Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 26

Fréttablaðið - 03.09.2005, Síða 26
Við verðum að nálgast fram-tíðina í stað þess að bíðaeftir henni. Ef ég sé eitt- hvað sem virðist ómögulegt að framkvæma þá langar mig að gera það mögulegt. Mér líkar áskoranir.“ Þessi orð Mohammed bin Rashed al-Maktum, furstans í Dúbaí og varaforseta Sameinuðu arabísku furstadæmanna, lýsa kannski best þeim gríðarlega upp- gangi sem hefur verið í Dúbaí undanfarin ár. Ekki eru mörg ár síðan fæstir vissu í raun nokkuð um þetta litla furstadæmi. Í dag vita hins vegar margir eitthvað um landið. Þeir sem fylgjast með ensku knatt- spyrnunni hafa væntanlega tekið eftir því Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea auglýstu flugfélagið Emirates um árabil. Flugfélagið er einmitt í eigu furstans í Dúbaí. Chelsea er reyndar hætt að auglýsa flugfé- lagið en furstinn sneri sér þá bara til Arsenal og ákvað að styrkja þá duglega. Nýi heimavöllur liðsins, sem verður tekinn í notkun á næsta ári, mun heita Emirates- völlurinn. Ekki fylgjast allir með enska boltanum en líkur eru á að þeir sem hafi ferðast til einhverra stórborga Evrópu undanfarin ár hafi einnig rekist á veggspjöld á flugvöllum eða lestarstöðvum þar sem Dúbaí er auglýst sem vin í eyðimörkinni, perla hins sól- þyrsta ferðamanns sem vill njóta alls hins besta í fríinu sínu. Slíkar auglýsingar eru einnig tíðar í er- lendum glanstímaritum sem og á stóru fréttasjónvarpsstöðunum Sky og CNN. Súrrealískt hugmyndaflug Hvaða fyrirbæri er þetta eigin- lega? Í hugum flestra er Arabíu- skaginn kannski ekki sá staður sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um lúxushótel og eftir- sóttan áfangastað ferðamanna sem vilja sækja suður á bóginn í sólina. Það er hins vegar að breyt- ast. Þökk sé furstanum í Dúbaí. Undanfarin ár hefur hann lagt ómælt fé í uppbyggingu ferða- mannaiðnaðarins og viðskipta- miðstöðvar í miðri eyðimörkinni. Hugmyndaauðgi hans virðist ekki eiga sér nein takmörk. Nú er svo komið að stærsta hótel í heimi er að finna í Dúbaí, verið er að byggja stærsta skýjakljúf í heimi í borginni og stærstu verslunar- miðstöð (kringlu) utan Bandaríkj- anna. Landfyllingar undan strönd- um borgarinnar eru svo súrreal- ískar að maður trúir ekki að nokkrum manni detti í hug að leggja út svona framkvæmdir fyrr en maður sér myndir af þeim. Risastórt segl í hafinu Eitt þekktasta kennileiti Dúbaí í dag er Burj al-Arab-hótelið sem rís 321 metra upp úr hafinu skammt undan strönd Dúbaí- borgar, eins og risastórt segl. Hót- elið, sem var tekið í notkun árið 1999, er sannkallað lúxushótel. Aðeins eru svítur á hótelinu og eru þær alls 202 talsins. Nóttin í ódýrustu svítunum kostar um 60 þúsund krónur en í fyrir nótt í þeim dýrustu verða gestir að reiða fram ríflega 300 þúsund krónur. Minnstu svíturnar eru 170 fermetrar en þær stærstu 780. Allar svíturnar eru á tveimur hæðum. Stærstu svíturnar eru með litlum bíósal, einkalyftu, bókasafni og í það minnsta tveim- ur baðherbergjum svo eitthvað sé nefnt. Já, og hverri svítu fylgir einkaþjónn. Burj