Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 81
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR46 Óttarr Proppé tónlistarmaður og bóksali: „Besta bókin er Small Crimes in an Age of Abundance eftir Matt- hew Kneale. Ég þekki fáa höfunda jafn flinka við að blanda saman alvarlegum málefnum og absúr- dískri kímni. í þessum smásög- um segir Kneale frá yfirsjónum hins vestræna meðaljóns. Sögu- persónur valda ómældum skaða með smávægilegum yfirsjón- um sínum og glæpum sem þær framkvæma gjarnan bara til að gera sér lífið örlítið léttara eða skemmtilegra. Frábær gagnrýni á „ég á rétt á“ hugsunarháttinn og um leið á köflum sprenghlægileg skemmtilesning.“ Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona: „Nú er úr vöndu að ráða – held samt að ég nefni af erlendum bókum Shadow of the Wind eftir Carlos Ruiz Zafón – ótrúlega spennandi og áhrifarík bók sem maður týnir sér gjörsamlega í og svo líka Case Histories eftir Kate Atkinson sem er spennusaga á yfirborðinu en fléttar svo saman sögum margra ólíkra persóna á magnaðan hátt. Af Íslenskum bókum held ég að Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur standi upp úr af þeim sem ég er búin að lesa.“ Þórunn Valdimarsdóttir rithöf- undur: „Ég á erfitt með að nefna eitthvað sem er nýkomið út en ég hef nýlokið við að lesa A Brief History of Time eftir snillinginn Stephen W. Haw- king og sú bók opnar nýjar víddir varðandi hugsunina á bak við það úr hverju heimurinn er og af hverju hann er eins og raun ber vitni. Haw- king gerir hinum almenna manni kleift að skilja flókna hluti með því að skýra þá út á ofur einfaldan hátt. Að mínu mati frábær bók.“ Haukur Ingvarsson ljóðskáld: „Ég hef fylgst með ljóðum sem Bragi Ólafsson hefur birt á Bjartsvefnum undir yfirskriftinni „Fjórar línur og titill“; fyrir skömmu heyrði ég hann líka lesa upp syrpu af þeim – þar er eitthvað á ferðinni. Bækur höfunda sem komu á bókmenntahátíð sitja í mér t.d. Dauðinn og mörgæsin eftir Kúrkov. Af nýju íslenskum skáld- verkunum, sem ég hef lesið, myndi ég nefna bækur Gyrðis Elíassonar, Þorsteins frá Hamri og Jóns Kalm- ans – allt góðar bækur. Bók Guðrún- ar Evu hyggst ég eiga til góða því ég hef heyrt því fleygt að hún sé sú besta sem komi út fyrir jólin.“ Margrét Sverrisdóttir alþingismað- ur: „Ég get hiklaust mælt með bókum Jóns Kalmans Stefánssonar og held að ég hafi einmitt verið að lesa bók- ina Birtan á fjöllunum eftir hann í upphafi þessa árs. Ég hef líka lesið Skurðir í rigningu og Ýmislegt um risafurur og tímann og mæli með þessum bókum í jólapakka (enda eru þær ódýrari sem eldri eru!). Svo er alltaf gaman að lesa Þórar- in Eldjárn, Vigdísi Gríms og Sjón (þegar og ef bækurnar hans eru með söguþræði). Lesum íslenskt! Ég vil líka mæla með afþrey- ingarbókmenntum þegar jólin nálgast. Snemma á þessu ári las ég allar bækurnar um kvenspæjarann Mma Ramotswe (The No.1 Ladies Detective Agency) eftir Alexander McCall Smith og hafði mjög gaman af þeim. Þær hafa allar verið íslenskaðar. Fyrir þá sem setja ekki fyrir sig að hafa bækur á ensku og vilja „detta í það“ í bóklestri yfir jólin, mæli ég eindregið með bókinni, The Murder Artist eftir John Case. Þetta er svo krassandi spennusaga að ég gat alls ekki lagt hana frá mér. Hún segir frá Alex Callahan sem er fréttamaður hjá virtu dag- blaði. Hann er fráskilinn og sér tvíburasyni sína, sex ára, sjaldan. En svo eiga þeir að vera hjá honum í mánuð og það er þá sem hann fer með þá í skemmtigarð sem er allur í anda endurreisnartímabilsins. Á skemmtuninni hverfa tvíbur- arnir eins og jörðin hafi gleypt þá og örvæntingarfull leit föðurins hefst.