Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.12.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 2005 29 DAGLEGT LÍF Konur sem gengið hafa ígegnum fóstureyðingugeta liðið sálarkvalir í mörg ár á eftir, að því er norsk rannsókn leiðir í ljós. Á vefnum forskning.no er greint frá því að fimm árum eftir fóstureyðingu eru konurnar kvíðnari en annað fólk. Fjörutíu konum sem farið höfðu skyndilega í fóstureyðingu var fylgt eftir sem og áttatíu konum sem ákveðið höfðu fóstureyðinguna með fyrirvara. Tekið var viðtal við þær og þær gengust undir sál- fræðipróf og svöruðu spurn- ingalistum á fjórum mismunandi tímapunktum, þ.e. tíu dögum eftir fóstureyðinguna, sex vikum eftir hana, tveimur og fimm árum. Anne Nordal Broen stjórnaði rannsókninni og segir hana sér- staka á þann hátt að konunum er fylgt svo lengi eftir. Markmiðið með rannsókninni var að kanna líð- an kvennanna og hvernig þær upp- lifðu fóstureyðinguna eftir á. Spurningalistarnir mældu t.d. til- finningar tengdar fóstureyðing- unni, þunglyndi, kvíða og lífsgæði almennt. Spurningarnar eru t.d. um í hve miklum mæli konurnar hafi bælt hugsanir og tilfinningar um fóstur- eyðinguna og einnig um lífsgæði, ekki tengt atburðinum sem slíkum. Sektarkenndin Niðurstöðurnar voru þær að konur sem farið höfðu í óundirbúna fóstureyðingu þjáðust mest fyrstu sex mánuðina og á þeim tíma meira en þær sem valið höfðu fóst- ureyðingu sjálfar. Því lengra sem leið frá fóstureyðingunni voru það þær sem sjálfar höfðu valið þann kost sem þjáðust mest. Rann- sóknin leiddi í ljós að það voru þær sem helst þjáðust af sektarkennd. Broen leggur áherslu á að ekki sé hægt að draga þá ályktun að kvíði og þunglyndi sem þessar kon- ur þjást í meira mæli af en aðrar, séu bein afleiðing af fóstureyðing- unni. Andleg vanheilsa orsakist einnig af öðrum þáttum og verið geti að þær sem valið hafi fóstur- eyðingu hafi átt við andleg vanda- mál að stríða fyrir fóstureyð- inguna. Frekari rannsóknir eru fyrirhugaðar á þessu sviði.  HEILSA Kvíði eftir fóstureyðingu Síðumúla 34 - sími 568 6076 Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Ýmislegt áhugavert fyrir safnara Borðstofuhús ögn Stakir skápar Fréttir í tölvupósti                       ! "#$%& '(  ' )*+%& ,-& ./ 0''  111!23+22!&  4 4 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.