Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 4
SPÁNN Fleiri íbúðir hafa verið
byggðar í Malaga á suðurströnd
Spánar síðustu þrjú árin en í öllu
Katalóníuhéraði samkvæmt tölum
spænskra yfirvalda.
Eru strandhéruð landsins, og
þá sérstaklega á suðurströndinni,
í miklum uppvexti og ekkert lát
virðist á áhuga innlendra sem
erlendra aðila að byggja og setjast
þar að. Er nú gert ráð fyrir að sex
hundruð þúsund nýjar íbúðir rísi
í Andalúsíu á næstu tíu árum og
mun meirihluti þeirra verða í eigu
útlendinga. ■
Mikill uppvöxtur á Spáni:
Hálf milljón
nýrra íbúða
LADISLAV NIZNANSKY Kveðst syrgja dauða
þeirra sem létust í fjöldamorðum nasista í
Slóvakíu, sem hann beri ekki ábyrgð á.
MÜNCHEN, AP Fyrrverandi liðsfor-
ingi nasista, hinn tæplega níræði
Ladislav Niznansky, var í gær
sýknaður af ákæru um þátttöku í
þremur fjöldamorðum í Slóvakíu í
lok seinni heimsstyrjaldarinnar.
Saksóknari hafði krafist
hámarksrefsingar yfir Niznansky,
eða lífstíðarfangelsis. Verjendur
hans sögðu hann saklausan.
Niznansky kveðst hafa verið
neyddur til þess að ganga erinda
nasista við að berja niður uppreisn
Slóvaka gegn ríkisstjórn landsins,
sem þá fylgdi þýsku nasistastjórn-
inni að málum. ■
Fyrrum liðsforingi nasista:
Sýknaður af
morðákæru
Barn misnotaði barn Þrettán ára
gamall piltur er grunaður um að hafa
misnotað sjö ára gamla stúlku á salerni
bókasafns í Brighton í Michigan. Stúlkan
var með móður sinni sem leit af henni
eitt andartak. Lögreglan kom á vettvang
og er nú pilturinn í haldi á sérstakri
stofnun fyrir unga afbrotamenn.
BANDARÍKIN
Tölvunám
í jólapakkann
Gjafabréf á tölvunámskeið
er frábær jólagjöf.
Gjafabréf á námskeið fyrir
eldri borgara 60 ára og eldri.
Byrjendur eða framhald. Verð kr. 19.500
Gjafabréf á námskeið um stafrænar myndavélar
og meðferð stafrænna mynda. Verð kr. 15.000
G J A F A B R É F
Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is
Keyrði á ljósastaur Ungur
ökumaður missti stjórn á bíl sínum í
hálku á Akureyri í gærkvöld og ók á stag
að stórum rafmagnsstaur. Litlu munaði
að hann steyptist niður bratta hlíð við
hlið vegarins. Ljósastaurinn brotnaði
við höggið og féll ásamt raflínunum til
hliðar við bílinn. Ökumaðurinn flúði á
bílnum af vettvangi en var stöðvaður af
lögreglu norður á Tjörnesi.
LÖGREGLUFRÉTTIR
4 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 19.12.2005
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 62,67 62,97
Sterlingspund 110,55 111,09
Evra 75,22 75,64
Dönsk króna 10,087 10,147
Norsk króna 9,392 9,448
Sænsk króna 7,965 8,011
Japanskt jen 0,5386 0,5418
SDR 90,36 90,9
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
105,6238
HEILBRIGÐISMÁL Tæplega 30 þúsund
Íslendingar nýttu sér reglulega
þjónustu sjúkraþjálfara á síðasta
ári samkvæmt tölum Trygginga-
stofnunar.
Hefur þeim fjölgað ört hin síð-
ari ár sem á sjúkraþjálfun þurfa
að halda. Var fjöldinn rúmlega 20
þúsund árið 1998 og hefur fjölgað
um eitt til tvö þúsund manns á ári
hverju síðan þá. Meðalfjöldi koma
á hvern sjúkling hefur ennfrem-
ur aukist úr 16,5 skiptum á ári í
rúmlega 18 skipti. ■
SJÚKRAÞJÁLFUN Tæplega 30 þúsund
manns nýttu sér þjónustu sjúkraþjálfara á
síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Æ fleiri fara til sjúkraþjálfara:
Tæplega 30
þúsund á ári
BANDARÍKIN George W. Bush, for-
seti Bandaríkjanna, sagði á blaða-
mannafundi í gær að það væri
skylda sín að vernda þjóð sína
fyrir árásum hryðjuverkamanna
og í því skyni væru fjarskiptahler-
anir nauðsynlegar, jafnvel þótt
þær væru án dómsúrskurðar.
Uppljóstranir dagblaðsins New
York Times í síðustu viku hafa
vakið athygli en þar var greint frá
því að í kjölfar árásanna 11. sept-
ember 2001 hefði Bush heimilað
Þjóðaröryggisstofnuninni NSA
að hlera síma og lesa tölvupóst
fólks í Bandaríkjunum sem grun-
að er um að eiga í samskiptum
við erlenda hryðjuverkamenn, án
umfjöllunar dómstóla.
Á blaðamannafundi í Hvíta
húsinu í gær sagði forsetinn hins
vegar að hann hefði leyft hleran-
irnar vegna þess að oft væri tím-
inn of naumur til að fá úrskurð.
„Þetta eru nýir tímar, nýtt stríð.
Fólk skiptir um símanúmer á
augabragði.“ Hann bætti því við
að aðgerðunum yrði haldið áfram
„svo lengi sem þjóðin byggi við
ógnanir óvinar sem vilji myrða
bandaríska þegna“.
Á sunnudag hvatti Harry Reid,
leiðtogi demókrata í öldungadeild
þingsins, til að óháð rannsókn færi
fram á hlerununum. Í gærmorgun
sagði Alberto Gonzales dóms-
málaráðherra hins vegar að þegar
Bandaríkjaþing veitti forsetanum
heimild til að beita hernum eftir
að árásirnar 11. september hefði
leyfi til símahlerana falist í henni.
Bush tók svo í sama streng í ræðu
sinni síðar um daginn. Russell
Feingold, öldungadeildaþingmað-
ur demókrata, vísaði hins vegar
þessum skilningi algerlega á bug í
samtali við dagblaðið Washington
Post í gær.
Bush skaut föstum skotum á þá
demókrata sem staðið hafa gegn
því að atkvæðagreiðsla færi fram
um endurnýjun löggjafar um
aðgerðir gegn hryðjuverkamönn-
um sem sett voru haustið 2001.
„Ég skora á öldungadeildarþing-
menn sem eru frá New York, Los
Angeles og Las Vegas að skýra út
fyrir sínum umbjóðendum hvers
vegna þessar borgir eru örugg-
ari en aðrar,“ og átti hann þar við
Hillary Clinton, sem er frá New
York og Harry Reid, frá Nevada.
Í ræðu sinni viðurkenndi for-
setinn einnig að gallaðar leyni-
þjónustuupplýsingar um gereyð-
ingarvopnaeign Íraka kynnu að
reynast Bandaríkjamönnum fjöt-
ur um fót ef taka ætti Írana föst-
um tökum, erfitt yrði að sannfæra
fólk um að upplýsingar um Íran
væru réttar.
sveinng@frettabladid.is
Bush segir að þingið
hafi leyft hleranirnar
George W. Bush Bandaríkjaforseti vísaði gagnrýni vegna fjarskiptahlerana án
dómsúrskurðar á bug í gær og sagði þær nauðsynlegar til að vernda landsmenn
fyrir hryðjuverkum. Hann skaut meðal annars skotum að Hillary Clinton.
ÚR VÖRN Í SÓKN Bush gagnrýndi öldungadeildarþingmenn demókrata fyrir að standa gegn
endurnýjun föðulandslaganna svonefndu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BÓLIVÍA Forsetaframbjóðandinn
Evo Morales virtist í gærkvöld
hafa tryggt sér meirihluta
atkvæða í forsetakosningun-
um í Bólivíu. Helsti keppinaut-
ur hans, Jorge Quiroga, hefur
þegar játað ósigur sinn.
Morales er fyrsti indjáninn
sem kosinn er forseti í landinu
en yfir helmingur þeirra sem
þar búa eru af indjánaættum.
Þeir hafa löngum átt undir högg
að sækja vegna fordóma í sinn
garð en Morales hefur heitið því
að svo verði ekki í þeirri fram-
tíð sem hann hyggst búa lands-
mönnum.
Morales er sagður afar
vinstrisinnaður en hann hefur
heitið því að færa verðmæti
landsins aftur til fólksins. Talið
er hann eigi þar við miklar gas-
lindir í landinu sem eru flestar í
eigu erlendra stórfyrirtækja.
Hann hefur auk þess sagst
ætla að lögleiða kókaræktun í
landi sínu en það er uppistöðu-
efnið til framleiðslu kókaíns.
Þær yfirlýsingar hans hafa
ekki fallið í kramið hjá Banda-
ríkjamönnum en bandamönnum
þeirra í S-Ameríku fer hægt og
sígandi fækkandi.
Staðfest úrslit úr forseta-
kosningunum liggja svo fyrir í
dag. - aöe
Forsetaframbjóðandinn Evo Morales lofar að reisa Bólivíu úr öskustónni:
Morales er öruggur um sigur
NÝR LEIÐTOGI BÓLIVÍU Evo Morales
hefur heitið róttækum breytingum og
meðal annars lofað að koma eignarhaldi
á miklum gaslindum í landinu í hendur
fólksins á ný en erlend stórfyrirtæki eiga
megnið af gaslindunum í landinu.
DÓMSMÁL Afganskur maður um
þrítugt verður í gæsluvarðhaldi
þar til á morgun samkvæmt dómi
Hæstaréttar fyrir helgi.
Maðurinn var handtekinn 13.
desember eftir að við tollskoðun
á sendingu til hans kom í ljós
falsað vegabréf sem komið hafði
verið fyrir í útskorinni bók. Í
vegabréfinu, sem er breskt, var
mynd af manninum. Þá kom í ljós
að maðurinn hafði í fórum sínum
afganskt vegabréf á öðru nafni en
hann hefur gefið upp.
Maðurinn sagðist vera á
leið til Kanada og hafa greitt
ótilgreindum aðila á aðra milljón
fyrir ferðina og vegabréfin. - óká
Afgani í gæsluvarðhaldi:
Vegabréf falið í
útskorinni bók