Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 8
8 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR STJÓRNMÁL Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi óháðra á Reykja- víkurlistanum, hefur gengið til liðs við Samfylkinguna og hefur ákveðið að bjóða sig fram í efsta sæti framboðslista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Auk Dags stefna Steinunn Val- dís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein borgarfull- trúi einnig á forystusæti listans. Dagur sagði í fjölmiðlum þegar Reykjavíkurlistinn liðaðist í sund- ur að hann hygðist draga sig í hlé og tilkynnti það í fjölmiðlum. Hann vísar nú til mikillar sókn- ar Sjálfstæðisflokksins og próf- kjörsins í byrjun nóvember. „Í þessu tugmilljóna prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins voru engar hug- myndir nema kannski eyjabyggð, en svo var henni slegið á frest í 50 ár. Það er í þessari stöðu, þegar stefnir í óverðskuldaðan stórsig- ur Sjálfstæðisflokksins, sem ég á erfitt með að sitja þegjandi hjá með hendur í skauti og hef þess- vegna ákveðið að ganga til liðs við Samfylkinguna og leita eftir forystu í prófkjöri.“ Dagur segir að ekki blasi við nú að R-lista flokkarnir vinni saman. Verkefnið sé að vinna að öflugu framboði Samfylking- arinnar, sem hann telur að geti verið 35 til 40 prósenta flokkur í höfuðborginni. „Síðan verðum við að sjá hver úrslitin verða að öðru leyti. Ef meirihutinn heldur verður það eðlilega fyrsta val í stjórnarmynstri.“ Dagur kveðst með framboði sínu ekki lýsa vantrausti á aðra frambjóðendur og kallar sem flesta til liðs við Samfylkingar- listann. Dagur leggur áherslu á fjöl- breytt framboð húsnæðis og tug- milljarða króna uppbyggingu í miðborginni að tónlistar- og ráð- stefnuhúsi meðtöldu. Hann vill leggja vegi í stokka frekar en að byggja mislæg gatnamót. Öskju- hlíðargöng og Sundabraut leggur hann áherslu á. Hann vill útrýma launamun kynjanna hjá borginni á næstu fimm árum og laða atvinnu- greinar í örum vexti til borgar- innar og nefnir í því sambandi ferðaþjónstu, fjármálastarfsemi og þekkingarstarfsemi. Dagur leggur auk þess áherslu á að dyr grunnskólanna verði opn- aðar fyrir íþróttafélögum og tón- listarskólum og leitað verði leiða til að þessi þjónusta nái til allra barna og um leið þurfi foreldrar ekki að verja eftirmiðdeginum í akstur. Þá vill Dagur að áhrif foreldra verði aukin í skólastarfi og í tilraunaskyni verði komið á foreldrastjórnum í fimm grunn- skólum. johannh@frettabladid.is DAGUR B. EGGERTSSON „Það er í þessari stöðu, þegar stefnir í óverðskuldaðan stórsigur Sjálfstæðisflokksins, sem ég á erfitt með að sitja þegjandi hjá með hendur í skauti.“ Dagur stefnir á efsta sætið Dagur B. Eggertsson vill leiða framboðslista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík og býður sig fram gegn Stein- unni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein. SKIPT_um væntingar F í t o n / S Í A Sævarhöf›a 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opi›: Mánudaga – föstudaga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00 Micra Ver› 1.360.000,- Nagladekk, 6 diska geislaspilari, lyklalaus, sjálfvirkar rú›uflurrkur. MICRA NISSAN SÆTUST! beinskiptur Micra Ver› 1.490.000,- sjálfskiptur SVEITARSTJÓRNARMÁL Met hefur verið slegið í útgáfu byggingarleyfa í Hveragerðisbæ á þessu ári. Á árinu hafa alls verið veitt byggingarleyfi fyrir 102 íbúðum, 34 íbúðum í einbýli, 45 íbúðum í rað- eða parhúsum og 23 íbúðum í fjölbýli. Á vef bæjarfélagsins kemur fram að í sögu þess hafi aldrei verið veitt byggingarleyfi fyrir jafn mörgum nýbyggingum og á árinu. Stærð samþykkts íbúðar- húsnæðis nemur 16.400 fermetr- um og 