Fréttablaðið - 17.11.2005, Side 28

Fréttablaðið - 17.11.2005, Side 28
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871Frí heimsending • Pöntunarsími: 554-6999 www.jumbo.is Ábyrgastir Torfi Kristjánsson viðskiptafræðingur fjallar um vaxtahækkun Landsbankans á vefritinu Deiglunni í gær. Hann talar um Landsbankannn sem „ábyrgasta banka landsins“ og segir að gera megi ráð fyrir að draga muni úr þenslu á markaði ef áframhald verður á því að aðilar hans hækki húsnæðisvexti sína til einstaklinga. Torfa finnst forvitnilegt, „að einkafyrirtæki sýni fyrirhyggju á meðan að sjóður í eigu ríkisins hugsi nánast eingöngu um samkeppni, en ekki þróun á markaði og stöðugleika í efnahagslífinu“. Synjunarvaldið Björn Bjarnason flutti erindi í stjórn- málaskóla Sjálfstæðisflokksins á þriðjudaginn. Hann segir á vefsíðu sinni að hann hafi m.a. rætt um „þann einstæða atburð, þegar Ólafur Ragnar Grímsson beitti synjunarvaldinu á fjölmiðlalögin“. Björn minnir á að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi verið samþykkt að afnema synjun- arvaldið. „Það sé miklu nær að hafa ákvæði í stjórnarskrá, sem mæli fyrir um þjóðaratkvæðagreiðslu og geri ráð fyrir því, að ákvörðun um hana hafi aðdraganda sem byggist á gegnsæi og umræðum, en byggist ekki á því, að tekin sé ákvörðun fyrirvaralaust og án alls efnislegs rökstuðnings og ekki sé unnt að ræða hana, þar sem ákvörðunin sé tekin af þeim, sem sé ábyrgðarlaus af stjórnarathöfn- um og friðhelgur. Erfitt sé að átta sig á því, að stjórnar- hættir af því tagi samrýmist kröfum um skýra ábyrgð á stjórnarathöfnum og þær byggist á augljósum rökum“, skrifar hann. Vandlifað DV slær því upp á forsíðu í gær að Elín Hirst, fréttastjóri Sjónvarpsins, og Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem lengi hefur verið talinn einn mesti valdamaður landsins, hafi fundað á veitingahúsi í vikunni. Af einhverjum ástæðum tengir blaðið þetta við útkomu bókar Jóns Ólafssonar. Elín upplýsir hins vegar að þau Kjartan hittist nokkrum sinnum í mánuði og hafi gert það í tuttugu ár. Varla er hægt að banna fólki að vera vinir, en veruleikinn er líklega sá að þessi nánu tengsl hafa orðið kveikja að tortryggni gagnvart fréttaflutningi Sjónvarpsins. Það getur verið vandlifað í litlu þjóðfélagi. gm@frettabladid.is Margir virðast halda, að Ísland sé stærra en það er. Á heimskortum virðist eldgamla Ísafold yfirleitt slaga hátt upp í Spán, þótt Spánn sé að flatarmáli fimm sinnum stærri en Ísland. Með líku lagi virðist Grænland á mörgum kort- um nálgast gervalla Afríku að ummáli, en samt er Grænland í reyndinni minna en Súdan – já, Súdan! – að fermetratali. Mörg heimskort eru villandi vegna þess, að þau ýkja flatarmál landa nálægt heimskautunum. Ísland er í reyndinni miðlungsland, ef flat- armálið er haft til marks. Af öllum ríkjum heimsins, ríflega 200 tals- ins, eru um 100 minni en Ísland, og hin 100 eru stærri. Á mælikvarða mannfjöldans er Ísland samt klár- lega smáland, en samt ekki dverg- ríki. Um 40 lönd eru fámennari en Ísland. Það er álitlegur hópur. Sjálfstæðum ríkjum hefur fjölgað verulega síðan 1946, eða úr 76 upp fyrir 200. Þegar nýlendustefn- an byrjaði að líða undir lok um og eftir miðja síðustu öld, hlaut sjálfstæðum ríkjum