al-Arab, sem þýðir arabíski turninn, er meðal stærstu bygginga í heiminum – aðeins fáeinum metrum lægri en Empire State-byggingin í New York. Turninn er holur að innan þannig að þegar staðið er í mót- tökunni á jarðhæð og litið er upp sést þakið á byggingunni. Landfyllingar í líki pálmatrés Byggingarkranar, sandflutninga- skip og stórtækar vinnuvélar bera vitni um þær gríðarlegu fram- kvæmdir sem nú standa yfir í Dúbaí. Verið er að byggja fjöl- mörg háhýsi sem hýsa munu fjár- málastofnanir og aðra starfsemi en furstinn hefur lýst því yfir að hann vilji byggja upp viðskipta- miðstöð í borginni. Stærstu verk- efnin snúa samt að ferðamanna- iðnaðinum. Þegar staðið er á ströndinni má sjá fjölmörg sandflutningaskip dæla sandi í sjóinn. Ástæðan – jú það er verið að stækka borgina með landfyllingum sem eiga sér engin fordæmi. Fyrst ber að nefna landfylling- arverkefni sem gengur undir nafninu Pálmatrén (The Palm). Um er að ræða landfyllingar sem verða í laginu eins og pálmatré úti á hafinu. Verkefnið er komið tölu- vert langt á veg. Úti á fyllingun- um mun rísa mörg þúsund manna byggð. Þar verða reist fjölbýlis- hús, lúxusvillur með einka- bryggju fyrir snekkjuna, fimmtíu til sextíu hótel, skemmtigarður, verslunarmiðstöð og íþróttamið- stöð svo eitthvað sé nefnt. Þetta er ekkert smá verkefni – þegar búið verður að ljúka því full- yrða hönnuðirnir að það sjáist utan úr geimnum. Ef gerður væri tveggja metra hár og hálfs metra breiður veggur úr öllu því efni sem notað er í landfyllinguna myndi veggurinn ná þrjá hringi í kringum jörðina. Þetta verður ein stærsta ef ekki stærsta landfylling sem gerð hefur verið í heiminum. Ísland stærst Norðurlandanna Oft er talað um lönd komi sér á heimskortið með einhverjum ákveðnum hætti. Eitt merkileg- asta verkefnið í Dúbaí ber vott um að furstinn hafi verið orðinn úr- kula vonar um að Dúbaí kæmist nokkurn tímann á heimskortið. Hann ákvað nefnilega að byggja sitt eigið heimskort. Vissulega hafa Pálmatrén vak- ið athygli en þó ekki jafn mikla at- hygli og Heimurinn (The World). Ef þú átt sand af seðlum og langar að eignast þína eigin eyju, til dæmis Ísland, þá er Heimurinn kannski eitthvað fyrir þig. Heim- urinn er líkt og Pálmatrén búinn til á landfyllingu út af strönd Dúbaí. Verið er að byggja 300 eyj- ur sem mynda heimskort úti á hafinu. Eyjurnar eru frá einum hektara upp í tæpa 4,5 að flatar- máli en samanlegt er eyjaklasinn sem myndar Heiminn níu kíló- metrar að lengd og sex á breidd. Eyjurnar eru seldar til einstak- linga eða fjárfesta sem vilja eign- ast sitt eigið „land“. Minnstu eyj- urnar er hægt að fá fyrir litlan hálfan milljarð króna en þær stærstu kosta margfalda þá upp- hæð. Kaupendurnir ráða nokkurn veginn hvað þeir byggja á eyjun- um en þar er gert ráð fyrir lúxus- villum, fjölbýlishúsum, hótelum og golfvöllum. En er virkilega hægt að kaupa Ísland? Gerðu skipulagssérfræð- ingarnir virkilega ráð fyrir þess- ari litlu eyju í norðri þegar þeir voru að hanna Heiminn? Svarið við þessum spurningum er já og já. Það er ekki nóg með að