59.500 rúmmetrum. Þá var veitt leyfi fyrir samtals 670 fermetrum af athafnahúsnæði og byggingarleyfi veitt fyrir tveimur nýjum hesthúsum, sam- tals 600 fermetrum. Fram kemur að aukinn áhugi sé fyrir lóðum af því tagi í bæjarfélaginu. - óká Hveragerðisbær: Aldrei fleiri byggingaleyfi VEISTU SVARIÐ 1 Hversu mörgum prósentum meiri er talið að jólaverslunin verði í ár? 2 Hverjir þrír hlutu titilinn fólk ársins 2005 hjá tímaritinu Time? 3 Hvaða bók Steinunnar Sigurðardóttur er á leið á erlendan markað? SVÖRIN ERU AÐ BLAÐSÍÐU 62 ANKARA, AP Dómsmálaráðherra Tyrklands, Cemil Cicek, gagnrýndi Evrópusambandið í gær fyrir að þrýsta á um að dómsmál gegn rithöfundinum Orhan Pamuk verði látið niður falla. Hann gaf þó til kynna að svo gæti farið. Pamuk er ákærður fyrir að móðga land sitt og þjóð með ummælum í svissnesku dagblaði og kom mál hans fyrir dóm á föstudag. Dómurinn kvaðst hins vegar þurfa á staðfestingu dómsmálaráðuneytisins að halda áður en lengra væri haldið, og afgreiðslu málsins var því frestað. Málið hefur reynst eins konar prófsteinn samskipta Tyrklands og Evrópusambandsins, sem krefst þess að Tyrkir geri sitt til verndar tjáningarfrelsinu. Hins vegar hafa stjórnvöld einnig þurft að glíma við þjóðernissinna, sem ummæli Pamuk reittu til reiði. Ummælin tóku til tveggja viðkvæmustu atburða í sögu Tyrkja síðastliðna öld, fjöldamorðs Tyrkja á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni og átök nýlega við kúrdíska aðskilnaðarsinna. ■ Dómsmálaráðherra Tyrklands um málaferlin yfir rithöfundinum Orhan Pamuk: Evrópusambandið gagnrýnt RITHÖFUNDURINN ORHAN PAMUK Málaferli vegna ummæla hans um voru rædd á fundi ríkisstjórnar Tyrklands í gær. VEÐURSPÁ „Það var bara að færast mikil spenna í málið rétt í þessu,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veð- urfræðingur NFS, um jólaveðrið. „Það er tvísýnt með rauð jól hér í borginni. Nýjustu spár benda til þess það snjói hér í Reykjavík á Þorláks- m e s s u en óvíst er hvort hlýnandi veður á aðfanga- dag nái að bræða sjóinn af sér eða hvort bærinn hangi hvít- ur fram yfir sex. Þetta verður þó enginn jólasnjór sem fellur hægt og þekur.“ Sigurður segir að Vestfirðir séu nokkuð öruggir um snjó en fólk á suðvesturhorn- inu verði að bíða og vona. „Hiti á aðfangadag verður þrjú til fjögur stig í borginni og um og yfir frost- mark á landinu öllu.“ Veðrið verði milt, vætulítið og lítill vindur. „Í raun óttalega kraftlaust veður. Hugsanlega nokkuð bjart yfir.“ Þegar líður á jólin gæti kólnað og úrkoma aukist. „Það getur ýmislegt gerst í framhaldinu. Á annan í jólum ætti að hafa kólnað aðeins með aukinni úrkomu. Það verður slyddukennt, en gæti þó fært borgina í smá jólabúning. Annars gætu hvít jól hæglega farið að verða alger spariviðburður sem hendir bara á 10 ára fresti ef við höldum áfram að fara svona með plánetuna okkar,“ segir Sigurður að lokum. „En það er nú kannski meira heimspeki en spá.“ - dac Spenna færist í jólaveðurspána: Tvísýnt með hvít jól SIGURÐUR Þ. RAGNARSSON Veðurfréttamaður NFS segir möguleika á hvítum jólum STJÓRNMÁL Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarn- ar, segist ekki skilja orð Dags B. Eggertssonar um að það stefni í óverðskuldaðan sigur Sjálfstæðis- flokksins í borginni í vor eins og staðan sé nú. „Ég held að stefni fyrst og fremst í átök innan Samfylking- arinnar. Ef Sjálfstæðisflokkur- inn vinnur borgina í vor verður það verðskuldað. Svo virðist sem hann treysti hvorki núverandi borgarstjóra né Stefáni Jóni Hafstein og hann sé maðurinn til að vinna verkin fyrir Samfylk- inguna. - jh Oddviti sjálfstæðismanna: Átök innan Samfylkingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.