Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 79
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR44 Stóra svið SALKA VALKA Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 WOYZECK Fi 29/12 kl. 21 Fö 30/12 kl. 21 Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 21 KALLI Á ÞAKINU Má 26/12 kl. 14 Su 8/1 kl. 14 Su 15/1 kl. 14 CARMEN Fi 12/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Fö 13/1 kl. 20 FORS. miðav. 2.000- kr Lau 14/1 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Nýja svið/Litla svið ÞRJÁR SYSTUR e. TSJEKHOV Nemendaleikhúsið, aðeins í desember Þr 27/12 kl. 20 Mi 28/12 kl. 20 MANNTAFL Mi 28/12 kl. 20 Su 8/1 kl. 20 Síðustu sýningar ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Fi 29/12 kl. 20 AUKAS. UPPSELT Fö 30/12 kl. 20 AUKASÝNING BELGÍSKA KONGÓ SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Í JANÚAR Lau 7/1 kl. 20 Su 15/1 kl. 20 Fö 20/1 kl. 20 MIÐAV. 2.500-GJAFAKORT GEFÐU EFTIRMINNILEGA UPPLIFUN GJAFAKORT Í BORGARLEIKHÚSIÐ GILDA ENDALAUST ������������������������������� ���������������������������������������� �������������������� �������������������������������������������������������������������������������� ������������������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������������������������������������������������� ������������ �������������������������������������������������� ��������� ���������������� ������������������������ ����� ���������������� ������� ��������������������������������������������� ������� �������������������������� ������������ �������������� �� ����������� Fim. 29. des. örfá sæti laus Fös. 20. jan. Lau. 21. jan. Gleðileg jól! Í ritdómi um bókina Barnagælur eftir Óttar Martin Norðfjörð, sem birtist í blaðinu í gær, láðist að geta að Bergsteinn Sigurðsson skrifaði dóminn. ÁRÉTTING [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Hinir sterku er lágstemmd saga sem fjallar um sambönd, hug- sjónir og réttlætingar. Þessi samtímasaga er önnur skáld- saga höfundarins sem einnig hefur skrifað ljóð og leikrit, þ.á m. verkið Böndin á milli okkar sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur. Aðalpersóna sögunnar er ung sjónvarpskona sem hefur gengið í gegnum erf- iðleika og þarf að endurmeta líf sitt, einkalíf og opinbert, og samskipti við fjölskyldu og vini fyrrum ástmanns síns. Sögunni er miðlað í gegnum sjónvarpskonuna ungu. Frá henn- ar sjónarhorni birtast viðhorf annarra og hugsanir hennar um samferðafólkið móta frásögnina. Mestur hluti sögunnar er sagður í þriðju persónu, samtöl eru ekki mörg né annað sem brýtur upp þennan lágstemmda frásagnar- máta. Röddin er íhugul en frem- ur einhæf því sjónvarpskonan er eins konar sía á söguna. Í for- grunni eru samskipti hennar við mennina í lífi hennar. Í fortíðinni er Ómar, ógæfusamur athafna- maður og í nútímanum nýi kær- astinn Arnar, vinurinn Þór og fyrrum tengdafaðirinn sem á vissan hátt er orsök spennunnar í sögunni. Sagan hverfist ekki aðeins um tilfinningalíf heldur einnig um þjóðmálin. Höfundi tekst vel til í lýsingum á skoðanaskiptum og ágreiningsefnum sem yfirleitt eru ekki tekin til umfjöllunar í íslenskum skáldsögum. Aðal- persóna sögunnar veltir fyrir sér viðbrögðum og mögulegum rétt- lætingum fólks í samhengi við skilning þeirra á samtímanum og stjórnmálaskoðanir þeirra. Hún er sjálf efins og óörugg innra með sér en kemur fyrir eins og ein af hinum sterku út á við. And- stæðurnar í sögunni eru annars vegar mennirnir sem aðhyllast nýfrjálshyggju, og verður tíðrætt um frelsi og möguleika einstakl- ingsins, og hins vegar hún sjálf sem fulltrúi jöfnuðar í samfé- laginu þó staða hennar í pólitík sé ekki skilgreind sérstaklega. Í þessum köflum kemst höfund- urinn á nokkuð sannfærandi flug og pólitíkin kryddar söguna þó tenging hennar við einkalíf persónanna mætt vera sterkari. Leiðin sem höfundurinn fer í að skipta upp bókinni er krefj- andi fyrir lesendur. Það er flakk- að töluvert í tíma og því er erf- iðara að fylgjast með því hvernig unga konan þroskast eða breytist heldur en ef um hefðbundna línu- lega frásögn hefði verið að ræða. Sagan hefst á föstudagskvöldi og endar á laugardagskvöldi en þarna á milli hefur lesandinn ferðast allt til upphafs sambands hennar og athafnamannsins, inn og út úr hugsunum persónanna sem unga konan hefur kynnst og umgengist um lengri eða skemmri tíma. Kristrún Heiða Hauksdóttir Styrkur einstaklingsins HINIR STERKU HÖF. KRISTJÁN ÞÓRÐUR HRAFNSSON Útg. Mál og menning Niðurstaða: Höfundur hefur mikið vald á þeim stíl sem hann beitir og minnir mjög á fyrri bókina hans sem einkennist af næmni fyrir tilfinningum persónanna. Hinir sterku er ekki viðburðarík bók framan af, nema á tilfinningasviðinu, en þegar