Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 32
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI Bráðum koma jólin. Það er góður siður hér í svartnættinu að kveikja sem mest af jólaljósum og láta þau lýsa sem lengst. Jólalög finnst mér mega hafa uppi í hillu eða í hljóm- plötusafni útvarpsstöðvanna eitt- hvað fram í desember. Kannski væri sniðugt að byrja að spila þau þegar fyrsti jólasveinninn kemur í bæinn, af rausn minni við jóla- lagaútgefendur miða ég þessa uppástungu við að jólasveinarnir séu þréttan. Mér finnst gaman um jólin og hef að ég held alltaf hlakk- að til þeirra þó vissulega hafi sum jól verið skemmtilegri en önnur. Jólaundirbúningur er ábyggi- lega meiri á flestum heimilum en mínu. Þegar börnin voru lítil var samt eitthvað um bakstur og einu sinni gerðum við mikið klíst- urkonfekt - það var nú bragðbetra en það var lystaukandi á að horfa. Í Belgíu þar sem ég bjó um langt árabil hefðu jólin fyrstu árin hæg- lega getað farið fram hjá manni ef maður gætti ekki vel að sér og ekki hefði verið jólafrí í skólanum. Börnin fengu leikfanga-jólapakka 6. desember þegar sánkti Nikulás hélt sína hátíð og eftir það var ekki leikfang að finna í búðum fyrr en í janúar að allt var sett á útsölu og jólagjöfin sem sonurinn hafði fengið kostaði nú helmingi minna en mánuði fyrr. Sumir voru svo klókir að þeir keyptu jólagjafirnar í janúar. Tískan í leikfangabrans- anum er hins vegar svo mikil að ég gæti trúað að það væri stund- um svona eins og að vera áskrif- andi að blaðinu í gær að fá jólagjöf sem keypt var í fyrra. En það var svo sem ekki langt að sækja jólastemningu. Bara bregða sér í tveggja tíma bíltúr til Þýskalands þar sem allt iðaði í jólabösurum, kókó, heitu víni, kringlum og pylsum. Svo fjölg- aði Þjóðverjum í Brussel þegar undirbúningur að innri markaði Evrópusambandsins fór á fulla ferð og reyndar alls konar útlend- ingum sem vildu gera meira úr jólunum en Belgarnar sjálfir. Það varð mikil breyting á, fyrst frétti maður af litlum jólamark- aði einhvers staðar í bænum og á nokkrum árum varð óþarfi að leggja upp í bíltúra til að sækja sér jólastemmningu. Mig rekur varla minni til ann- ars en að fyrir jólin sé fólk alltaf að býsnast yfir kaupæðinu, pen- ingaeyðslunni, jólahlaðborðun- um og svo fylgir þessu að menn hafi gleymt boðskapi jólanna. Kannski er það vegna þess að það er ekkert annað í fréttum því fréttaþættir eru fullir af þessu rausi. Hvers vegna í ósköpunum má fólk ekki halda sér veislu, borða góðan mat, gefa fallegar gjafir og jafnvel dýrar ef fólk á fyrir þeim ? Getur verið að þessi umvöndunartónn sem fylgir fréttaflutningum af jólunum og undirbúningi þeirra sé hluti af því, sem stundum er sagt, að fjöl- miðlar flytji frekar neikvæðar en jákvæðar fréttir. Í spurningaþætti eins dag- blaðanna var spurt fyrir nokkru: Hvað finnst þér leiðinlegast við jólin? Ég held að allir nema einn hafi svarað að það væri stress- ið, eða eitthvað í þá áttina. Þessi eini, sem mig minnir reyndar að hafi verið hún, sagði að sér þætti ekkert leiðinlegt við jólin. Mikið var ég ljómandi ánægð með þessa manneskju. Það þarf ákveðni til að svara spurningu sem orðuð er á þennan hátt með jákvæðu svari. Því spurningin gerir ráð fyrir að eitthvað sé leiðinlegt við jólin. Ég vil leggja til að við látum af amsturstali um jólin og und- irbúning þeirra. Hreingerning- ar eru heilsársverkefni en ekki bundnar jólunum. Þeir sem ekki nenna að baka smákökur geta keypt þær úti í búð, ef þá langar í þær. Öllum finnst okkur gaman að fá gjafir og öllum finnst líka gaman að gefa gjafir. Það veit- ir ekki af ljósunum í svartasta skammdeginu. Jólaskraut er fal- legt og skemmtilegt á að horfa, það eru til mörg skemmtileg jólalög. Þeir sem vilja kyrrð fari í kirkju. Njótum þess að vera með þeim sem okkur þykir vænt, etum, drekkum og eigum gleði- leg jól. ■ Blessuð jólin Í DAG JÓL VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Getur verið að þessi umvönd- unartónn sem fylgir frétta- flutningum af jólunum og undirbúningi þeirra sé hluti af því, sem stundum er sagt, að fjölmiðlar flytji frekar neikvæð- ar en jákvæðar fréttir. FRÁ DEGI TIL DAGS Nýr vefur Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands, sem Margrét S. Björnsdóttir stýrir, hleypti í síðustu viku af stokkunum nýju vefriti. Er hugmyndin að þetta verði að hluta til fræðitímarit um stjórnmál og stjórnsýslu, en fram að þessu hafa stjórnmálafræðingar ekki átt sér sérstakan fræðilegan vettvang. Þessi hluti verður ritrýndur eins og það heitir, en það þýðir að greinar eru ekki birtar nema eftir umsögn og samþykki sérfræðinga. Fræðigreinar Auk fræðiritgerða birtir vefritið ýmsar greinar almenns eðlis, bókadóma, útdrætti