Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 36

Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 36
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR2 Hafnarstræti 106, Akureyri, sími 462 4010 Ármúli 15, Reykjavík, 588 8050 • Grímsbæ v/Bústaðarveg S: 588 8488 Gott úrval af fallegum peysum. Nýkomið: Buxur, peysur, toppar. -20% afsláttur á öllum fatnaði til jóla. ÍSLENSKAR LEÐURVÖRUR Í JÓLAGJAFIR TIL STARFSMANNA OG VIÐSKIPTAVINA. Heimagallar verð 6990.- Á heimasíðu skófyrirtækisins Vans er hægt að hanna sína eigin skó og fá þá senda með póstkröfu. Vans skór hafa verið geysilega vin- sælir hér á Íslandi um langt skeið, sérstaklega á meðal hjólabretta- stráka og að sjálfsögðu stelpna. Vans-skórnir byrjuðu hins vegar fyrst að mala almennilega gull hér á landi fyrir um tveimur árum þegar klassísku óreim- uðu strigaskórnir byrjuðu að seljast eins og heitar lummur. Skór með ýmsum munstrum eins og til dæmis köflóttu, hauskúpu og fleirum sjást víða en því miður er erfitt að fá skó sem enginn annar á og því ósjaldan sem hægt er að sjá fólk niðrí bæ í alveg eins skóm og maður sjálfur er í. Til að leysa þennan vanda er hægt að fara á heimasíðu Vans og útbúa sína eigin skó þar. Reyndar er ekki hægt að hanna skóna frá grunni heldur er hægt að breyta lita- og munstursamsetningu að vild. Þannig getur maður rölt um alla heimsins bæi vitandi það að skórnir sem maður gengur í eru einstakir. Hannaðu þína eigin skó á netinu Búðu til þína einstöku skó á netinu. Metnaðarfull og óvenjuleg tískusýning verður á Hótel Borg á sunnudaginn. Þrír hönnuðir standa fyrir metn- aðarfullri og óvenjulegri tísku- sýningu á Hótel Borg næsta sunnudag. Auk tískusýningar- innar verður boðið upp á lifandi tónlist flutta af íslenskum kven- blásarakvintett og tónlist samin af Barða, sem löngum hefur verið kenndur við Bang Gang, mun einnig óma undir. Listdans og kampavín verður á boðstólum en kynnir verður hin stórskemmtilega leikkona Brynhildur Guðjónsdóttir. Hönnuðirnir þrír sem sýna munu föt sín eru þær Ásta Guð- mundsdóttir og Ragna Fróða fatahönnuðir og skartgripahönn- uðurinn Guðbjörg K. Ingvadótt- ir. Sýningin er í tengslum við hönnunardaga í Reykjavík en er sjálfstætt verkefni hönnuðanna þriggja. Þær sýna það nýjasta og heit- asta úr smiðju sinni og hafa þær fengið til liðs við sig úrval fag- fólks á öllum sviðum. Auk þeirra sem þegar hefur verið minnnst á taka þátt þær Margrét Einars- dóttir stílisti, Fríða María Harð- ardóttir farðari og Dísa Ander- mann sem er framkvæmdastjóri sýningarinnar en hárgreiðslu módelanna annast starfsfólk Rauðhettu og úlfsins. Hönnuðirnir þrír eru mjög þekktir allar. Ásta Guðmunds- dóttir sem er þýskmenntaður hönnuður selur föt sín meðal ann- ars í Kirsuberjatréinu. Fyrirtæki hennar er ásta créative chlothes og er staðsett á Laugavegi 25. 2004 var hún tilnefnd til Norrænu hönnunarverðlaunanna, Nordisk designpris. Ragna Fróða rekur verslun að Laugavegi 28 þar sem hönn- un hennar, sem ber merkið Path of Love er selt. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga heima og erlendis. Guðbjörg Kr. Ingvadóttir skartgripahönnuður er mennt- aður gullsmiður og skartgripa- hönnuður. Hún rekur fyrirtækið Aurum sem er í Bankastræti. Hún hlaut menningarverðlaun DV fyrir listhönnun 2001. Tískusýningin hefst klukkan 15 en húsið opnar kl. 14.30. Nánari upplýsingar um þessa hönnuði er að finna á heimasíð- unum www.astaclothes.is, www. Menningarleg tískusýn- ing á Hönnunardögum Ásta Guðmundsdóttir hefur selt föt sín til ýmissa landa. Ragna Fróða hannar fallegar og líflegar flíkur. Skartgripir Guðbjargar Kr. Ingvadóttur hafa víða vakið athygli. SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Sendum í póstkröfu Ný sending af PILGRIM skarti

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.