Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 67

Fréttablaðið - 17.11.2005, Page 67
FIMMTUDAGUR 17. nóvember 2005 Ný North Face deild í Glæsibæ SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.IS Harmur stríðsins Benjamin Britten ::: Sinfonia da Requiem Dímítríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 8 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Rumon Gamba, fer fyrir hljómsveitinni þegar mögnuð og dramatísk verk verða flutt. gul tónleikaröð í háskólabíói Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30Fít o n / S Í A F I 0 1 5 0 2 8 Tónleikakynning Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1.000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir. Síðasta máltíðinSýnt í Iðnó "Drepfyndið." Bergþóra Jónsdóttir - mbl Næstu sýningar: fös. 11.nóv. kl.20:00 í Bíóhöllinni á Akranesi lau. 12.nóv. kl.17:00 í Iðnó lau. 19.nóv. kl.17:00 í Iðnó lau. 26.nóv. kl.17:00 í Iðnó lau. 3.des. kl.17:00 í Iðnó Miðasala í Iðnó í síma 562-9700, idno@xnet.is og á www.midi.is Hinsegin óperetta KRINGLUKRáINKRINGLUK ÁIN Landsbankinn er stoltur bakhjarl sýningarinnar. MIÐASALA: www.midi.is og í Iðnó s. 562 9700 ÉG ER MÍN EIGIN KONA Næstu sýningar: fim. 17.11 kl. 20 uppselt fös. 18.11 kl. 20 ósóttir miðar í sölu lau. 19.11 kl. 20 uppselt sun. 20.11 kl. 20 ósóttir miðar í sölu Ath. ósóttar pantanir seldar viku f. sýn. Stærstu bókaforlög Bretlands hafa barist um útgáfuréttinn á tveim- ur bókum Yrsu Sigurðardóttur rithöfundar, bæði Þriðja tákninu sem er rétt nýkomin út og einnig á næstu skáldsögu Yrsu sem enn er óskrifuð. „Þessi tíðindi eru miklu stærri en maður þorir að segja,“ segir Pétur Már Ólafsson hjá forlaginu Veröld sem er útgefandi Yrsu hér á landi. „Fyrst voru þetta sjö for- lög og síðan þrjú sem buðu hvert í kapp við annað, fyrst í eina bók hennar og svo í tvær bækur. Venjulega hafa menn bara gert sig ánægðan með að fá útgefanda og þegið það.“ Veröld hefur nú gengið frá samningum við Hodder Headline, næststærstu bókaútgáfu Bret- lands, um útgáfu á bæði spennu- sögunni Þriðja tákninu og einnig á næstu bók Yrsu. Samningurinn gildir um útgáfu bókarinnar í öllu breska samveldinu, og þar með hefur verið samið um útgáfu á bókinni á tólf tungumálum. Vegna þess hve ákafi bresku forlaganna var mikill urðu for- svarsmenn Veraldar að efna til uppboðs á Þriðja tákninu milli þeirra og stóð það í viku. Ekki eru þekkt dæmi um slík uppboð í Bretlandi þegar um íslenska höf- unda er að ræða. Í upphafi vildu sjö breskar bóka- útgáfur kaupa réttinn á glæpasögu Yrsu þegar Veröld kynnti bókina fyrir forlögum á Bretlandseyj- um. Eftir því sem útgáfurétturinn hækkaði í verði heltust forlögin smám saman úr lestinni og loks stóðu þrjú eftir sem buðu hvert í kapp við annað í Þriðja táknið og næstu bók frá Yrsu. Pétur Már segist ekki hafa neina skýringu á velgengi Yrsu aðra en þá sem höfð er eftir útgáfustjóra Hodder Headline, sem segir að „eitthvað alveg sér- stakt“ sé við bækur Yrsu. Áður en breski samningurinn var staðfestur hafði verið geng- ið frá samningum um útgáfu á skáldsögu Yrsu Sigurðardóttir á ellefu tungumálum, á þýsku, hol- lensku, frönsku, ítölsku, spænsku, norsku, sænsku, dönsku, finnsku, grísku og litháísku, með útgáfu- og sölurétti til yfir 30 landa. Nú bæt- ist tólfta tungumálið, enska, við og útgáfa og sala í um 70 löndum. Bókin er því væntanleg á markað í ríkjum Evrópu, Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu. Meðal fjölmennra markaða utan Evrópu, sem samningurinn við Hodder tekur til, má nefna Suður-Afríku, Ástralíu, Singapore, Pakistan og Indland. YRSA SIGURÐARDÓTTIR RITHÖFUNDUR Bresk bókaforlög hafa sýnt bókum hennar slíkan áhuga að efna þurfti til uppboðs um útgáfusamninginn. Bretar keppast um bækur Yrsu HVAÐ? HVENÆR? HVAR? NÓVEMBER 14 15 16 17 18 19 20 Fimmtudagur ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur Sinfonia de Requiem eftir Benjamin Britten og áttundu sinfóníu Sjostakovitsj á tónleikum sínum í Háskólabíói. Stjórnandi er Rumon Gamba.  20.00 Ragnheiður Gröndal heldur útgáfutónleika í Íslensku óperunni ásamt tólf manna hljómsveit í tilefni útgáfu geisladisksins After the Rain sem 12 Tónar gefa út.  20.30 Kristjana Stefánsdóttir og Agnar Már Magnússon flytja sígild popplög í eigin djassútsetningum á tónleikum, sem þau halda í Nýja safnaðarheimilinu á Hellu í tengslum við útgáfu nýrrar geislaplötu sem nefnist Ég um þig. Auk þeirra koma fram Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleikari og Scott McLemore trommuleikari.  22.00 Benni Hemm Hemm heldur tónleika í Þjóðleikhúskjallaranum ásamt hljómsveit sinni. Nýútkomin plata sveitarinnar hefur fengið frábæra dóma í dagblöðum og á netmiðlum. ■ ■ BÆKUR  20.00 Rithöfundarnir Reynir Traustason, Guðrún Eva Mínervudóttir, Óttar M. Norðfjörð og Hreinn Vilhjálmsson lesa úr nýjum bókum sínum á Súfistanum við Laugaveg.  21.00 Árni Þórarinsson, Jón Hallur Stefánsson, Reynir Traustason, Súsanna Svavarsdóttir, Viktor Arnar Ingólfsson, Þráinn Bertelsson og Ævar Örn Jósepsson lesa upp úr nýútkomnum glæpasögum sínum á árlegum upplestri Hins íslenska glæpafélags á Grand Rokk. Seiðandi djasstónar leika um eyru gesta á undan upplestri, undir upplestri og að lestri loknum. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.