Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 69
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR34 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir. is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Mikil skelfing hefur gripið um sig á leikskólanum Geithagan- um í Huskvarna í Svíþjóð. Þar er nú verið að segja sögur af sveinunum þeim sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Sögumaður er lítill sveinn sem er bæði lagviss og næmur, seg- ist heita Stúfur og á jólasveina- búning. Með ógnandi látbragði og tilheyrandi dansi kyrjar hann yfir vinum sínum Ajoup, Daniel, Moussa, Wilmu og Tilde: „Þið kannist við jólaköttinn...“ og það er ekki nema von að þau verði hrædd. Eins og alþjóð veit leggst jólakötturinn á fátæka fólkið sem fær enga nýja spjör og er heldur ekki frýnilegur með kampana beitta sem brodda „og upp úr bakinu kryppa há“, að sögn Jóhannesar úr Kötlum. Ekki minnkar skelfingin þegar upplýst er að foreldrar jólasveinanna séu þau Leppalúði og Grýla, sem stingur óþekkum börnum í poka til þess að hafa í matinn þegar hentar. Og Einar Steinn, en svo heitir sögumað- ur, á það líka til að halda fyr- irlestra um það á leikskólanum að séu börnin ekki auðsveip og hlýðin foreldrum sínum á jóla- föstunni muni jólasveinarnir setja kartöflu í skóinn. Börn í Svíþjóð fá ekki í skó, hafa aldrei heyrt um þennan nýtilkomna sið á Íslandi, og eiga því bágt með að skilja þessa íslensku uppeldisfræði. Fóstrurnar í Geitahaganum hafa aldrei heyrt annað eins. Hverskonar menning er eig- inlega þarna á Íslandi? Hvað á það að þýða að hræða líftóruna úr börnunum svona rétt fyrir jólin? Er þetta ekki bara barn- fjandsamlegt? Einu sinni var sagt um Svía að þeir væru leiðinlegir í veislum en góðir við börn. Og svo mikið er víst að rétthugs- andi menn þar í landi tóku sig á tímabili til og fóru að endur- skrifa ævintýrin þannig að úr þeim varð öll ógn og skelfing. Og auðvitað var fullt tillit tekið til allra hópa eins og hjá James Finn Garner í Mjallhvíti og lóð- rétt skertu sjömenningunum. Kátt er á jólunum! Þetta datt mér í hug þegar ég las grein Sverris Jakobssonar, dálkahöfunds í Fréttablaðinu 17. desember, þar sem hann held- ur að lesendum þeirri alfræði- bókavisku að kristnir menn hafi stolið jólunum. Ég viður- kenni fúslega að þegar jólasið- ir eru annars vegar þá er ég býsna þjófóttur. Jólafastan og jólin hjá mér eru hræringur úr íslenskum og sænskum siðum, kaþólskum og lútherskum og til skrauts eru fornir frjósemis- og sólrisusiðir. Sumt af þessu tek ég alvarlega en af öðru hef ég gaman. Ég tel ekki að neinn hafi skaðast af þessum þjófnaði. Þvert á móti gerir hann bæði mitt líf og annarra skapandi og skemmtilegt. Jólunum hefur ekki verið stolið frá neinum. Kristnir menn hafa ákveðið að halda þau hátíðleg út af sögulegum atburði sem bar til á jólanótt. Það er okkar trú og kemur ekki í veg fyrir að aðrir gleðjist út af til að mynda sólarganginum. Ég er ekki hrifinn af einmenningu eins og þeir skoðanabræðurnir Bush og Sverrir. Bandaríkjafor- seti er hættur að bjóða gleðileg jól af tillitssemi við Gyðinga, og býður nú gleðilegar hátíðir. Mér finnst það óþarfa pennaleti. Af hverju er ekki hægt að bæta við kveðju sem hæfir Gyðingum um þetta leyti árs? Lifi fjölbreytnin! Um 5 prósent Íslendinga eru af erlendu bergi brotnir og þeim fer hratt fjölgandi. Það væri skemmtilegt ef fjölmiðlar gerðu sér far um að kynna siði þess- ara landa okkar. Hvaða kveðjur hæfa t.d. þegar við umgöng- umst Íslendinga sem eiga rætur í víetnamskri eða thailenskri menningu á þeirra hátíðisdög- um? Við höfum tekið matar- menningu þeirra fagnandi sem viðbót í okkar matarflóru, en erum við ekki býsna áhugalaus um þeirra siði að öðru leyti? Stendur ekki eitthvað í alfræði- bókunum um þá? Aum er sú fjölmenning sem byggir á því að draga frá, leggja niður og hætta við en ekki á því að bæta við, blanda saman og byggja ofaná. Hún verðskuldar að kallast einmenning og það má undarlegt heita að þeir sem telja sig vera mesta vini fjöl- menningar skuli hamast gegn fjölbreytninni. Að þessu skrifuðu óska ég lesendum gleðilegra jóla, árs og friðar! Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar. Jólaskelfir í Geithaganum UMRÆÐAN FJÖLMENNINGAR- SAMFÉLAGIÐ EINAR KARL HARALDSSON Kristnir menn hafa ákveðið að halda þau hátíðleg út af sögulegum atburði sem bar til á jólanótt. Það er okkar trú og kemur ekki í veg fyrir að aðrir gleðjist út af til að mynda sólarganginum. Ég er ekki hrifinn af einmenningu eins og þeir skoðanabræðurnir Bush og Sverrir. Ríkidæmi Íslendinga hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum. Það þurfti sérstakan skatt og tut- tugu ár til að koma upp þjóðarbók- hlöðu fyrir um tuttugu til fjörutíu árum. Í dag er næsta sjálfsagður hlutur að byggja Tónlistarhús, Óperuhús, hátæknisjúkrahús, Flugstöð og bara nefndu það. Til skoðunar hefur verið að grafa göng milli lands og Vest- mannaeyja. Kostnaður við slíka framkvæmd er sagður gríðarleg- ur og berglögin, sem þarf að fara gegnum, óhagstæð; sprungin og laus í sér á köflum. Í þessari grein er kynntur annar valkost- ur, bygging Landeyjar við suð- urströndina tengdri fastlandinu með brú. Suðurlandsundirlendið er stærsta byggilega, samfellda láglendi Íslands og jafnframt stærsta landbúnaðarsvæði lands- ins. Ekki vantar byggingarland, nægt land er fyrir borgarbyggð, íbúðahús, atvinnu- og þjónustu- húsnæði að ótöldu rými fyrir flugvöll og jafnvel álver. Vöruhöfn tryggði flutninga beint inn á svæðið, eitthundrað sjómílna styttri sigling er frá Evrópu heldur en til Reykjavíkur. Frá Vestmannaeyjum til Land- eyjar yrðu allt eftir staðsetningu fimmtán til tuttugu sjómílur. Sigling með hraðskreiðri ferju á milli tæki um eina klukkustund. Frá Suðurkjálka austur á Höfn í Hornafirði hefur Vestmanna- eyjahöfn verið eina lífhöfnin. Í Landey yrði önnur lífhöfn og hver veit þegar nýir tímar renna upp að nýjar eyjar með lífhöfn verði byggðar austar t.d. við Vík og jafnvel Ingólfshöfða. Að gera höfn beint inn í suður- ströndina getur reynst erfiðleik- um bundið vegna þess að stöðugur efnisflutningur náttúruaflanna fer meðfram ströndinni, bæði möl og sandur. Ef byggð væri höfn beint inn í ströndina þyrfti stöðugt að vinna við dýpkun inn- siglingarinnar. En höfn í Landey mundi á óverulegan hátt hindra efnisflutninginn utan og innan eyjarinnar. Hugmyndin að slíkri lausn er ekki mín, en vonandi vekur þessi grein umræðu og athugun. Höfundur er verkfræðingur. Byggjum brú til Landeyjar UMRÆÐAN SAMGÖNGUR TIL VESTMANNAEYJA HALLGRÍMUR AXELSSON Vöruhöfn tryggði flutninga beint inn á svæðið, eitthund- rað sjómílna styttri sigling er frá Evrópu heldur en til Reykjavíkur. Frá Vestmanna- eyjum til Landeyjar yrðu allt eftir staðsetningu fimmtán til tuttugu sjómílur. Sigling með hraðskreiðri ferju á milli tæki um eina klukkustund. Undanfarna mánuði hefur ríkt vandræðaástand í leikskólum Reykjavíkurborgar vegna mann- eklu. Það hefur ekki tekist að fá nægilega marga starfsmenn í leikskólana vegna lágra launa þar. Lág laun í ýmsum umönnun- arstörfum, t.d. á hjúkrunarheim- ilum aldraðra, eru til skammar. Allir virðast sammála um að hækka þurfi laun fólks í þessum störfum. Rekstur leikskóla og hjúkrunarheimila er svo mikil- vægur að menn geta ekki hugs- að þá hugsun til enda hvernig ástandið væri ef rekstur þessara stofnana stöðvaðist. Borgarstjórinn í