Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 68

Fréttablaðið - 17.11.2005, Síða 68
 17. nóvember 2005 FIMMTUDAGUR44 bio@frettabladid.is Hvað finnst þér? Kæri Kópavogsbúi Þín skoðun skiptir máli! Íbúaþing í Lindaskóla, laugardaginn 19. nóvember Sjá nánar um dagskrána á www.kopavogur.is Líttu inn milli kl. 10-16 M IX A • fí t • 5 0 9 8 8 Getur djöfullinn tekið sér bólfestu í mannslíkamanum og eru til ill öfl sem sveima allt í kringum okkur? Alveg síðan Regan MacNeil var andsetin í The Exorcist hafa særingar verið kvikmynda- gerðarmönnum hugleiknar og nú er komin mynd með nýju fórnarlambi. Freyr Gígja Gunnarsson kynnti sér hvort ótti við illa anda ætti sér einhverja stoð í veruleikanum. Slíkur var áhrifamáttur The Exor- cist að margir unglingar á sínum tíma þorðu ekki að sofa með opinn glugga og vildu hafa ljósið kveikt. Tilfelli andsetninga keyrðu fram úr öllu hófi. Séra Merrin barðist hetjulega við djöfulinn með Biblí- una eina að vopni og enn þann dag í dag er myndin talin meðal bestu spennuhrollvekja sögunnar. Leikstjóranum William Friedkin tókst með einhverjum hætti að sannfæra almenning um að and- setningar gætu raunverulega átt sér stað og að til væru menn sem særðu burt djöfulinn. Saga Anneliese Michel The Exorcism of Emily Rose er að hluta til byggð á sannsögulegri sögu Anneliese Michel en hún var venjuleg stúlka sem ólst upp í góðu yfirlæti hjá kaþólskum foreldrum sínum. Þegar Anneliese var sextán ára varð hún þess vör að líkaminn lét ekki að stjórn. Eftir því sem áhrifin urðu magnaðri var hún lögð inn á geðsjúkrahús þar sem kvill- arnir ágerðust með degi hverjum. Smám saman sannfærðust foreldr- arnir um að stúlkan væri andsetin. Raddir hinna illu anda sögðu að hún myndi brenna í helvíti og stúlkan neitaði að matast heldur drakk eigið þvag og nærðist á flugum og köngulóm. Þá svaf Michel ekki uppi í rúmi heldur lagðist til svefns á köldu gólfi geðsjúkrahússsins. Sex árum eftir að Michel veikt- ist samþykkti kaþólska kirkjan í Þýskalandi að framkvæmd skyldi særing og hún fyrirskipuð af Josef Stangl, biskupnum í Würz- burg. Séra Arnold Renz og sókn- arprestur Michel, Ernst Alt, voru fengnir til að framkvæma hina miklu særingu samkvæmt „Ritu- ale Romanum“ en undirstöðurnar fyrir þeirri athöfn hafa verið við lýði síðan á 17. öld. Kaþólska kirkj- an áleit að þar sem engar vísinda- legar útskýringar hefðu fengist á atferli Anneliese hlyti hún að vera andsetin auk þess sem hefð- bundnar geðlækningar bitu ekkert á hana. Var jafnvel talið að Adolf Hitler, Neró og Kain auk annarra smádjöfla hefðu sest að í líkama hennar. Árásir þessara djöfla voru svo kraftmiklar að þrír karlmenn þurftu að halda henni og stund- um varð að tjóðra stúlkuna niður. Eftir nánast stanslausar særingar í tvö ár lést Anneliese. Fjölskylda hennar tók upp þessar athafnir og á þeim má stundum heyra „djöful- legar“ samræður. Þrátt fyrir að prestunum tveimur hefði tekist að slá á einkennin voru þeir sóttir til saka í Klingenberg-réttarhöldun- um sem vöktu mikla athygli. Þar voru þeir dæmdir fyrir vanrækslu en dánardómstjóri úrskurðaði að Anneliese hefði látist af völdum vannæringar. Bannað að hafa samband við andaheiminn Að sögn Bjarna Randvers Sigur- vinssonar, stundakennara við guðfræðideild Háskóla Íslands, er meðal kristinna manna sem persónugera ill öfl talað um að reka út illa anda. Innan kaþólsku kirkjunar sé hugtakið særing meira notað en þá þurfi sjúkling- ur að uppfylla mörg skilyrði til að geta talist andsetinn. „Kaþólska kirkjan er ekki andsnúin geðlækn- ingum enda telur hún að leita eigi allra leiða til að lækna þann sjúka með öllum tiltækum ráðum áður en farið er út í særingar,“ útskýrir Bjarni. Hann segir þær byggjast á klassískri hugmynd um að til séu ill öfl sem séu persónuleg. „Flest- ar kenningar halda því fram að hér séu á ferðinni fyrrverandi englar Guðs sem hafi fallið og snúið baki við honum. Þó má finna kenningar þess efnis að þetta sé látið fólk eða vanþroska sálir sem eru án Guðs,“ útskýrir hann. Að sögn Bjarna kom mann- fræðingurinn Charles H. Kraft með áhugaverðar áherslur í bók- inni Defeating The Dark Angels. Hann kýs þar að líkja illum öndum við rottur sem lifi á ruslahaugum. „Hann taldi andana ekki vera vandamálið heldur ruslahaugana og til að losna við illu andana ætti fyrst að losa manneskjuna við ruslið,“ útskýrir Bjarni en höf- undurinn vildi meina að særingar eða brottrekstur illra anda ættu að vera í formi sálgæslu. Dæmi um andsetningar hafa átt sér stað í íslensku trúarlífi og í bók- inni „Íslenskir kristniboðar segja frá“ er meðal annars að finna frá- sögn séra Helga Hróbjartssonar frá Eþíópíu en þar rak hann út illan anda sem hægt var að tala við á norsku eða íslensku. „Ég veit um dæmi þess innan nokkurra trúfélaga að illir andar hafa verið reknir út úr fólki,“ bætir Bjarni við. Manneskja sem er heil í sinni trú getur samkvæmt kristinni hefð sagt illum anda að þegja og rekið hann út í Jesú nafni. „Það sem skiptir mestu máli í þessum efnum er að fylgja leiðsögn Guðs en hefð- bundin sjónarmið flestra kristinna vakningahreyfinga gera ráð fyrir því að illi andinn geti snúið aftur ef einstaklingurinn bætir ekki ráð sitt,“ segir Bjarni og bætir enn fremur við að rætur alls þessa sé að finna í varnaðarorðum Biblí- unnar gegn því að hafa samband við andaheiminn en ekki Guð sjálf- an. „Andsetningin í skáldsögunni The Exorcist eða Haldin illum anda er skýrð sem afleiðing anda- glass. Hreyfingar eins og spírit- ismi hafa af sömu ástæðum verið litnar hornauga meðal vakninga- hreyfinga innan Þjóðkirkjunnar vegna þess að þar er verið að leita frétta af hinum framliðnu.“ freyrgigja@frettabladid.is Rottur á ruslahaugum? THE EXORCIST William Friedkin tókst að búa til einstaka mynd um það þegar djöfullinn sest að í líkama lítillar stúlku. Þótt myndin komist ekki í hálfkvisti við þann hrylling sem leyfður er í dag tókst Friedkin engu að síður að gera heila kynslóð hrædda við andsetningar. Oh the things I do for England James Bond þurfti að leggja ýmislegt á sig fyrir krúnuna en þarna var hann um það bil að fara að njóta ásta með Helgu Brandt. Þegar Nicolas Coppola dreymdi um að verða kvikmynda- stjarna varð hann að gera upp við sig hvort það yrði á kostnað frændans, Francis Ford Coppola, eða að hann myndi brjóta sér leið til metorða á eigin forsendum. Nicolas lék þó í sínum fyrstu myndum undir föðurnafninu og kom meðal annars fram undir Coppola-nafninu í Fast Times at Ridgemont High. Það nýttist honum vissulega að frændi var einn af stórlöxunum í Hollywood, en hann hafði í hyggju að koma sér á framfæri upp á eigin spýtur. Hann breytti nafni sínu í Nicolas Cage þegar hann tók að sér hlutverk í Rumble Fish enda var hún leikstýrð af frændan- um fræga. Cage hélt þó áfram að vinna undir leiðsögn Coppola. Hann fór á kostum í Peggy Sue Got Married en þegar Cage lauk samstarfi sínu með frænda sýndi hann svo ekki varð um villst að hann gat vel staðið á eigin fótum. Raising Arizona og Moonstruck sönnuðu ótvíræða hæfileika hans. Eitt af eftirminnilegustu hlutverkum Cage er þó án nokkurs vafa í kvikmynd David Lynch, Wild at Heart. Myndin gerði allt brjálað en Cage fór á kostum sem Elvis-aðdáandinn Sailor Ripley. Leikarinn varð gríðarlega vinsæll en því miður fylgdu nokkrar miðlungsmyndir í kjölfarið. Hann steig þó fram á sjónarsviðið sem heilsteyptur leik- ari þegar hann hreppti óskarinn fyrir Leaving Las Vegas. Síðan hefur Cage getað valið sér hlutverk en hann hefur verið ötull við að taka að sér leik í vönduðum myndum til jafns við ekta Hollywood-framleiðslu á borð við The Rock, Con Air eða Face/Off. Þetta hefur reyndar verið tilhneigingin hjá flestum stórstjörnum Englaborgarinnar en fáum hefur tekist jafn vel upp og Cage. Einkalíf leikarans hefur yfirleitt vakið mikla athygli en hann var um tíma giftur Lisu Marie Presley, dóttur Elvis Presley. Þar sem Cage er mikill Elvis-aðdáandi var haft á orði að Lisa væri bara enn einn safngripurinn sem Cage hefði komið höndum yfir. Braust undan nafni frændans NICOLAS CAGE Einn af allra skemmtilegustu leikurum kvik- myndaborgarinnar og hefur tekist að brúa bilið milli Hollywood-fram- leiðslunnar og „vandaðri“ mynda. FRUMSÝNDAR UM HELGINA Serenity Internet Movie Database 8,6 / 10 Rottentomatoes.com 80% / Fersk Metacritic.com 9,3 / 10 The Exorcism of Emily Rose Internet Movie Database 6,7 / 10 Rottentomatoes.com 43% / Rotin Metacritic.com 7,1 / 10 Lord of War Internet Movie Database 7,4 / 10 Rottentomatoes.com 58% / Rotin Metacritic.com 7,2 / 10 Waiting Internet Movie Database 7,0 / 10 Rottentomatoes.com 32% / Rotin Metacritic.com 4,0 / 10 Ekki missa af... A History of Violence með Viggo Mortensen og Ed Harris að ógleymdum William Hurt. Ótrúlega vægðarlausu ofbeldi blandað saman við fjölskyldu- drama og ást. David Cronenberg sannar að hann getur gert myndir með venju- legum söguþræði þó að andi hans svífi yfir vötnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.