá Shanti frænda hans og Henny eiginkonu Shanti sem reynd- ust Seth vel þegar hann kom til Lundúna að læra sem unglingur. Þau Shanti og Henny voru venju- legt fólk sem lifði óvenjulega tíma. Það þótti sérstakt á sínum tíma að þau skyldu taka saman, hann Ind- verji, en hún þýskur gyðingur, en eins og Seth rekur söguna þá leiddu örlögin þau saman, lék þau svo hart í stríðinu að það lá einhvern veginn beinast við þau tækju saman að því loknu, Shanti þá búinn að missa ann- an handlegginn og Henny alla ætt- ingja sína. Shanti kom til Þýskalands til náms í tannlækningum á millistríðsárunum og leigði herbergi hjá móður Henny sem leist ekki nema miðlungi vel á kostgangarann nýja, „Nimm den Schwarzen nicht“ sagði hún við móð- ur sína. Þeim varð þó vel til vina, án þess þó það kviknaði með þeim ást, en leiðir skildu í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar, Shanti lauk námi og hélt til Englands, en Henny sat eftir í landi sem smám saman varð undirlagt af geðveiki nasismans. Hún komst þó til Englands mánuði áður en heimsstyrjöldin hófst og varð því að fylgjast með þjáningum ættingja sinna úr fjarlægð. Seth rekur sögu þeirra Shanti og Henny af nærfærni, fegrar ekkert og dregur ekkert undan. Heimildirnar sem hann hefur til að moða úr eru ekki ýkja miklar, Shanti orðinn gleyminn og túlkar söguna upp á nýtt og Henny löngu látin þegar Seth byrjar að sanka að sér efni í sögu þeirra. Fáir eru eðlilega til frásagnar um líf Henny í Þýskalandi og örlög þeirra sem eftir sátu. Vikram Seth er einkar næmur á mannlegt hjarta og nær að draga upp býsna heilsteypta mynd af þeim Shanti og Henny án þess að fegra eitt eða neitt eða forðast það sem þótt gæti óþægilegt. Dæmi um það er erfi- leikarnir sem nánustu aðstandendur Shantis gengu í gegnum síðustu ævi- ár hans og hvernig fór með arfinn. Seth dæmir ekki en leyfir lesand- anum að gera það. Þannig fordæmir hann ekki framferði fjölskylduvina Henny sem sneru baki við fjölskyld- unni þegar gyðingaofsóknir hófust í Þýskalandi, en leyfir lesandanum að draga sína ályktanir. Venju- legt fólk – óvenju- legir tímar Bækur Two Lives eftir Vikram Seth. 512 síður innb. Little, Brown gefur út. Árni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.