úr háskólaritgerðum og fleira. Er aðgangur að öllu efninu öllum opinn á slóðinni stjornma- logstjornsysla.is. Nú þegar er þarna fjölbreytt efni að finna. Ómar H. Kristmundsson lektor skrifar til dæmis um bakgrunn aðstoðarmanna ráðherra, Þorsteinn Magnússon ræðir hvort löggjafarvaldið og framkvæmd- arvaldið hafi runnið saman í einn valdþátt er lúti forustu ríkisstjórn- arinnar, og Ólafur Þ. Harðarsson prófessor og Indriði H. Indriðason lektor fjalla um tengslin milli atkvæðahlutfalls og stjórnarmeiri- hluta í skoðanakönnunum og í bæj- arstjórnarkosningum 1930-2002. Þá hafa háskólakennarar gefið sér tíma til að lesa jólabækur sem fjalla um sögu og stjórnmál og birta um þær vandaðar og ítarlegar umsagnir. Með himinskautum Á bloggi Össurar Skarphéðinssonar má lesa að fyrrverandi formanni Samfylkingarinnar þykir meira koma til hins nýja formanns breska Íhalds- flokksins en Blair leiðtoga Verka- mannaflokksins: „Mikil tíðindi kunna að vera í uppsiglingu í breskum stjórnmálum,“ skrifar Össur. „Hinn nýi formaður breska Íhaldsflokks- ins fer með himinskautum þessa dagana. Hann virðist vera að rústa Verkamannaflokknum. Íhaldsmenn undir forystu David Camerons, sem hefur verið formaður í aðeins hálfan mánuð, er með 9% forskot á Verka- mannaflokkinn í könnunum.“ gm@frettabladid.is Ný skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins um íslensk málefni geymir ýmsar skynsamlegar tillögur sem Alþingi og ríkisstjórn ættu að taka til gaumgæfilegrar skoðunar. Þetta á ekki síst við um aðferðir við val á dómurum í hæstarétt og um mikilvægi þess að ríkisvaldið styðji við bakið á óháðum mann- réttindasamtökum. Í skýrslunni kemur fram að mannréttindaskrifstofa Evrópu- ráðsins hefur veitt athygli þeim miklu umræðum og deilum sem hér hafa orðið í framhaldi af skipun tveggja hæstaréttardómara á síðasta ári. Mannréttindastjórinn tekur eðlilega ekki afstöðu til ein- stakra mála en mælir með því að endurskoðaðar verði þær aðferð- ir sem notaðar eru til að velja dómara í hæstarétt í því skyni að tryggja betur sjálfstæði réttarins. Er í því sambandi bent á hvernig mál hafa þróast á Norðurlöndum undanfarin ár. Þótt ríkisstjórnir hafi hinn formlega skipunarrétt dómara með höndum segir mann- réttindastjórinn að vandað, lögbundið ráðningarferli tryggi að ekki sé gengið gegn faglegum sjónarmiðum. Dómstólar, dómarar og dómar eru meira í sviðsljósinu en nokkru sinni fyrr. Sú tíð er liðin að það var talið óviðeigandi að gagnrýna niðurstöður dómstóla á opinberum vettvangi. Gerðar eru meiri kröfur en áður til menntunar og þekkingar dómara. Það sjónar- mið er ríkjandi í þjóðfélaginu að dómara beri eingöngu að velja á grundvelli hæfni og faglegs mats. Það skapar tortryggni og skaðar réttarkerfið þegar ráðherrar fara aðrir leiðir og telja eigið mat mik- ilvægara en faglegt ráðningarferli. Þetta er stundum klætt í þann búning að „pólitísk ábyrgð“ þurfi að búa að baki skipun dómara í embætti. Veruleikinn er hins vegar sá að hér á landi hefur gengið afleitlega að koma fram pólitískri ábyrgð ráðherra. Ráðherrar sitja að auki skamman tíma að völdum en embættismenn um langt ára- bil. Þetta er því marklítil viðbára. Sorglegt er að sjá hvernig fjárveitingar til Mannréttindaskrif- stofu Íslands hafa verið afgreiddar á Alþingi. Yfir því máli öllu er lítil reisn. Það er rétt hjá mannréttindastjóra Evrópuráðsins að óháð mannréttindasamtök, sem hafa fjárhagslegt bolmagn til að beita sér, eru mikilvæg í sérhverju lýðræðisríki. Ef ríkisstjórnin hefur af einhverjum ástæðum efasemdir um núverandi Mannrétt- indaskrifstofu gæti hún beitt sér fyrir nýjum samtökum á þessu sviði sem sátt mundi ríkja um. Hafa ber í huga að togstreitan á milli Mannréttindaskrifstofunnar og dómsmálaráðuneytisins í þessu máli hefur fyrst og fremst skaðað ráðuneytið og viðkomandi ráðherra. Gott er að vita til þess að erlendir aðilar, sem njóta tiltrúar, fylgj- ast með stjórnsýslu á Íslandi. Aðhaldið sem af slíku leiðir hefur áður leitt af sér framfarir og umbætur. Vonandi verður skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins einnig lóð á þær vogarskálar. SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Stjórnvöld þurfa að hlusta á mannréttindastjóra Evrópuráðsins: Skynsamlegar tillögur AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Mest lesna vi›skiptabla›i› G al lu p kö nn un f yr ir 36 5 pr en tm i› la m aí 2 00 5. Gott er að vita til þess að erlendir aðilar, sem njóta tiltrúar, fylgjast með stjórnsýslu á Íslandi. Aðhaldið sem af slíku leiðir hefur áður leitt af sér framfarir og umbætur. Vonandi verður skýrsla mannréttindastjóra Evrópuráðsins einnig lóð á þær vogarskálar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.