Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 85
Lesendur breska tónlistartímarits-
ins NME hafa kosið Blue Orchid
með bandaríska rokkdúettnum The
White Stripes besta lag ársins 2005.
Blue Orchid var fyrsta smá-
skífulagið af plötunni Get Behind
Me Satan, sem hefur hlotið mjög
góðar viðtökur síðan hún kom út.
Um fimm þúsund Íslendingar sáu
og hlustuðu á The White Stripes
á eftirminnilegum tónleikum í
Laugardalshöll í haust.
Blue Orchid besta lagið
20 BESTU LÖG ÁRSINS
1. The White Stripes - Blue Orchid
2. Arctic Monkeys - I Bet You Look Good
1 On The Dancefloor
3. Arcade Fire - Rebellion (Lies)
4. Maximo Park - Apply Some Pressure
5. Kaiser Chiefs - Oh My God
6. Franz Ferdinand - Do You Want To
7. The Rakes - 22 Grand Job
8. Gorillaz - Dare
9. Bloc Party - Two More Years
10. We Are Scientists - The Great Escape
11. Editors - Munich
12. The Futureheads - Area
13. The Strokes - Juicebox
14. LCD Soundsystem - Daft Punk Is 1
Playing At My House
15. The White Stripes - My Doorbell
16. The Bravery - An Honest Mistake
17. Queens Of The Stone Age - In My 1
Head
18. Arctic Monkeys - Fake Tales Of San 1
Francisco
19. Babyshambles - F**k Forever
20. Hard-Fi - Hard To Beat
[UMFJÖLLUN]
TÓNLIST
Að mínu mati var það stórslys að
hljómsveitin The Darkness hafi
fengið plötusamning. Ef einhver
þarna úti átti erfitt með að gera upp
huga sinn um virði þessarar sveitar,
þá ætti þessi fylgifiskur metsölu-
plötunnar Permission to Land að
sannfæra sá hinn sama um að þessi
sveit er ekki plastsins virði.
Þegar sveitin skaust inn í sviðs-
ljósið vó hún salt milli þess að vera
grínsveit eða fúlasta alvara. Það var
svo sannarlega hægt að hlæja að
hljómsveitarmeðlimum, og þannig
tengdu þeir sig við almenning, léku
trúða með ýktum töktum á sviði og í
myndböndum. Þetta er bölvun sem
virðist fylgja öllum glysrokksveit-
um, enda er tónlistarstefnan sjálf
svo ótrúlega ýkt að það verður bara
hlægilegt
þegar einhver reynir að tappa af
hjartabrunni sínum. Þess vegna er
besti leikurinn að setja sig í hlutverk
Spinal Tap, og hafa gaman af því.
Þessi nýja plata The Darkness
hljómar eins og menn hafi virki-
lega ætlað sér að gera rokkmeist-
arastykki. Þessir tónlistarmenn eru
smekklausari á tónlist en Englands-
drottning. Ég hef það líka á tilfinn-
ingunni að þeir hafi ekki heyrt eina
einustu plötu sem var gerð eftir
1985.
Þessi plata hljómar eins og
hljómasveitarútur Queen og Van
Halen hafi lent saman á 100 kíló-
metra hraða á klukkustund og
valdið slíkum heilaskemmdum hjá
meðlimum að þeir hafi ekki leng-
ur hundsvit í hvaða sveit þeir léku
áður. Samkvæmt minni kokkabók
er það virkilega slæm hugmynd að
blanda áhrifum þessara tveggja
sveita saman, en þannig hljómar
þetta samt. Ekki bætir svo úr sök
að geldingurinn Justin Hawkins er
enn meira pirrandi en áður og finn-
ur þörf fyrir að fara upp á háa c-ið á
10 sekúndna fresti. Ég bara vona að
þessi sveit sé einn allsherjar brand-
ari. Því þó hann sé ekkert fyndinn,
þá væri það bara allt of sorglegt ef
þessir menn væru að taka sjálfa sig
alvarlega. Ef svo er eiga þeir bara
eitt eftir: að einhver kveiki á perunni
svo þeir geti séð hversu miklum skít
þeir eru búnir að raða í kringum sig
í myrkrinu. Birgir Örn Steinarsson
Ekkert grín
THE DARKNESS: ONE WAY TICKET TO
HELL... AND BACK
NIÐURSTAÐA:
Að renna annarri plötu The Darkness í gegn
er ekkert grín. Það var kannski hægt að brosa
að frumrauninni en núna er brandarinn bara
orðinn útþynntur, gamall og grútleiðinlegur.
500 miðar á bíósýningu leikstjór-
ans Quentins Tarantino í Háskóla-
bíói þann 30. desember seldust í
netforsölu á aðeins 20 mínútum í
gær.
Vegna eftirspurnarinnar hefur
verið ákveðið að hefja almenna
miðasölu í dag en ekki 27. desem-
ber eins og áður hafði verið
ákveðið. Hefst miðasalan klukk-
an 10.00 í verslunum Skífunnar,
BT á Akureyri og Selfossi, á ice-
landfilmfestival.is og á midi.is.
Miðaverð er 3.400 krónur auk 150
króna miðagjalds. Aðeins eru um
500 miðar eftir.
Almenn miða-
sala í dag
QUENTIN TARANTINO Leikstjórinn heims-
frægi mun sýna þrjár af uppáhaldsmyndum
sínum í Háskólabíói þann 30. desember.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
THE WHITE STRIPES Rokk-
dúettinn hélt eftirminnilega
tónleika í Laugardalshöll í
nóvember.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HUGSAÐU STÓRT
SÍMI 564 0000
Sýnd kl. 5.20 B.i. 12 ára
���
-MMJ Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 5.20
���
- HJ MBL
���
-L.I.B. Topp5.is
Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára
���
- SK DV
���
- topp5.is
���
- SV MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
Jólamynd í anda Bad Santa
Frá leikstjóra Groundhog Day og
Analyze This
Það gerðist á aðfangadagskvöld
Hættulegir þjófar á hálum ís!
Kolsvartur húmor!
Missið ekki af þessari!
����
- ÓÖH DV
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Sýnd í Lúxus kl. 5.40, 8 og 10.20
Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna
Jólamyndin 2005
Hún er að fara að hitta foreldra hans
...hitta bróður hans
...og hitta jafnoka sinn
Sýnd kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Sara Jessica Parker tilnefnd til
Golden Globe verðlaunanna
���1/2
- MMJ
Kvikmyndir.com
SÍMI 551 9000
400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar merktar með rauðu
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára
Jólamynd í anda Bad Santa
Frá leikstjóra Groundhog Day og
Analyze This
Það gerðist á aðfangadagskvöld
Hættulegir þjófar á hálum ís!
Kolsvartur húmor!
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 16 ára
����
- ÓÖH DV
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 ára
FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM!
ÞAÐ SEM KOM FYRIR EMILY
ROSE ER ÓHUGNANLEGRA
EN NOKKUÐ SEM ÞÚ GETUR
ÍMYNDAÐ ÞÉR
���
- SK DV
���
- topp5.is
���
- SV MBL
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Yndisleg jólamynd fyrir alla fjölskylduna
Jólamyndin 2005
Hún er að fara að hitta foreldra hans
...hitta bróður hans
...og hitta jafnoka sinn
Sara Jessica Parker tilnefnd til
Golden Globe verðlaunanna
���1/2
- MMJ
Kvikmyndir.com