Ísland, sem fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa gengur undir heitinu E1 á heimskortinu, sé á kortinu heldur er Ísland ein stærsta eyjan eða um fjórir hektarar. Það kítlar 26 3. september 2005 LAUGARDAGUR PERLAN Í KATAR Ráðamenn í Katar eru að byggja 160 milljarða króna ferðamannastað skammt undan strönd- um Doha, höfuðborgar landsins. Staðurinn hefur fengið nafnin Perlan. Uppbyggingin í furstadæminu Dúbaí á sér líklega engin fordæmi. fiar er hæsta hótel í heimi og veri› er a› byggja hæsta sk‡jakljúfinn. Landfyllingar undan ströndum Dúbaí-borgar eru súrrealískar svo ekki sé fastar a› or›i kve›i›. Í gær var 42 stiga hiti í Dúbaí sem er kannski vel vi› hæfi flví borgin er a› ver›a einn heitasti lúxus-fer›amannasta›urinn í dag. Trausti Hafli›ason sko›a›i draumaveröld furstans í Dúbaí. PÁLMATRÉ Í HAFINU Pálmatrén eða „The Palm“ er landfylling sem verður í lag- inu eins og pálmatré úti á hafinu. Þar mun rísa nokkur þúsund manna byggð. Velheppnuð uppbygging ferðamannaiðnaðarins í Dúbaí hefurvakið nágrannaríkin upp af værum svefni. Nú er svo komið að Óman, Katar, Barain og Kúveit hyggjast öll feta í fótspor furstadæmisins. Í Katar er verið að byggja upp 160 milljarða króna eyju undan ströndum landsins sem mun svipa til landfyll- inganna í Dúbaí og á að hýsa hótel, lúxusvillur og íbúðir. Einnig er verið að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Katar sem á að anna 60 milljón farþegum á ári árið 2020. Flugvöllurinn er talinn kosta um 350 milljarða króna. Í Óman er þegar hafin vinna við 60 milljarða króna landfyllingar skammt frá höfuðborginni Muscat og í hinu örsmáa ríki Bahrain er verið að byggja þrettán litlar eyjur þar sem til stendur að reisa hótel og íbúðir fyrir ferða- menn. Barain-verkefnið er metið á um 80 milljarða króna. Ráða- menn í hinu íhaldssama landi Kúveit, þar sem áfengi og diskó- tek er bannað samkvæmt lögum, virðast ætla að slaka aðeins á stefnu sinni í þeim málum. Á teikniborðinu er hundruð milljarða króna verkefni sem snýr að því að breyta Failaka-eyju, sem er um 20 kílómetrum norðaustur af landinu, í ferðamannaparadís. FETAÐ Í FÓTSPOR DÚBAÍ ÓVENJULEGT HEIMSKORT UNDAN STRÖND DÚBAÍ Verið er að byggja 300 eyjur úti fyrir strönd Dúbaí-borgar. Eyjaklasinn mun mynda heimskort og þar verður til að mynda hægt að reisa lúxus-villu á Íslandi. Minnstu eyjurnar kosta um hálfan milljarð króna. ÞEKKTASTA KENNILEITI DÚBAÍ Burj al- Arab-hótelið er líklega þekktasta kennileiti Dúbaí í dag en það á eftir að breytast. Nóttin kostar frá 60 þúsund krónum. TEYGIR SIG 800 METRA TIL HIMINS Dúbaí-turinn verður 800 metra hár sem er 300 metrum hærra en Taipei-turninn sem í dag er stærsti skýjakljúfur heims. FURSTINN Í DÚBAÍ Það verður seint sagt um Mohammed bin Rashed al-Makt- um að hann skorti metnað. Hann hefur reyndar sjálfur sagt að ef eitthvað virðist ómögulegt að framkvæmda þá vilji hann gera það mögulegt. Ísland til sölu í Dúbaí ÍSLAND Á HEIMSKORTINU Hér má sjá upplýsingar um Ísland á heimskortinu í Dubaí.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.