Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 4

Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 4
4 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18. Opið virka daga: 10-18 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 140 milljónir í veisluhald Sænska áfengiseinkasalan Systembolaget hélt veislu fyrir starfsmenn sína sem kostaði jafnvirði um 140 milljóna króna. Stjórn- málamenn í stjórnarandstöðu gagnrýna þessa meðferð á skattpeningum og telja kostnaðinn langt fyrir ofan velsæm- ismörk. Þetta kom fram í vefútgáfu Expressen. SVÍÞJÓÐ GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 16.11.2005 Gengisvísitala krónunnar 61,88 62,18 106,85 107,37 72,31 72,71 9,695 9,751 9,248 9,302 7,523 7,567 0,5178 0,5208 87,86 88,38 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 102,3065 FANGAFLUG Yfirvöld í hinum ýmsu Evrópuríkjum þrýsta nú á Banda- ríkjastjórn að svara fyrir meint fangaflug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA um loft- helgi og flugvelli viðkomandi landa. Talsmaður norska utanríkis- ríkisráðuneytisins sagði í gær að bandaríska sendiráðið í Noregi hefði neitað því að einkaþota, sem lenti á Óslóarflugvelli í júlí síð- astliðnum, hefði verið í leynileg- um erindagjörðum fyrir CIA eða aðra bandaríska stjórnarstofnun. Þotan, með einkennisnúmerið N50B, er á lista sem bandarískir fjölmiðlar hafa birt yfir flugvélar sem sagðar eru oft notaðar af CIA til að flytja fanga sem bandarísk yfirvöld hafa grunaða um aðild að hryðjuverkum eða íslömskum öfgasamtökum. Sama þota, sem er af gerðinni Gulfstream, er einnig sögð hafa átt viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Deilt var um hið meinta fanga- flug um sænska lögsögu á sænska þinginu í fyrradag. Lars Ohly, for- maður Vinstriflokksins, skoraði á ríkisstjórn Görans Persson að upplýsa allt sem henni er kunn- ugt um ferðir umræddra flugvéla um sænska flugvelli og lofthelgi. Talsmaður stjórnarinnar, Lars Danielsson, sagði hins vegar að stjórnin vissi ekkert um flug á vegum CIA í Svíþjóð. Sænska TT- fréttastofan hafði áður greint frá því að a.m.k. tvær flugvélar sem talið væri að hefðu verið notaðar til fangaflugs fyrir CIA hefðu lent á sænskum flugvöllum á síðustu þremur árum. Yfirvöld á Spáni hafa hafið formlega rannsókn á því hvað hæft er í fullyrðingum um að flugvélar í slíkum leynilegum fangaflutningum á vegum CIA hafi ítrekað lent á spænskum flugvöllum. José Antonio Alonso, innanríkisráðherra Spánar, til- kynnti þetta á þriðjudag. Hann sagði í sjónvarpsviðtali að reynd- ust þessar frásagnir réttar myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir samskiptin við Bandaríkin. Að sögn spænskra fjölmiðla hefur CIA einkum notað flugvöllinn á Mallorca til millilendinga. Slíkar lendingar hafi verið að minnsta kosti tíu á tímabilinu frá janúar 2004 til janúar síðastliðins. Þingmenn tveggja flokka á þinginu í Portúgal kröfðu í gær ríkisstjórnina svara vegna frétta um að tvær meintar CIA-fanga- flutningavélar hefðu sést á flug- völlunum í Porto og Tires við Lissabon. Getgátur um að CIA reki leyni- leg fangelsi í Austur-Evrópu og flytji fanga með leynd fram og aftur um evrópska lofthelgi voru líka ræddar á Evrópuþinginu í vik- unni. Skorað var á framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins að rannsaka ásakanirnar. Franco Frattini, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórninni, tjáði þinginu að það væri komið undir ríkisstjórnum hvers aðildarríkis fyrir sig að rannsaka málið. audunn@frettabladid.is Krefja CIA um svör Stjórnvöld margra Evrópuríkja þrýsta nú á yfirvöld í Washington að upplýsa um meint fangaflug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA um evrópska flugvelli og lofthelgi. Fátt hefur orðið um svör fram til þessa. Á PALMA-FLUGVELLI Yfirvöld á Spáni hafa fyrirskipað rannsókn á lendingum meintra fangaflutningavéla CIA á flugvellinum