Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 39

Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 39
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 5 Peysa samsett úr hinum ólíkustu efnum. Kemur frá Sita Murt á Spáni og kostar 15.900 kr. Fínflauelisjakki frá Sensa Donna á Ítalíu. Með hermanna- hneppingu og nettum spælum á öxlunum. Verð: 23.400 kr. Verslunin Fataprýði í Glæsibæ selur vandaðan kvenfatnað og fylgihluti víða að úr Evrópu. Fataprýði er ein af rótgrónari tískuverslunum borgarinnar. Nýlega tók María Baldursdóttir snyrtifræðingur við rekstri hennar og hefur gert ýmsar breytingar í kjölfarið, bæði innanstokks og í innkaupum. María kveðst leggja höfuðáherslu á nýstárlegan fatnað frá þekktum hönnuðum á meginlandi Evrópu og kaupa inn fáar flíkur af hverri gerð „Yfirleitt kaupi ég líka aðeins eina til tvær í hverju númeri. Annars er ekkert gaman að þessu!“ segir hún brosandi. Fataprýði hefur verið í Glæsibæ í átta ár og er með mörg kunn fatamerki á boðstólum. Hún er þekkt fyrir að vera með föt í stórum stærðum en úrvalið hefur aukist með nýjum eiganda og fást nú föt í númerum frá 38 til 54-56. Verslunin býður einnig upp á skart frá Grete Borg og Petra Meiren, svo og franskar leðurvörur eins og töskur og veski frá Mulliéz og skinn- töskur frá Nýja-Sjálandi. Kvenfatnaður frá ýmsum löndum Skart eftir danska hönnuðinn Gretu Borg. Armbandið kostar 10.900 og hálsmenið 15.400 kr. Pils og toppur úr brunakrepi, eftir ítalska hönnuðinn Bald- ino. Kostar saman 27.970 kr. Frönsk og frumleg taska sem fellur vel að líkamanum. Fæst á 17.900 kr. Hörkápa eftir þýskan prjónahönnuð. Hún fæst líka í svörtu. Verð 22.700 kr. Tískugárungar landsins og reyndar erlendis líka eru flestir sammála um þetta. Starfsmaður í herradeild hjá Sautján sagði að ef hann ætti að tala um eitthvað eitt sem einkenndi herratískuna þessa stundina þá væru það vestin. Starfsmenn annarra tískuvöruverslana taka í sama streng enda má finna slík vesti í öllum helstu tískuversl- unum landsins. Vestin má nota hversdagslega og hátíðlega. Það þarf ekkert endilega að nota þær við skyrtur því léttilega má láta þau passa saman við bæði langerma- og stuttermaboli. Það er því ekk- ert sem segir lengur að það sé hallærislegt að klæðast vestum daglega, þvert á móti er það orðið að hátísku. vesti } Sparivestin vinsæl GÖMLU GÓÐU SPARIVESTIN NJÓTA MIKILLAR HYLLI.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.