Reykjavík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sýndi mikla röggsemi er hún beitti sér fyrir myndarlegri hækkun á launum aðstoðarfólks á leikskólum nú fyrir skömmu þegar gera þurfti nýja samninga við þetta fólk og aðra, er vinna samkvæmt samningum Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar. Steinunn Valdís sýndi mikinn dugnað og kjark, er hún gerði þessa samninga. Ef til vill afstýrði hún stöðvun leikskól- anna með þessum nýju samning- um. Hún á þakkir skilið fyrir. Það hefði mátt ætla, að almenn ánægja mundi ríkja eftir gerð þessara samninga. En það er nú öðru nær. Það hefur verið ráð- ist harkalega á Steinunni Valdísi borgarstjóra vegna samning- anna. Málsmetandi stjórnmála- menn og bæjarstjórar hafa verið þar fremstir í flokki. Og hver er ástæðan? „Jú, samningarnir geta valdið verðbólgu og komið af stað launaskriði.“ Ja, heyr á end- emi. Eiga nú nokkrir ófaglærðir starfsmenn á lægstu launum í leikskólum borgarinnar að geta ógnað stöðugleikanum. Ríkið hefur gert fjölmarga samninga á undanförnum miss- erum, sem hafa verið mun varasamari að þessu leyti til en umræddir samningar Reykjavík- urborgar. Og hinn nýi útvarps- stjóri Ríkisútvarpsins hefur nýlega ráðið fjölmarga nýja starfsmenn frá Stöð 2 á ofur- launum. Það þarf að upplýsa um þau laun. Í einkageiranum tíðk- ast miklar yfirborganir og ofur- laun. Forstjórar fyrirtækjanna skammta sér milljónir í laun á mánuði. Bankastjórar og banka- ráðsformenn eru á ofurlaunum og taka sér sumir hverjir hundr- uð milljóna samkvæmt kauprétt- arsamningum. En laun aðstoðar- manna á leikskólum voru rúmar eitt hundrað þúsund kr. á mán- uði. Lægstu byrjunarlaun voru 114 þúsund kr. Þau hækka við nýju samningana í 130 þús kr. á mánuði. Þessi hækkun ógnar engum stöðugleika. Hækkun lægstu launa á ekki að vera öðrum, sem hafa góð laun, tilefni til þess að krefjast kauphækkunar. Menn verða um hríð að sætta sig við að launabil- ið minnki. Hækkun lægstu launa hjá Reykjavíkurborg á ekki að valda verðbólgu eða launaskriði. Höfundur er viðskiptafræðingur. Gott framtak borgarstjóra UMRÆÐAHÆKKUN LÆGSTU LAUNA BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON Og hinn nýi útvarpsstjóri ríkis- útvarpsins hefur nýlega ráðið fjölmarga nýja starfsmenn frá Stöð 2 á ofurlaunum. Það þarf að upplýsa um þau laun. Með grein Kristins Snælands um jafn- réttismál, sem birtist í gær, var mynd af Árna Magnússyni félagsmálaráðherra og Fanný Gunnarsdóttur hjá Jafnréttisráði. Tekið skal fram að efni greinarinnar tengist Fanný ekki. ÁRÉTTING AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Mest lesna vi›skiptabla›i› FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA G al lu p k ö n n u n f yr ir 3 6 5 p re n tm i› la m aí 2 0 0 5 . Skýtur skökku við Unnur Birna sannfærði kvenréttinda- konur á Íslandi og heillaði þær upp úr skónum. Kvenréttindafélag Íslands sendi henni bréf í Fréttablaðinu í dag þar sem henni er óskað til hamingju og gefin gjöf, bók um kvenréttindabaráttu á Íslandi. En í bréfinu er einnig tekið fram að félagið „sé ekki hlynnt fegurðarsamkeppnum“. Það hlýtur að skjóta skökku við ef félagið er á annað borð að hafa uppi jákvæða umræðu um keppni af slíku tagi. Sverrir Ingi Gunnarsson á djoflaeyjan. com Þetta eru asnar, Ásgeir. Allir eru að reyna að brjótast úr glæstri meðalmennskunni enda eins og fávit- ar. Fara í uppreisn gegn velferðinni og þægindunum með því að fara á bætur og ganga í Vinstri-græna. Þessir menn nota eiturlyf og ferðalög á kostnað for- eldra sinna til þess að finna sjálfan sig og halda úti góðri bloggsíðu. Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason á deiglan.com AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.