á Mallorca. MYND/AP ÞÓRA ÁKADÓTTIR Þóra skipaði annað sæti á lista sjálfstæðismanna í síðustu kosn- ingum og hefur verið forseti bæjarstjórnar Akureyrar frá árinu 2001. FRÉTTABLAÐIÐ/KK AKUREYRI Þóra Ákadóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, hefur ákveðið að taka ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins vegna bæjarstjórnarkosning- anna á næsta ári. „Vissulega kom til álita að halda áfram þessu stjórnmálastarfi, enda er það bæði gefandi og skemmtilegt. Niðurstaðan var hins vegar sú að láta gott heita þegar yfirstandandi kjörtímabili lyki og gefa þar með öðrum færi á að spreyta sig á vettvangi bæjar- málanna, segir Þóra. - kk Sjálfstæðismenn á Akureyri: Forseti bæjar- stjórnar hættir KJARASAMNINGAR Félagar í Starfs- mannafélagi Garðabæjar felldu kjarasamning við bæinn nú nýlega. 177 greiddu atkvæði og var það 88 prósenta þátttaka. Nei sögðu 93, já sögðu 64. Auðir seðlar voru 20. Þetta þýðir að samningurinn er felldur og munu samningsaðil- ar því endurmeta stöðuna og hitt- ast fljótlega aftur. - ghs Starfsmenn Garðabæjar: Höfnuðu nýjum kjarasamningi FANGAFLUG „Að mínum dómi eru þessi svör alls ekki fullnægjandi enda er þeirri spurningu ósvarað hvort umræddir flutningar hafi átt sér stað eða ekki,“ sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra á Alþingi í gær. Orð Geirs voru í svari hans við fyrirspurn Stein- gríms J. Sigfússonar um hvort órnvöld ætluðu sér að koma í veg fyrir flug um íslenska lofthelgi með fanga sem væru pyntaðir við yfirheyrslur. Helgi Hjörvar gerði athuga- semd við svör utanríkisráðherra og sagði þjóðina meðseka í mál- inu vegna framgöngu og þátttöku stjórnvalda í innrásinni í Írak. „Er ráðherrann svo hræddur við að herinn sé að fara að hann þorir ekki að anda á Bandaríkjamenn? Eða er það kannski af því að við erum meðsek?“ spurði Helgi. Á svipuðum tíma lenti á Reykja- víkurflugvelli flugvél sem er í eigu Devon Holding and Leasing. Fréttastofa Stöðvar 2 fullyrti í fréttatíma í gærkvöldi að fyrirtæki þetta stundaði flutninga á föngum fyrir bandarísku leyniþjónustuna CIA. Áhöfn vélarinnar vildi ekki tjá sig við fréttamanninn. Í frétt í þýska dagblaðinu Die Tageszeitung fyrr í vikunni er fullyrt að vitað sé um 67 lendingar meintra CIA-fangaflutningavéla á Íslandi, en íslensk stjórnvöld vilji ekkert við þær kannast. Að sögn blaðsins er Ísland aðalmillilend- ingarstaður þessara flugvéla. - saj Meint fangaflugvél lenti í Reykjavík í gær á sama tíma og utanríkisráðherra svaraði fyrirspurn um fangaflug: Svör Bandaríkjamanna eru ófullnægjandi FRAKKLAND, AP Ástandið í óeirða- hrjáðum hverfum franskra borga er nú að færast í „nærri eðlilegt horf“ að því er talsmenn franskra lögregluyfirvalda greindu frá í gær. Í fyrrinótt voru spellvirki framin í 79 sveitarfélögum en þau voru um 300 þegar óeirðaaldan var í hámarki. Í dag eru liðnar þrjár vikur frá því hún hófst. Efri deild franska þingsins lagði í gær blessun sína yfir fram- lengingu á gildistíma neyðarlaga fram í febrúar. Þau sættu einnig gagnrýni. Vinstriblaðið Liberation sagði þau jafngilda gjaldþrots- yfirlýsingu stjórnvalda gagnvart þeim félagslegu vandamálum sem undir lægju. - aa Óeirðirnar í Frakklandi: Ástandið er nærri eðlilegt LÖG OG REGLA Rúmlega tíu þúsund lögreglumenn eru á vakt hverja nótt í „óeirðahverfum“ franskra borga. Fjarðaál án rafmangs Rafmagn fór af framkvæmdasvæði Fjarðaáls á Reyðarfirði í um klukkutíma í gærkvöldi. Stöðvaðist vinna á svæðinu á meðan. Rafmagn fór einnig af starfsmannaþorp- inu en þar búa í kringum sjö hundruð manns. Rafmagnsleysið má rekja til bilunar í dreifikerfi RARIK. AUSTFIRÐIR FANGAFLUGVÉL Í REYKJAVÍK Hér sést flugvélin sem lenti í Reykjavík í gær. Hún er í eigu fyrirtækisins Devon Holding and Leasing en fullyrt hefur verið að fyrirtækið sjái um fanga- flug fyrir bandarísku leyniþjónustuna. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.