að fjölga. Í Afríku einni voru stofnuð 25 ný ríki frá 1960 til 1964. Hrun komm- únismans fjölgaði sjálfstæðum ríkjum Austur-Evrópu um tíu og Vestur-Asíu um sex. Helmingur allra ríkja heimsins er minni – þ.e. mannfærri en Danmörk með rösk- ar fimm milljónir manna. Heim- urinn er nú safn smáríkja, því að smálöndin eru svo mörg og stór- veldin fá. Evrópusambandið er smáríkjasamband. Skiptir stærðin máli? Mannfæð- in er mesta félagsböl Íslendinga, sagði Einar Benediktsson. Hann og aðrir lögðu til, að Íslendingar flyttu inn erlent vinnuafl í stórum stíl til að stækka landið. Hugmynd- in var þessi: það er engin leið að bjóða Íslendingum viðunandi lífs- kjör til langs tíma litið nema með því að fjölga þeim nóg til að ná því, sem eðlisfræðingar tóku síðar að kalla „krítískan massa“, og þennan krítíska fólksmassa töldu þeir liggja langt yfir 100 þúsund, sem var íbúafjöldi landsins 1925. Í Aþenu til forna bjuggu 200.000 manns, og þar var ýmislegt eins og það átti að vera. Feneyjar og Flórens blómstruðu á miðöldum með 115.000 og 70.000 íbúa, en þar bjuggu menn að vísu í alfaraleið ólíkt Íslendingum og gátu því leyft sér mannfæðina. Ísland þurfti á fleira fólki að halda til að bæta sér upp óhagræðið af smæðinni og fjarlægðinni frá öðrum löndum í öllu samgönguleysinu. Innilokunarmönnum, sem lögðust af alefli gegn innflutningi erlends fólks á sínum tíma, var umhugað um þjóðernið, tunguna, menn- inguna. Þeir höfðu ekki gleymt því, að íslenzkan var beinlínis við dauðans dyr á 18. öld líkt og prúss- neskan gamla hafði áður verið og írskan var síðar. Nú er prúss- neskan dauð og grafin, en írskan komst af með naumindum og lifir enn sem opinber þjóðtunga Íra og frumtunga, en þó aðeins að nafn- inu til. Og íslenzkan er still going strong. Opingáttarmenn höfðu aðra sýn. Þeir litu svo á, að fjölg- un mælenda íslenzkrar tungu um þúsundir eða jafnvel tugi þúsunda myndi efla þjóðarvitund okkar, metnað og menningu. Þeir litu á þjóðlega reisn og fólksfjölgun að utan sem falskar andstæður. Inni- lokunarmennirnir höfðu betur. Íslendingar hafa flutt inn tiltölu- lega lítið af erlendu fólki í tímans rás, en þetta hefur samt verið að breytast að undanförnu. Árið 2000 voru Íslendingar fæddir erlendis tæp 6 prósent mannfjöldans líkt og í Danmörku. Hlutfallið var um 2 prósent í báðum löndum 1960. Í Bandaríkjunum hækkaði hlutfall íbúa af erlendum uppruna úr 5 prósent 1960 í 12 prósent 2000. Gamli ágreiningurinn um inn- flutning vinnuafls gengur aftur í umræðunni nú um kosti þess og galla fyrir Íslendinga að ganga inn í Evrópusambandið. Víglín- urnar eru hinar sömu. Sumir líta út fyrir landið og áfram veginn og vilja, að Ísland stækki. Aðrir líta inn á við og aftur í tímann og vilja standa á varðbergi gegn erlend- um áhrifum: þeir vilja, að Ísland haldi áfram að vera smáland. Enn aðrir vilja hvort tveggja og hugsa sér, að stækkun Íslands þurfi ekki endilega að tefla þjóðlegri sérstöðu okkar í tvísýnu. Hefur aðild að Evrópusambandinu rýrt þjóðarvitund nokkurs núverandi aðildarlands? Kannast nokkur við það? Eru Svíar minni Svíar en þeir voru? Svarið er nei. ■ Smálandafræði og föðurlandsást Í DAG MANNFÆÐ Í LITLUM LÖNDUM ÞORVALDUR GYLFASON Hefur aðild að Evrópusam- bandinu rýrt þjóðarvitund nokkurs núverandi aðildar- lands? Kannast nokkur við það? Eru Svíar minni Svíar en þeir voru? Svarið er nei. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p k ö n n u n f yr ir 3 6 5 p re n tm i› la m aí 2 0 0 5 . Sauðfjárbændur hafa um árabil verið ein helsta lágtekju-stétt á Íslandi. Þeir stunda tímafreka og bindandi vinnu við afar erfið skilyrði. Launin hafa tæpast dugað til fram- færslu fjölskyldu. Ofan á það bætist að þótt bændurnir framleiði einhverja hollustu og bestu neysluvöru þjóðarinnar hefur þjóð- félagsumræðan um atvinnugreinina og landbúnað í heild verið neikvæð. Margt af gagnrýninni hefur að vísu verið réttmætt – og raunar fremur beinst að ríkisvaldinu en bændum – en fram- hjá því verður ekki horft að bændastéttin hefur tekið þetta til sín og inn á sig. Umræðan hefur skapað letjandi og jafnvel þrúgandi andrúmsloft í kringum sauðfjárbúskapinn og lífið í sveitunum. Í þessu ljósi eru þær uppörvandi fréttirnar af stöðu sauðfjár- ræktar á Íslandi sem birtust í gær í Markaðinum, sérriti Frétta- blaðsins um viðskipti. Hagur sauðfjárbænda virðist smám saman vera að batna í kjölfar hagræðingar hjá sláturhúsum, stækkun- ar meðalbúsins og áframhaldandi tæknivæðingar. Aukin eftir- spurn eftir sauðfjárafurðum hefur síðan leitt til verðhækkana til bænda. Að vísu er enn borgað með atvinnugreininni úr ríkis- sjóði, þrír milljarðar á ári, en opinberir styrkir til landbúnaðar hafa þó dregist saman á undanförnum árum auk þess sem nýting þeirra hefur batnað. Sem stendur sjá menn kannski ekki fyrir sér að sauðfjárbúskapur geti staðið á eigin fótum, en vel má vera að það breytist þegar fram líða stundir. Í því sambandi er rétt að benda á hinar miklu breytingar sem orðið hafa á fjárhagslegum aðstæðum mjólkurbúskapar hér á landi. Mjólkurkvóti gengur nú kaupum og sölum sem hefðu þótt ótrúlegar fréttir fyrir ekki mörgum árum. Í fréttaskýringu Markaðarins í gær er haft eftir Jóhannesi Sigfússyni, formanni Landssambands sauðfjárbænda, að ekki séu forsendur til að lifa eingöngu af fjárbúskap nema vera með 500 fjár eða fleiri. Núverandi meðalbú með um 300 fjár þarf því að bæta sig talsvert. En Jóhannes segir að fleiri en áður séu farnir að líta á sauðfjárbúskapinn sem alvöru atvinnugrein og það er auðvitað framfaraspor. Velta sauðfjárbúanna verður kannski aldrei mjög mikil þannig að bændur verði hátekjustétt, en hún verður að komast á það stig að atvinnugreinin verði lífvænleg og kjörin viðunandi. Það mun duga til að halda búskapnum við – og þar með hinum dreifðu byggðum – enda er ástæðan fyrir því að bændur stunda sauðfjárrækt þrátt fyrir erfið skilyrði ekki bara sú að þeir séu fastir á sínum heimaslóðum og geti ekki brugðið búi; þetta er líka val þeirra – þetta er gefandi atvinna fyrir þá sem vilja vera í tengslum við náttúruna og í hæfilegri fjarlægð frá ýmsum fylgi- fiskum þéttbýlismenningar. ■ SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Sauðfjárbúskapur virðist vera að rétta úr kútnum. Viðreisn í sveitum landsins Velta sauðfjárbúanna verður kannski aldrei mjög mikil þannig að bændur verði hátekjustétt, en hún verður að komast á það stig að atvinnugreinin verði lífvænleg og kjörin viðunandi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.