Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 42
Eftirréttur: Súkkulaðimús og jógúrtís. Eftirréttinn má búa til nokkrum dögum fyrir veisluna. Stefán skreytir ísinn með ferskum mintulaufum til þess að fá skemmtilegan lit í réttinn. Súkkulaðimús 600 gr vanillusósa 900 gr léttþeyttur rjómi 640 gr Valrona-súkkulaði (72%) Vanillusósa og súkkulaði eru hituð upp hvort í sínu lagi. Rjómi er léttþeyttur. Vanillusósunni er síðan bætt út í bráðið súkkulaðið og rjómanum blandað varlega saman við. Best er að nota töfrasprota þegar þessu er blandað saman en ef hann er ekki til má nota sleif. Súkkulaðið þarf að vera við stofuhita þegar þetta er gert, en gæta verður þess að það sé ekki of heitt þegar vanillusósunni er blandað saman við svo músin skilji sig ekki. Blöndunni er síðan hellt í form og fryst í að minnsta kosti tvo klukkutíma svo að hún stífni. Músin er tekin tímanlega út úr frystinum svo hún sé ekki frosin þegar hún er borin fram. Mangó- og passionsósa 250 gr mangó-puré 250 gr passion-puré 150 gr sykur 5 stykki stjörnuanís 1-2 stk vanillustöng Þetta er allt soðið saman í 10-15 mínútur þar til sósan er orðin þykk. Gott er að skera á vanillustöngina og skafa úr henni þegar sósan er soðin niður. Jógurtís 1 l vatn 500 gr sykur 500 gr sýrður rjómi 500 gr hreint jógúrt vanilluduft Vatn og sykur brætt saman í potti ásamt vanillu. Kælt og jógúrtinni og sýrða rjómanum hellt saman við og hrært með töfrasprota uns blandan er kjekkjalaus. Fryst. 2 Íslensk hönnun og framleiðsla er góð gjöf 5x8 borði neðst á forsíðu aukablaðs FBL: „Þetta er upplagður jóla- og áramóta- matseðill, og er eitthvað sem flestir ættu að ráða við í eldhúsinu heima hjá sér. Hráefnin eru flest fáanleg í Bónus, Hagkaupi eða Nóatúni,“ segir Stefán, sem unnið hefur í sex ár hjá Argentínu steikhúsi á Barónstíg í Reykjavík. Hann bætir við að súkkulaðið í eftirréttinn fáist í Sandholtsbakaríi eða í Kökuhúsinu, en forrétturinn er blanda af íslenskri önd og austurlenskri sósu. Þessi blanda menningarheima er mjög algeng í eldamennsku í dag að sögn Stefáns, sem sjálfur hyggst elda svipaða máltíð á nýársdag. Villibráðin í eldhúsinu Argentína steikhús er vel þekkt fyrir ljúffengar steikur að hætti Argentínubúa og nú hefur Stefán Magnússon, kokkur á Argentínu, skellt saman þriggja rétta lúxusmáltíð í gómsæta hátíðarveislu fyrir sex til átta manns. Stefán Magnússon, sem unnið hefur í sex ár á veitingastaðnum Argentínu, segist ætla að elda svipaðan mat og hér er sagt frá á nýársdag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gómsætur eftirréttur.Hreindýralundir með kartöflumús. Andalæri með austurlenskri sósu í forrétt. Aðalréttur: Hreindýralundir með villibráðarsoðsósu, kartöflumús og gljáðu grænmeti. Gert er ráð fyrir tveimur kílóum af hreindýralundum fyrir átta manns, eða um 250 grömm á mann. Með hreindýrinu er gott að bera fram bragðsterkt rauðvín og segir Stefán að best sé að nota vín sem eru krydduð, þurr og kröftug. Kryddlögur fyrir hreindýr 20 gr steinselja 20 gr kerfill 10 gr rósmarín 10 gr timjan 5 gr fennelduft 250 ml olía 20 ml truffluolía 6 gr salt og pipar Allar kryddjurtirnar eru steyttar saman við olíuna eða handsaxaðar og hellt yfir hreindýralundirnar. Kjötið er látið marínerast í 1-2 daga í þessum kryddlegi. Hreindýralundirnar eru brúnaðar á mjög heitri pönnu til að loka kjötinu, og eru síðan eldaðar í ofni á 110 gráðum í um það bil 25-28 mínútur eða þar til kjarnhiti mælist 55-58 gráður með kjötmæli. Þegar búið að elda kjötið er gott að láta það standa í 4-5 mínútur áður en það er skorið, því annars tapast úr því vökvinn. Hreindýrasósa 700 ml villisoð (OSCAR) 1 dl madeira 1 dl púrtvín 25 gr þurkaðir villisveppir salt og pipar smjörklípa smjörbolla ef þarf 100 gr hveiti / 75 gr smjör sósulitur Sveppirnir eru lagðir í bleyti þar til þeir verða mjúkir og eru síðan saxaðir og steiktir upp úr smjöri. Síðan er víni bætt út í, þar á eftir villisoði. Það er síðan saltað og piprað og allt látið malla í um það bil 45 mínútur. Þykkt með smjörbollu ef þurfa þykir. Kartöflumús 500 gr kartöflur 1½ dl rjómi 35 gr parmesanostur salt og pipar smjörklípa 1 tsk marinn hvítlaukur Kartöflur eru soðnar, síðan flysjaðar og stappaðar í gegnum sigti. Þær eru síðan soðnar í rjómanum, kryddaðar til og smjörið sett út í og þykkt með osti. Sykursíróp fyrir grænmetið 300 ml vatn 100 gr sykur Litlar gulrætur og spergill flysjað og snyrt. Sykursírópið er látið sjóða niður þar til það er orðið þykkt, en þá er grænmetið sett út í og látið sjóða í 4-5 mínútur eða þar til það er orðið gljáð og soðið í gegn. Forréttur: Andalæri (confit) í austurlenskri sósu. Lærin söltuð með grófu salti og látin liggja í 1-2 tíma. Má krydda til með smá timjani og rósmaríni. Lærin eru síðan skoluð og sett í pott til suðu. Þau eru látin malla á lágum hita þar til kjötið er laust frá beinunum eða í um þrjá klukkutíma. Þetta má undirbúa daginn áður, en áður en lærin eru borin fram eru þau hituð í ofni á háum hita til að brúna fituna. Austurlensk sósa 150 gr sykur 120 gr fínt saxaður engifer 120 gr fínt saxaður shallot-laukur 1 msk sesamolía 2 l kjúklingasoð 2-3 msk sætt chili 2 stk sítrónugras 2-3 dl Kikkoman sojasósa (mikil- vægt að nota Kikkoman en ekki aðrar gerðir) sósulitur þykkt með maísena smá kjötkraftur Grænmetið er brúnað í sykrinum, vökvanum er síðan bætt út í og látið sjóða í um það bil 1½ tíma. Síðan er smakkað til og þykkt með maísena. ■■■■ { jólin 2005 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.