Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 40
20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR8
Opið frá 10-20
Kringlunni • Sími 533-2290
Make it better.
100% vatnshelt á alla fjölskylduna
Frábær jólagjöf
Rithöfundarnir Ingólfur Björg-
vinsson og Embla Ýr Bárudótt-
ir kynntust skrýtnum jólasið í
Barcelona.
Ingólfur Björgvinsson og Embla
Ýr Bárudóttir búa í Barcelona og
hafa kynnst þar ýmsum jólasið-
um.
„Katalóníubúar hafa í raun
þrjár gjafahátíðir yfir jólin,“
segir Ingólfur. „Fyrst kemur jóla-
sveinninn eins og um allan heim
24. eða 25. desember en stærsta
gjafahátíðin er 6. janúar þegar
vitringarnir koma með gjafir
eins og þeir gerðu handa jesú-
barninu.“
„En það er kannski helst þessi
áhugi Katalóna á hægðum sem
kemur mest á óvart í jólasiðum
íbúa í Barcelona,“ segir Embla.
„Þar má þá fyrst telja kúkalurkinn,
„caga tio“ eða bara „el tio“, sem
kúkar jólagjöfum.“ Blaðamaður
hváir og Ingólfur útskýrir betur:
„Þetta er svona trjádrumbur og
undir hann eru settar lappir eins
og framfætur. Svo er andlit málað
í sárið á drumbnum og húfa sett
á en aftari hlutinn er hulinn með
teppi og þar er jólagjöfunum
stungið inn.“ Embla tekur við:
„Börnin berja svo lurkinn með
priki og syngja söng þar sem þau
hvetja lurkinn til að láta frá sér
gjafir handa þeim. Og svo koma
gjafirnar undan teppinu.“ Þau
hafa aldrei fengið sig
til að spyrja beinlín-
is hvaða merkingu
þessi lurkur hefur.
„En þegar ég rakst
á annan sið sem
tengist hægðum þá
varð ég að spyrja,“
segir Ingólfur. „Kat-
alónar leggja mikla
áherslu á að gera fal-
legar jólauppstillingar af
fæðingu jesúbarnsins í
jötunni. Þar eru Jósef
og María og jesú-
barnið, vitringarnir,
fjárhirðarnir og hin
og þessi dýr. Og þar
innan um leynist alltaf
lítill drengur eða kall
sem situr á hækjum sér
og er að kúka. Hann er oft
mjög vandaður og vel gerð-
ur, skorinn í tré eða
steyptur úr leir og það
fer ekkert á milli
mála hvað hann er
að gera því kúkur-
inn sést koma út úr
rassinum á honum. H a n n
er kallaður Caganer. Stundum
er andlit þekktra manna, t.d. fót-
boltamanna sett á hann. Þessum
„kúkalabba“ er svo stungið inn í
helgisenuna og hann falinn þar.“
Embla bætir við: „Og svo er mesta
fjörið að finna hann.“ Ingólfur
fékk hins vegar skýringu á þessu
fyrirbæri. „Hún er sú að þetta sé
heiðinn siður, nokkurs
konar frjósemisdýrkun
þar sem bóndinn fer
út á akurinn og skilar
náttúrunni einhverju
af því sem honum
hefur hlotnast á
árinu. Þetta gerðu
menn á vetrarsól-
stöðum og hugs-
anlega er hefðin
runnin þaðan.“
Ingólfur og
Embla ætla að ná
í vitringahátíðina í
Barcelona 6. janúar en
verða hér á landi fram
að því og halda
jól með
fjölskyldu
og vinum
og kynna
t e i k n i -
my ndasög-
una Vetrarvíg. Þetta er þriðja
bókin í teiknimyndaflokknum
Sögur úr Njálu sem hefur notið
mikilla vinsælda hjá ungviðinu
undanfarin ár. Þau ná hins vegar
ekki að hýða jólalurkinn svo hann
kúki einhverju fallegu handa
þeim.
brynhildurb@frettabladid.is
Hér fær forseti Katalönsku
stjórnarinnar þann vafasama
heiður að vera „caganer“ eða
kúkalabbi.
Frjósemislurkurinn og
caganer í Katalóníu
Ingólfur og Embla voru hlessa á hægðagleði Katalóníubúa um jólaleytið.
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI