Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 6
6 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLA Tvítugur maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til 22. desember grunaður um kynferðisbrot gegn fimm ungl- ingsstúlkum á aldrinum fjórtán til fimmtán ára. Fyrsta mál mannsins kom inn á borð lögreglu í nóvember þegar hann var kærður fyrir að nauðga tveimur 15 ára gömlum stúlkum. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, bárust í síðustu viku tvær kærur til viðbótar og var maðurinn þá handtekinn á ný á grundvelli rannsóknarhagsmuna úrskurðað- ur í gæsluvarðhald. Eru brot mannsins talin hafa verið framin á tímabilinu 29. sept- ember til 12. desember síðastlið- inn. Talið er að þrír vinir ákærða hafi verið á vettvangi í einhverj- um tilvikanna og á lögregla enn eftir að hafa upp á þeim til yfir- heyrslu. - óká/æþe Úrskurðaður í gæsluvarðhald: Grunaður um kynferðisbrot STJÓRNMÁL Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykja- vík, samþykkti í gær fram- boðslista flokksins fyrir borg- arstjórnarkosninarnar í vor. Fyrstu þrettán sætin eru óbreytt frá niðurstöðu prófkjörsins sem haldið var í byrjun nóvember, en kjör í níu efstu sætin var bind- andi. „Þetta er sigurstranglegur og samhentur hópur. Þetta er reyndar í fyrsta sinn sem algert jafnræði er milli kynja á listan- um. Í 16 efstu sætunum eru átta konur og átta karlar og einnig er kynjahlutfallið jafnt í öllum 30 sætunum. Í efstu átta sætunum eru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hanna Birna Kristjánsdótt- ir, Gísli Marteinn Baldursson, Kjartan Magnússon, Júlíus Víf- ill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Jórunn Ósk Frí- mannsdóttir og Sif Sigfúsdóttir. - jh Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík samþykkja framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningar í vor: Jafnmargar konur og karlar á lista VALHÖLL Framboðslisti Sjálfstæðismanna fyrir borgarstjórnarkosningar. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðir listann. Hanna Birna Kristjánsdóttir í öðru sæti. Gísli Marteinn Baldursson skipar þriðja sætið á listanum. Fyrstu þrettán sætin eru óbreytt frá próf- kjörinu fyrr í haust. STJÓRNMÁL „Skattbyrði hefur þyngst hjá öllum síðustu tvö árin nema hjá þeim tekjuhæstu,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar. Vitnar hún þar til svars fjár- málaráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur sem barst fyrr í þessum mán- uði. Þar kemur meðal annars fram að skattbyrði þeirra tekju- lægstu hafi aukist um nær þrjú prósentustig. Þar kemur einnig fram að skattbyrði allra tekju- hópa hafi aukist nema tveggja hæstu tekjuhópanna. Þessir tveir tekjuhópar mynda saman þau 20 prósent sem mestar tekjur hafa í þjóðfélaginu. Í svarinu kemur fram að miðað við verðlag ársins 2004 hafi vaxtabætur rýrnað um 489 milljónir frá því 2002 og til ársins 2004. Á sama tíma hafa barnabætur rýrnað um 237 millj- ónir króna. „Þetta er eitthvað sem kemur barnafólkinu og þeim sem eru með mikla vaxtabyrði vegna hús- næðiskostnaðar, sem er gjarn- an sama fólkið, mjög illa,“ segir Ingibjörg Sólrún. Ingibjörg Sólrún segir að það hafi verið fyrirséð að skattbyrði myndi þyngjast í lægstu tekju- hópunum þegar ríkisstjórnin ákvað að lækka tekjuskattshlut- fallið en láta persónuafsláttinn ekki fylgja verðlagsþróuninni. „Þetta sýnir það bara að sú þróun heldur áfram og bilið milli þeirra sem hafa mestar tekjur og þeirra sem hafa lægstar tekjur er að aukast. Þetta hefur verið að gerast ár frá ári í tíð þessar- ar ríkisstjórnar. Einn þátturinn í þessu er sá að fjármagnstekjur hafa aukist en þær eru skattlagð- ar allt öðruvísi en aðrar tekjur,“ segir Ingibjörg Sólrún. „Þetta er ofur skiljanlegt miðað við það hvernig skattakerfið er uppbyggt,“ segir Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Þeir sem eru með hærri laun borga hlutfallslega hærri skatta og þegar tekjurnar hækka svona gríðarlega mikið eins og þau hafa gert síðustu tíu árin þá gefur það augaleið að almenningur borgar hærri skatta því fólk hefur hærri tekjur. Þannig að þetta er mjög ánægjulegur vandi. Hvað varðar skattlagningu á fjármagnstekjur þá eru þær allt annars eðlis og fólk á að vita það. Ef allt er tekið inn í er hún engu lægri en tekju- skatturinn. Hvað barnabætur varðar er það að segja að margar þeirra eru tekjutengdar og þegar tekjurnar hækka eins og þær hafa gert þurfa færri barnabætur,“ segir Pétur. jse@frettabladid.is Skattbyrði fer niður tekjustigann Skattbyrði hefur þyngst í öllum launaþrepum nema hjá þeim hæstu, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Einnig hafa barnabætur og vaxtabætur skerst. Pétur Blöndal segir skattbyrðina skýrast með hærri launum. BARNA- OG VAXTABÆTUR Í MILLJÓNUM KRÓNA Á VERÐLAGI ÁRSINS 2004 2002 2003 2004 Barnabætur 5.272 5.297 5.035 Vaxtabætur 5.663 5.341 5.174 PÉTUR BLÖNDAL Segir að það gefi auga leið að láglaunafólk greiði hærri skatta nú en áður því laun þeirra hafi hækkað. INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Segir skattastefnu ríkisstjórnarinnar hafa komið láglaunuðum og barnafólki illa. SKATTBYRÐI HLUTFALL AF HEILDARTEKJUM EFTIR TEKJUHÓPUM Hjón/sambúðarfólk Einhleypir 2002 2003 2004 2002 2003 2004 1 5,5 6,8 8,4 0,0 0,0 0,0 2 11,1 11,8 13,5 0,0 0,0 0,0 3 15,0 15,4 16,4 2,9 2,3 2,9 4 18,0 18,3 19,3 9,4 9,7 11,2 5 20,1 20,6 21,4 12,9 13,3 14,8 6 22,3 22,3 23,0 15,1 15,1 16,3 7 23,9 24,0 24,7 16,9 17,1 18,2 8 25,4 25,3 25,8 18,7 19,1 21,2 9 27,0 26,9 27,4 21,7 21,5 22,6 10 24,5 23,0 22,8 25,4 23,9 24,6 * Í hópi 1 eru þau 10 prósent sem minnstar tekjur hafa og svo koll af kolli. Hin árlega skötuveisla Hótel Cabin verður haldin í hádeginu 23. desember. Verð aðeins: 1.990,- kr. Borðapantanir í síma 511 6030 Borgartúni 32 Reykjavík www.hotelcabin.is Sími: 511 6030 Skata matreidd á ýmsan hátt, ásamt saltfisk, síld og meðlæti. TILBOÐ! Lyklar að Hótel Örk Allir sem kaupa lykil að Hótel Örk á Hótel Cabin í hádeginu Þorláksmessu fá fría Skötuveislu. skata_2dalkarx15cm page 1 Monday, December 19, 2005 11:04 Composite ÓKU OF HRATT Lögreglan í Keflavík tók tvo ökumenn og kærði fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni aðfaranótt mánu- dags. Báðir voru teknir þar sem hámarks- hraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar ók á 133 kílómetra hraða og hinn á 135 kílómetra hraða. Hámarkshraði miðar við bestu aðstæður, en lögregla segir aðstæður hafa verið langt frá því sökum hálku og éljagangs. LÖGREGLUFRÉTTIR KJÖRKASSINN Mun ríkisstjórnin lækka landbúnaðarstyrki? Já 90% Nei 10% SPURNING DAGSINS Í DAG: Vildir þú sjá Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna? DÓMSMÁL 23 ára maður var í gær dæmdur í 45 daga fangelsi, skil- orðsbundið í þrjú ár, fyrir þjófnað og fjársvik. Um klukkan tíu að morgni mið- vikudagsins 14. september stal maðurinn flíspeysu ásamt korta- veski sem í henni var í Smáralind í Kópavogi. Á sama stað stal hann líka dúnvesti sem í var Panasonic Mp3-spilari og bíllykill. Klukkan tuttugu mínútur fyrir þrjú reyndi maðurinn svo að svíkja út vörur fyrir 1.355 krónur á bensínstöð með greiðslukortinu úr flíspeysunni. Maðurinn viðurkenndi brot sín fyrir dómi en hann hafði áður verið sektaður fyrir þjófnað. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. - óká Maður dæmdur í fangelsi: Stal flíspeysu og dúnvesti LÖGREGLUMÁL Ungum lögreglu- manni hefur verið vikið frá störf- um hjá lögreglunni í Reykjavík eftir að upp komst að hann hafði stolið einni Tetra talstöð embætt- isins og selt áfram til óviðkomandi aðila. Málið er komið í hendur ríkis- saksóknara og er búist við að ákæra verði gefin út á hendur manninum innan tíðar fyrir brot sitt. Er það litið afar alvarlegum augum enda fara öll samskipti lögreglu gegnum stöðvarnar og sá sem hefur slíka stöð undir höndum hefur aðgang að öllum helstu trúnaðarupplýsingum lögreglu í landinu. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, staðfesti að manninum hefði verið vikið frá vegna málsins sem komst upp fyrir nokkrum vikum. Á hann þunga sekt eða jafnvel fangelsis- dóm yfir höfði sér vegna stulds- ins og þá staðreynd að hann seldi stöðina. - aöe Lögreglumaður á yfir höfði sér sekt, jafnvel fangelsisdóm: Seldi talstöð lögreglu TETRAKERFI LÖGREGLUNNAR Í NOTKUN Öll samskipti lögreglu fara fram um Tetrakerfið og getur sá er yfir slíka stöð kemst hlustað á trúnaðarupplýsingar af ýmsu tagi, nöfn og kennitölur fólks og brotaferil. Myndin er úr safni. Átak gegn fíkniefnum Lögreglan í Sao Paulo handtók 22 einstaklinga á útiskemmtun og tók af þeim mikið magn eiturlyfja. Fyrr í vikunni handtók hún 28 manns fyrir sömu sakir og eru handtökurnar hluti af samræmdri aðgerð til að stemma stigu við eiturlyfjanotkun tengdri næturlífi. BRASILÍA Bílvelta á Reykjavíkurvegi Bíll valt eftir harðan árekstur við Reykjavíkurveg rétt rúmlega átta í gærkvöldi. Tveir menn voru í bílnum og voru þeir sendir á slysadeild. Þeir eru ekki taldir alvarlega slasaðir að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði. Þetta var þriðja bílslysið í Hafnarfirði í gær. LÖGREGLUFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.