Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 8
8 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Notkunarsvi›: Paratabs inniheldur parasetamól sem er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. fia› er nota› vi› höfu›verk, tannpínu, tí›averkjum o.fl. Einnig vi› sótthita af völdum inflúensu og annarra umgangspesta eins og kvefs. Lyfi› inniheldur ekki ávanabindandi efni og hefur ekki sljóvgandi áhrif. Varú›arreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir parasetamóli e›a er me› lifrarsjúkdóma má ekki nota lyfi›. N‡rna- og lifrarsjúklingum er bent á a› rá›færa sig vi› lækni á›ur en fleir taka lyfi›. Of stór skammtur getur valdi› lifrarbólgu. Aukaverkanir: Parasetamól veldur sjaldan aukaverkunum og flolist yfirleitt vel í maga. Langvarandi notkun lyfsins getur valdi› n‡rnaskemmdum. Skömmtun: Nákvæmar lei›beiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er me›. Lesi› vandlega lei›beiningar sem fylgja lyfinu. 13.07.05 Paratabs®– Öflugur verkjabani! Jólin komin! Ekki missa af frábærri jólasýningu og skemmtun Blómastofunnar við Eiðistorg í kvöld kl: 18 - 22 VÍSINDI Unnið er að stofnun form- legs samstarfsvettvangs Íslend- inga, Norðmanna, Færeyinga og Grænlendinga á sviði vetnisrann- sókna. Verið er að huga að sameigin- legum verkefnum en samtökin, North Atlantic Hydrogen Associat- ion, á að stofna formlega á fundi á Grænlandi í ágúst á næsta ári. Jón Björn Skúlason, fram- kvæmdastjóri Íslenskrar nýorku, segir að Nor- ræna Atlants- nefndin, NORA, hafi styrkt verk- efnið um 250.000 danskar krón- ur, eða um sem nemur tæpum 2,5 milljónum króna. Íslensk nýorka er tengi- liður og þunga- miðja samstarfs- ins en Jón Björn gerir ráð fyrir því að samstarfs- aðilum fjölgi þegar á líður. „Styrkurinn á að nægja til að koma þessu af stað, en svo sjá samtökin sjálf um fjármögnun í framtíðinni,“ segir hann og telur ýmislegt unnið með samstarfinu við nágrann- aþjóðir okkar. „Þessi lönd hafa verið að skoða þann möguleika að koma inn í vetnisheiminn. Græn- land sótti meðal annars um aðild að International Partnership for Hydrogen Economy sem Ísland er aðili að. Löndin hafa verið að leita eftir upplýsingum til okkar og við töldum rétt að koma á formlegum samskiptum þarna á milli,“ segir hann og bætir við að einnig hafi verið horft til þess að betur hentaði að taka þátt í víðtækara alþjóðlegu samstarfi í félagi við þessi lönd. „Það hefur meiri áhrif út á við og svo opnar þetta möguleika á nýjum verkefnum og eins aukna fjármögn- unarmöguleika.“ Jón Björn segir lykilsamstarfið eiga að felast í skiptum á upplýsing- um, auk þess að setja af stað sam- eiginleg verkefni sem nýtist öllum. Hann segir með ráðum gert að hafa ekki upphafsráðstefnuna hér á landi, því með því að vera ann- ars staðar megi kynna verkefnið betur almenningi og fyrirtækjum. „Hér er meiri þekking á þessu en víða annars staðar. Svo höfum við fundið fyrir mjög sterkum pólitísk- um stuðningi við verkefnið í öllum þessum löndum.“ olikr@frettabladid.is Nýtt fjölþjóðlegt samstarf um vetni Unnið er að stofnun samráðsvettvangs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga og Norðmanna um vetnisrannsóknir. NORA, Norræna Atlantsnefndin, hefur styrkt verkefnið um tæpar 2,5 milljónir króna. Íslensk nýorka er tengiliður hér. VETNISSTRÆTÓ Í Reykjavík voru til skamms tíma á ferð strætisvagnar sem gengu fyrir vetni. Hér má sjá fyllt á einn slíkan á vetnisstöð Skeljungs. Ísland hefur verið kallað kjörlendi vetnisrannsókna vegna aðgengis að raforku. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI JÓN BJÖRN SKÚLA- SON Jón Björn er framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku, sem fer fyrir nýjum fjölþjóðasamstarfs- vettvangi á sviði vetnisrannsókna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HEILBRIGÐISMÁL Óttar Guðmunds- son geðlæknir telur gagnrýni Önnu Kristjánsdóttur á forræðis- hyggju og íhaldssemi heilbrigð- isyfirvalda hvað varðar leiðrétt- ingaraðgerðir á kyni óréttmæta sleggjudóma. Hann segir það ábyrgðarleysi af Önnu að fara fram með þessa gagnrýni því að um stórkostlegt inngrip í líf fólks sé að ræða. Anna viti það best sjálf. „Þær reglur sem gilda hér eru svo til orðrétt teknar upp úr dönsku og sænsku reglunum. Þegar það verða svo ótrúlega miklar breytingar á lífi og högum einnar manneskju verður að hafa mjög ákveðnar reglur. Reynslan hefur sýnt að slíkar aðgerðir hafa mistekist. Fólk hefur séð eftir að fara í aðgerðina og einstaklingar hafa fyrirfarið sér vegna óham- ingju eftir hana,“ segir hann. Óttar segir að á Vesturlöndum séu umsóknir transgender-fólks skoðaðar af gaumgæfni og gagn- rýni. Eðlilegt sé að gera ákveðn- ar kröfur, til dæmis um að ein- staklingar hafi náð ákveðnum og aldri og þroska og hafi ákveðið félagslegt net í kringum sig til að geta tekist á við svo miklar breytingar. - ghs Geðlæknir um gagnrýni vegna kynskiptiaðgerða: Eðlilegt að gera kröfur KRÖFUR EÐLILEGAR Óttar Guðmundsson geðlæknir telur eðlilegt að gera ákveðnar kröfur áður en fólk fer í leiðréttingaraðgerð á kyni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA VEISTU SVARIÐ 1 Hvað heitir forsætisráðherra Íraks? 2Hverjir keyptu 34 prósenta hlut í Árvakri? 3Við hvaða lið er David Moyes, knatt-spyrnustjóri Everton, orðaður? SVÖR Á SÍÐU 62 SJÓNVARP Nýja fréttastöðin hefur útsendingar í dag. Það þýðir einnig að fréttatími Stöðvar 2 í gær var sá síðasti sem þar var gerður en hér eftir munu kvöldfréttir frá NFS vera á skjá stöðvarinnar á þessum tíma. Forsvarsmenn NFS kynntu í gær hvers sjónvarpsáhorfendur mættu vænta frá stöðinni. „NFS er fyrsta fréttastöðin á Íslandi sem er með fréttaútsendingar linnulaust frá morgni til kvölds,“ sagði Sig- mundur Ernir Rúnarsson frétta- stjóri. „Íslendingar eru fréttaþyrst þjóð og þrá það að fá fréttir beint í æð og við ætlum að svara því kalli,“ bætti hann við. Fréttatímar verða sendir út frá klukkan sjö að morgni til ellefu að kvöldi á heila og hálfa tímanum. Á milli þeirra verða svo fréttatengdir þættir. Jóhannes Kr. Kristjánsson mun svo hafa umsjón með þætti sem heitir Kompás en sá þáttur verður byggður upp á rannsóknar- blaðamennsku. Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, sagði að á stöðinni yrði veðurvöktun og veðurspá auk þess sem höfð yrði samvinna við Vegagerðina um upp- lýsingar um færð á vegum. „Það verður því lítil veðurstofa hér á fréttastöðinni,“ sagði Siggi storm- ur svo það gustaði af honum. - jse Nýja fréttastöðin, NFS, hefur útsendingar í dag: Sjónvarpsstöð fyrir fréttaþyrsta þjóð Í NÝJA FRÉTTASETTINU Róbert Marshall, Edda Andrésdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson munu héðan í frá flytja fréttirnar frá þessari nýju fréttastofu í Skaftahlíð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.