Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 21.12.2005, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 29 DAGLEGT LÍF Konur sem gengið hafa ígegnum fóstureyðingugeta liðið sálarkvalir í mörg ár á eftir, að því er norsk rannsókn leiðir í ljós. Á vefnum forskning.no er greint frá því að fimm árum eftir fóstureyðingu eru konurnar kvíðnari en annað fólk. Fjörutíu konum sem farið höfðu skyndilega í fóstureyðingu var fylgt eftir sem og áttatíu konum sem ákveðið höfðu fóstureyðinguna með fyrirvara. Tekið var viðtal við þær og þær gengust undir sál- fræðipróf og svöruðu spurn- ingalistum á fjórum mismunandi tímapunktum, þ.e. tíu dögum eftir fóstureyðinguna, sex vikum eftir hana, tveimur og fimm árum. Anne Nordal Broen stjórnaði rannsókninni og segir hana sér- staka á þann hátt að konunum er fylgt svo lengi eftir. Markmiðið með rannsókninni var að kanna líð- an kvennanna og hvernig þær upp- lifðu fóstureyðinguna eftir á. Spurningalistarnir mældu t.d. til- finningar tengdar fóstureyðing- unni, þunglyndi, kvíða og lífsgæði almennt. Spurningarnar eru t.d. um í hve miklum mæli konurnar hafi bælt hugsanir og tilfinningar um fóstur- eyðinguna og einnig um lífsgæði, ekki tengt atburðinum sem slíkum. Sektarkenndin Niðurstöðurnar voru þær að konur sem farið höfðu í óundirbúna fóstureyðingu þjáðust mest fyrstu sex mánuðina og á þeim tíma meira en þær sem valið höfðu fóst- ureyðingu sjálfar. Því lengra sem leið frá fóstureyðingunni voru það þær sem sjálfar höfðu valið þann kost sem þjáðust mest. Rann- sóknin leiddi í ljós að það voru þær sem helst þjáðust af sektarkennd. Broen leggur áherslu á að ekki sé hægt að draga þá ályktun að kvíði og þunglyndi sem þessar kon- ur þjást í meira mæli af en aðrar, séu bein afleiðing af fóstureyðing- unni. Andleg vanheilsa orsakist einnig af öðrum þáttum og verið geti að þær sem valið hafi fóstur- eyðingu hafi átt við andleg vanda- mál að stríða fyrir fóstureyð- inguna. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar á þessu sviði.  HEILSA Kvíði eftir fóstureyðingu Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar Fréttir í tölvupósti                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.