“ Katrín Júlíusdóttir þingmaður: „Fyrsta sem kemur upp í hugann er skýrslan hans Stefáns Ólafsson- ar „Örorka og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum“ sem kom út nú í desember. Þetta rit hefur svo sannarlega komið umræðunni um stöðu öryrkja í okkar samfélagi uppúr „nei – jú, víst“ hjólförunum þó einstaka stjórnmálamenn hafi stokkið í vörn. Skýrslan á skilið tit- ilinn bók ársins og er okkur öllum holl lesning til að auka skilning okkar á þeim þröngu aðstæðum sem þúsundir einstaklinga í okkar samfélagi búa við. Það er rosalega mikið af girnilegum nýútkomnum bókum núna og verða jólin vel nýtt til lesturs þetta árið. En af þeim sem ég hef lesið hingað til stendur líka „Móðir í hjáverkum“ í þýð- ingu Oddnýjar Sturludóttur uppúr, hún skilur ýmislegt eftir sig og ég fann bæði þægilegar og óþægileg- ar samsvaranir við eigin upplifun sem móðir á vinnumarkaði í henni. Er líka búin að lesa Djöflatertuna eftir Þóru Sigurðardóttur og Mörtu Maríu Jónasdóttur og veltist um af hlátri!“ Bryndís Loftsdóttir vörustjóri íslenskra bóka hjá Eymundsson: „Besta erlenda bókin sem ég las á árinu er tvímælalausn bók Bill Bryson, A Short History of Nearly Everything. Bill Bryson er í miklu uppáhaldi hjá mér enda rosalega fyndinn og gáfulegur penni. Ég held svei mér þá að Ástralíubókin hans hafi líka verið besta bókin sem ég las í fyrra. Mæli fullkomlega með öllum bókunum hans. Í augnablikinu er ég að lesa Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervu- dóttur. Guðrún Eva er einn af bestu höfundum Íslands og hefur því miður ekki fengið þá athygli sem hún verðskuldar. Af þeim bókum íslenskra höfunda sem ég hef lesið í ár þá er þetta sú áhugaverðasta, frjóasti höfundurinn að mínu mati. Hallgrímur er líka með sína allra bestu bók þetta árið, Rokland. Af þýddum bókum þá verð ég að taka undir val starfsfólks bókaverslana á bókunum þremur, Skugga vindsins, Flugdrekara- hlauparanum og Næturvaktinni – þarna vantar þó Moby Dick sem auðvitað ætti að styðja við stofn trésins á öllum alvöru heimilum. Sú bók sem ég hef hins vegar lesið oftast að undanförnu – svona 80 sinnum, er Risaeðlutíminn eftir Ingibjörgu Briem og Maribel Gonz- alez Sigurjóns. Bókin er í algjöru uppáhaldi hjá syni mínum sem er tæplega þriggja ára, vígeðlan hefur skotið jólasveininum ref fyrir rass og á alla hans aðdáun þessa dag- ana. Mér er gjarnan skipað í hlut- verk kambeðlumömmunnar sem bjargar syni sínum úr klóm vígeðlu með halanum. Frábær bók og flott- ar teikningar!“ Egill Helgason fjölmiðlamaður: „Moby Dick eftir Hermann Mel- ville. Það geta voða fáar skáldsögur keppt við þessa. Þetta er það sem má kalla undursamlega bók – hún er ótrúlega stór, mikil og víðfeðm – ég stend alveg við það sem haft er eftir mér á bókarkápu að þetta sé mesta skáldsaga sem hefur verið skrifuð. Melville naut þess hins vegar ekki að hafa skrifað svona stórkostlega bók; hann dó snauður, beiskur og drykkfelldur, hafandi misst fjölskyldu sína. Það er mjög raunaleg saga. En þetta er bók sem hægt er að lesa aftur og aftur full af stórbrotnum og mátulega óræðum táknum, miklum örlögum – fyrir utan lýsingar á þessari horfnu atvinnugrein, hvalveiðum, sem skapaði svo mikinn auð á 19. öld, blóði drifinn en um leið heillandi.“ Sigríður Albertsdóttir bókmennta- gagnrýnandi DV: „Á þessari stundu hef ég ekki lesið nema brot af því sem mig langar til að lesa en af því sem komið er mæli ég hiklaust með Sólskinshesti Steinunnar Sigurðardóttur en texti hennar er fallegur og ljóðrænn eins og vænta má. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir á einstaklega vel heppnað byrjendaverk en í bók hennar er að finna afar fallega lýs- ingu á samskiptum mæðgna svo eitthvað sé nefnt. Ég var einnig ánægð með Stefnuljós Hermanns Stefánssonar og Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson uppfyllir öll helstu skilyrði góðs krimma. Ekki má gleyma Slepptu mér aldrei eftir Kazuo Ishiguro í þýðingu Elísu Bjargar Þorsteinsdóttur en það er ógleymanleg saga, afar sár en líka fögur þrátt fyrir kaldranlegan veruleikann sem þar birtist.“ Eiríkur Guðmundsson bókmennta- fræðingur „Bók ársins er Tu rostro manana 1 (Fiebre y lanza) eftir spænska rithöfundinn Javier Marías. Hún kom á þessi ári út í enskri þýðingu Margaret Jull Costa Your Face Tomorrow 1 (Fever and Spear). Þegar bókinni lýkur getur lesand- inn ekki endursagt hana. Hann veit ekki hvað hann var að lesa. Rödd höfundarins þagnar og lesandinn situr eftir, hann skilur ekki leng- ur það sem hann skildi fáeinum augnablikum fyrr, þegar hann hélt á bókinni og las, líklega um nótt. Bókin hefur breytt lesandanum í svefngengil. Hann veit ekki hvort bókin tilheyrir draumi en telur sig þó hafa verið vakandi allan tímann. Línur brjótast gegnum mókið eftir að lestrinum líkur. Ég er minn eigin hiti og sársauki, tíminn er snjór á öxlum þínum. Tímar okkar eru helgaðir hinu heimskulega og því augljósa. „Flettu blaðsíðunni, flettu blað- síðunni, ég vil ekki sjá hrylling þinn eða sársauka. Flettu blaðsíðunni og bjargaðu eigin skinni.“ Ekki hafa mig fyrir þessu.“ Páll Stefánsson ljósmyndari „China eftir Játvarð Burttynsky. Bók sem kom mér mest á óvart á árinu. Stílhreinar stórformats- myndir af þeirri umbyltingu sem Kína er að ganga í gegnum. 300 milljónir Kínverja hafa á undan- förnum árum flutt úr sveit í þessar nýju megapólís borgir sem spretta eins og gorkúlur út um allt alþýðu- lýðveldið. Myndir af fólki, eins og maurar á verksmiðjugólfum. Rusl, fallegt rusl, skýjaklúfar og enn fleira fólk. Falleg og fagmannlega unnin ljósmyndabók í stóru broti. Besta bókin árið 2005.“ BESTU BÆKUR ÁRSINS Bækur eru fólki ofarlega í huga síðustu dagana fyrir jól enda kaupa Íslendingar ógrynnin öll af bókum á þessum endaspretti jólabókavertíðarinnar. Fréttablað- ið fékk fólk úr ýmsum áttum til þess að tilnefna bestu bók ársins að eigin mati og þá kom ýmislegt fróðlegt í ljós og það eru alls ekki eingöngu jólabókaflóðs- bækur sem komast á blað. Tilkynning frá Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma Jólaþjónusta starfsfólks Jól í görðunum Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkju- garð, Gufuneskirkjugarð og Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við munum leitast við að leið- beina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gardur.is Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770 Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími 585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til kl.15.00. Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbein- ingar um aðhlynningu leiða og afhendum ratkort ef þörf krefur. Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10.00 og 15.00, verður Fossvogskirkja opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Starfsmenn Kirkjugarðanna verða á vett- vangi í görðunum báða þessa daga og taka á móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9.00 til 15.00. Gleðilega jólahátíð Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma www.kirkjugardar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.