Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2005, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.11.2005, Qupperneq 16
16 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR Sæti Metsö lulisti Penna ns/Eym undss onar 9. - 15 . nóve mber allar bæ kur 4. Torkennilegt tákn á líki ungs manns sem finnst myrtur í Reykjavík haustið 2005. Áköf leit að fornu bréfi og alræmdu riti frá miðöldum. Galdrafárið á Íslandi. Og Þóra Guðmundsdóttir lögmaður dregst inn í veröld sem hún vissi ekki að væri til. „Bakgrunnur reynist lesanda og höfundi nægtabrunnur og gefur sögunni viturlegt yfirbragð. Yrsa lærir hér af ýmsum höfundum sem hafa gripið til þessa bragðs. Sennilega er áhrifavaldur hennar í þessu stærstur Dan Brown sjálfur sem er þekktasta dæmið um höfund af þessu sauðahúsi. ... það verður að hrósa Yrsu fyrir að hún skuli leggja glæpnum til tvær upphafskveikjur. ... Yrsa kann vel til verka og skilar lesanda vel unninni og hugsaðri glæpasögu.“ Páll Baldvin Baldvinsson, DV „Fersk rödd í íslenskum glæpasögum ... Hröð atburðarás og hressilegur stíll.“ Katrín Jakobsdóttir, gagnrýnandi Nú þegar seld út um allan heim! ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S - V ER 3 00 26 9 11 /2 00 5 VEL HUGSUÐ GLÆPASAGA „Fersk rödd“ Yrsa Sigurðardóttir - bók hennar er væntanleg á 12 tungumálum AUSTURLAND Ákveðið hefur verið að leggja gervigras á gamla malarknattspyrnuvöllinn í Nes- kaupstað og er stefnt á að fram- kvæmdum verði lokið næsta vor. Samvinnufélag útgerðamanna Neskaupstað (SÚN) fjármagn- ar framkvæmdina en Samvinnu- félagið mun einnig greiða fyrir girðingu sem sett verður upp sunnan vallarins. Freysteinn Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Samvinnufélags- ins, segir kostnað við gervigras og girðingu ekki liggja fyrir en ljóst sé að hann skipti tugmilljónum króna. - kk Tugmilljóna framkvæmdir: Gervigras í Neskaupstað FRAMKVÆMDIR Stórframkvæmdir fara nú fram í Akrahreppi, einu fámennasta sveitarfélagi landsins, en þar er verið að leggja hitaveitu. „Búið er að koma heimtaug í nítján hús. Þó er ekki búið að hleypa vatni ennþá á en menn vonast til að geta baðað sig á jólunum með vatni úr öðru sveitarfélagi,“ segir Agnar Gunnarsson oddviti. Hingað til hafa menn hitað vatnið með olíu eða raf- magni. Það eru Skagafjarðarveitur sem sjá að mestu um verkið ásamt hreppnum. Meira stendur til í Akrahreppi því með hitaveitulögninni á að leggja rör fyrir ljósleiðara. Oddvit- inn vill þó ekki giska á það hvenær hrepparar verði komnir í hraðvirkt netsamband. 215 íbúar búa í hreppnum og segist oddvitinn ekki vera í nein- um sameiningarhugleiðingum enda var tillaga um að sameinast sveitar- félaginu Skagafirði felld með mikl- um mun í kosningunum 8. október síðastliðinn. Rúmlega áttatíu pró- sent kjósenda í Akrahreppi sögðu þá nei. - jse Stórframkvæmdir í Akrahreppi í Skagafirði: Hitaveita í stað olíukyndingar AGNAR GUNNARSSON ODDVITI Agnar segir enga minnimáttarkennd í Akra- hreppsbúum þrátt fyrir mannfæðina. Nú er verið að leggja heitt vatn í nær hvert hús og senn kemur ljósleiðarinn í þessa sveit skáldsins frá Bólu. VILJA ENGIN LÍFSÝNI Um hundrað bókstafstrúarmenn mótmæltu í