frásögnin í heild er gaumgæfð er bókin full af litlum sögum, hugleiðingum og ósvöruðum spurningum sem gera þetta að áhugaverðri og eftirminnilegri skáldsögu. [ BÆKUR ] UMFJÖLLUN Árið 1990 sendi Rúnar Helgi Vignisson frá sér skáldsöguna Nautnastuld. Þar sagði frá lús- ernum Agli Grímssyni sem stóð engan veginn undir nafni og var jafn ólíkur fornhetjunni og nafna sínum Skallagrímssyni og hugsast gat. Egill glímdi við silfurskottur, bæði raunverulegar og andlegar, og reyndi að koma undir sig fót- unum sem rithöfundur þrátt fyrir að vera þjakaður af þunglyndi, minnimáttarkennd og almennum aumingjaskap. Þunglyndið var alger nautn- astuldur og varð Agli einnig fjötur um fót í ástarmálum þar sem hann missti frá sér hverja draumadís- ina á fætur annarri. Það rofaði þó aðeins til hjá Agli í bókarlok þar sem hann var kominn til Banda- ríkjanna og í hendurnar á sálfræð- ingnum Jane sem hjálpaði honum að takast á við Nautnastuldinn. Tilgangslaust líf Rúnar Helgi hefur nú grafið Egil upp, 15 árum síðar, í Feigðarflani. Þeir sem gerðu sér vonir um að Egill væri á grænni grein eftir Nautnastuld geta gleymt því. Þunglyndið, minnimáttarkenndin og meðvirknin eru enn að drepa þennan gamla kunningja sem sér ekki til sólar frekar en fyrri daginn. Hann er giftur sálfræð- ingnum sínum og á með hennni tvö börn. Þau búa í Reykjavík og una hag sínum illa. Jane finnur sig ekki á Íslandi og Egill finnur sig ekki í hjónabandinu. Er löngu orðinn leiður á konunni sinni og sér engan tilgang með verald- legu brölti. Rithöfundarferillinn er runninn út í sandinn og hann hefur ekkert gefið út lengi og þarf því að vinna fyrir sér sem framhaldsskólakennari en geng- ur frekar illa að tjónka við MSN- kynslóðina. Lái því Agli hver sem vill þótt hann ákveði að binda enda á líf sitt. Hann kveður börnin sín og konu á nöprum haustdegi, fer í BYKO og kaupir barka og hosuklemmu. Hann ætlar svo að breyta bílnum sínum í lítinn gasklefa með því að leiða útblástur hans inn í bílinn og heldur því út úr bænum með það fyrir augum að finna góðan stað til að deyja á. Egill er seinheppnari en flestir og verður því bensínlaus áður en hann nær lokatakmarki sínu en eins og sannaðist best í Dýrðlegu fjöldasjálfsmorði getur það haft afdrifaríkar afleiðingar að fresta sjálfsmorði. Þessi óvænta töf verð- ur til þess að Egill lendir í hverri uppákomunni á fætur annarri á þjóðveginum og neyðist til að slá áformum sínum á frest allt þar til hann er kominn á æskuslóðirnar á Ísafirði. Ferðalag Egils er bráðskemmti- legt á köflum og á vegi hans verða kynlegir kvistir sem varpa ljósi bæði á hann sjálfan og þjóðarsál- ina. Þarna á meðal eru stórundar- leg bóndahjón, gamall félagi frá Ísafirði sem Egill kemur að með haglabyssuhlaup í kjaftinum og síðast en ekki síst unglingsstúlkan Ekki-Snæfríður Íslandssól. Hún er dásamlegur senuþjófur sem hristir hressilega upp í Agli. Gráglettni Egils Grímssonar Þegar Egill lagði upp í feigðarferð sína réttlætti hann fyrirhugað sjálfsmorð sitt ekki síst með því að með því að hverfa úr jarðlífinu muni hann hlífa börnunum sínum við því að horfa upp á þá hryggð- armynd sem faðir þeirra er. Hann ætlar sem sagt að bjarga börnun- um sínum með því að drepa sig og reyna að rjúfa sögulega samfellu þunglyndis og alkóhólisma í fjöl- skyldunni. Þetta er ef til vill full ódýr réttlæting og samferðar- menn Egils sjá til þess að hann fái um nóg að hugsa. Sjálfsmorð og þunglyndi eru auðvitað ekkert gamanmál en lúmskur húmor Rúnars Helga nýtur sín vel í sögunni og þótt kaldhæðni Egils Grímssonar svífi alltaf yfir vötnunum getur lestur Feigðarflans ekki haft annað en jákvæð áhrif á viðhorf lesenda til sjálfra sín og lífsins. Feigðarflan er blátt áfram og þægileg vegasaga sem rennur ljúflega í gegn enda skrifar Rúnar Helgi skýran og læsilegan texta. Hún er töluvert styttri en Nautn- astuldur og byggingin er öllu ein- faldari en Nautnastuldur sem var skreyttur neðanmálsgreinum og allskonar útúrdúrum sem gerðu Egil að enn raunverulegri persónu fyrir vikið. Þetta dýpkaði frásögn- ina jafnframt heilmikið og bauð upp alls konar fíflagang. Nautnastuldur er fyndnari og skemmtilegri en Feigðarflan sem er aftur á móti yfirvegaðari, samþjappaðri og beinskeyttari. Nautnastuldur höfðaði sterkt til mín á þunglyndum menntaskóla- árunum og við Egill eigum enn margt sameiginlegt þannig að það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið ánægjulegir endurfundir. Þórarinn Þórarinsson Saga af margboðuðu sjálfsmorði FEIGÐARFLAN HÖF: RÚNAR HELGI VIGNISSON ÚTG: Græna húsið Niðurstaða: Feigðarflan er blátt áfram og þægileg vegasaga sem rennur ljúflega í gegn enda skrifar Rúnar Helgi skýran og læsilegan texta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.