miðborg Moskvu í gær. Þeir vilja ekki að lífsýnis- upplýsingar verði settar í persónuskilríki, því þau takmarki mannréttindi þeirra. Þeir gruna stjórnvöld um njósnir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPÁNN Þúsundir manna gengu fylktu liði um götur borgarinnar Santiago de Compostela í byrjun vikunnnar. Þeir minntust þess að þrjú ár eru liðin síðan olíuskipið Prestige sökk undan vesturströnd Spánar með þeim afleiðingum að þykk olíuslikja lagðist yfir stóran hluta strandlengju norðvestan- verðs landsins. Þótt hreinsunstarf, sem þús- undir sjálfboðaliða tóku þátt í, hafi tekist bærilega hafði meng- unarslysið afar neikvæð áhrif á lífríki svæðisins. Auk þess hefur fjöldi íbúa sem stundaði sjósókn frá bæjum við ströndina verið nauðbeygður að leita sér annarra starfa þar sem fiskistofnar á Bis- kajaflóa hafa ekki náð sér á strik að nýju síðan slysið varð. - aöe Þrjú ár liðin frá því að olíuskipið Prestige sökk: Lífríkið nær sér aldrei VERKSUMMERKI SKOÐUÐ Jose Luis Zapa- tero, forsætisráðherra Spánar, skoðaði í sumar áhrif olíuslyssins á lífríki svæðisins. BRETI Í BASRA Styr stendur um notkun fosfórsprengja en alþjóðasáttmálar banna ekki notkun þeirra gegn hermönnum, aðeins borgurum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAK Bandaríkjamenn hafa viður- kennt að hafa notað sprengjur fylltar hvítum fosfór gegn upp- reisnarmönnum í Falluja á síð- asta ári. Bretar hafa einnig notað efnið en aðeins til reykfram- leiðslu. Bandaríkjamenn hafa sætt mikilli gagnrýni vegna notkun- ar á fosfórfylltum sprengjum í Írak að undanförnu eftir að ítalska ríkissjónvarpið sýndi myndir frá Falluja. Slík vopn valda fólki sársaukafullum bruna og notkun þeirra gegn borgurum er bönnuð samkvæmt alþjóðasáttmálum. Þvert á fyrri yfirlýsingar viðurkenndi bandaríska land- varnaráðuneytið í fyrradag að hafa notað fosfórsprengjur í umsátrinu um Falluja. Barry Venable, talsmaður varnar- málaráðuneytisins, hafnaði því hins vegar í samtali við BBC að slík vopn væru efnavopn eins og gagnrýnendur hafa haldið fram. „Þær voru notaðar gegn vígamönnum óvinanna,“ sagði Venable í samtali við BBC. Á meðan á umsátrinu um Fall- uja stóð haustið 2004 var þar ennþá fjöldi óbreyttra borgara enda komust þeir hvorki lönd né strönd. Vandséð er hvernig bandarískir hermenn gátu gert greinarmun á þeim og uppreisn- armönnum. Því sagði Paul Rodg- ers, prófessor við friðarrann- sóknastofnun Bradford-háskólan í Bretlandi, við fréttamann BBC að fosfórsprengjur væru efna- vopn þegar þeim væri beint að borgurum, eins og líkur eru á að gert hafi verið í Falluja. Í gær upplýsti svo talsmaður Tonys Blair, forsætisráðherra Bretlands, að hvítum fosfór hefði verið beitt í hernaðinum í Írak, en einungis til að hylja átakavett- vang í reyk. Hann vildi hins vegar ekki tjá skoðun forsætisráðherr- ans á notkun bandaríska hersins á efninu heldur sagði það einkamál Bandaríkjamanna. Sjá síðu 22 sveinng@frettabladid.is Bretar beittu hvítum fosfór Notkun Bandaríkjahers á fosfórsprengjum í Írak hefur sætt gagnrýni. Bretar segjast einnig hafa not- að efnið í Írak en aðeins til reykframleiðslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.