Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 93

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 93
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR ER MÆTTUR Á DVD JÓI FEL 6 SÆLKERAÞÆTTIR OG VEGLEGUR UPPSKRIFTARBÆKLINGUR FYLGIR! KOMINN Í NÆSTU VERSLUN! FÓTBOLTI Bjarni Jóhannson, þjálf- ari Breiðabliks, og Birkir Krist- insson, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður ÍBV, hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Eyjólfs Sverrisson- ar hjá íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu. Báðir skrifuðu þeir undir tveggja ára samninga við KSÍ en Bjarni mun sjá um að aðstoða Eyj- ólf við almennar æfingar á meðan Birkir mun sjá um markmanns- þjálfun liðsins. „Það er erfitt að slíta sig frá landsliðinu,“ sagði Birkir hlæj- andi við Fréttablaðið í gær eftir að tilkynnt hafði verið um ráðn- ingu hans. Birkir hefur verið viðloðandi landsliðið allt frá því að hann var valinn fyrst í ólymp- íulandsliðshópinn svokallaða árið 1988 en honum lauk síðan form- lega í vináttuleiknum gegn Ítalíu síðasta sumar. Nú er hann hins vegar snúinn aftur í landsliðið sem þjálfari sem þýðir að þegar hinn nýi samningur hans við KSÍ rennur á enda er tíminn með landsliðinu farinn að slaga hátt í tvo áratugi. „Ég ætlaði upphaflega ekki að taka nein þjálfarastörf að mér en það má segja að þetta hafi verið tilboð sem ég gat ekki hafnað,“ segir Birkir sem býr ekki yfir neinni þjálfaramenntun að viti, aðeins gríðarlegri reynslu. „Ég treysti mér alveg í þetta starf sem er vissulega svolítið öðru- vísi en hefðbundið þjálfarastarf,“ sagði Birkir og bætti því við að þetta yrði að öllum líkindum hans fyrsta og síðasta þjálfarastarf. „Ég held að þetta verði mjög fínt og ég þarf allavega ekki að kynnast neinum. Mér líst mjög vel á þetta teymi, við þjálfararnir þekkjumst allir frá fyrri tíð og ég hlakka til að takast á við þetta.“ Í tilkynningu frá KSÍ kemur fram að Bjarni sé gríðarlega reyndur þjálfari sem lokið hafi hæsta stigi sem boðið er upp á í þjálfaramenntun hér á landi. Þá segir að Birkir sé einn reynslu- mesti leikmaður íslenskrar knatt- spyrnu frá upphafi en hann er sá leikmaður sem leikið hefur flesta leiki í efstu deild, eða 320 samtals. Þá hefur hann leikið 74 A-lands- leiki fyrir Íslands hönd. vignir@frettabladid.is Þjálfarateymi íslenska landsliðsins í knattspyrnu hefur verið ákveðið: Bjarni og Birkir aðstoða Eyjólf ÞJÁLFARATEYMIÐ Þremenningarnir sem munu koma til með að bera ábyrgð á árangri íslenska landsliðsins í knattspyrnu næstu þrjú árin: Birkir Kristinsson, Eyjólfur Sverrisson og Bjarni Jóhannsson. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓHANN KRISTINSSON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? DESEMBER 17 18 19 20 21 22 23 Þriðjudagur ■ ■ SJÓNVARP  16.30 Besti leikmaður heims á Sýn. Útsending frá kjörinu sem fram fór í gærkvöld.  18.00 Íþróttaspjallið á Sýn.  19.00 Ensku mörkin á Sýn. Mörkin og marktækifærin úr ensku 1. deild- inni.  19.30 Enski deildarbikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Birmingham og Man. Utd.  20.00 Þrumuskot á Enska bolt- anum.  21.00 Að leikslokum á Enska boltanum.  21.30 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Barcelona og Celta Vigo. FÓTBOLTI Forseti FIFA, Sepp Blatt- er, er vanur að hrista upp í hlut- unum og hann gerði það enn eina ferðina í gær þegar hann réðst nokkuð harkalega að Chelsea en hann er ekki hrifinn af þeim fjölda útlendinga sem spila með liðinu. „Ef félög geta aðeins haft fimm útlendinga í byrjunarliðum sínum þá neyðast þau til að sinna unglingastarfinu betur. Þá gæti Roman Abramovich ekki lengur keypt alla bestu menn heims fyrir fáránlegar upphæðir. Chelsea er dæmi um hvernig hlutirnir eiga ekki að vera og við viljum ekki sjá slíkt gerast úti um allan heim,“ sagði Blatter sem ætlar að berjast fyrir því að hömlur verði settar á fjölda erlendra leikmanna hjá félagsliðum. „Stuðningsmenn- irnir verða líka nánari leikmönn- unum ef fleiri þeirra eru heima- menn. Þessi breyting mun líka sjá til þess að hinir ríku hætta að verða ríkari og að hinir fátækari hætti að verða fátækari. FIFA telur það vera rétta þróun. Það eru aðeins einn til tveir heima- menn hjá Liverpool og Bayern München og það er ekki gott fyrir fótboltann,“ sagði Blatter. Þess má geta að fjöldi enskra leikmanna er í aðalliðshóp Liverpool og þar af landsliðsmenn þannig að þessi fullyrðing Blatters stendur ekki alveg undir sér rétt eins og marg- ar aðrar sem hann hefur látið frá sér. Ekki er talið líklegt að hug- myndir Blatters nái í gegn. - hbg Blatter ræðst harkalega á leikmannastefnu Chelsea: Chelsea ekki til fyrir- myndar í stefnu sinni FÓTBOLTI Það var mikið um dýrðir í óperuhúsinu í Zurich í Sviss þegar kjöri besta knattspyrnufólks heims var lýst. Valið er á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, og það eru landsliðsþjálf- arar og landsliðsfyrirliðar sem kjósa. Það þarf vart að koma á óvart að Brasilíumaðurinn Ronaldin- ho, leikmaður Barcelona, sigraði kjörið með miklum yfirburðum (956 stig). Englendingurinn Frank Lampard, leikmaður Chelsea, varð annar (306 stig) og félagi Ronald- inho hjá Barcelona, Samuel Eto´o, varð þriðji (190 stig). Þetta var annað árið í röð sem Ronaldinho hlýtur þessi verðlaun. Hjá konunum var þýska stúlk- an Birgit Prinz kjörin best þriðja árið í röð (513 stig). Brasilíska stúlkan Marta var önnur (429 stig) og bandaríska stúlkan Shannon Boxx varð þriðja (235 stig). Engin knattspyrnukona hefur áður verið valin þrjú ár í röð. Þess má geta að landsliðsfyr- irliðinn Eiður Smári Guðjohnsen valdi Ronaldinho í fyrsta sætið, Adriano í annað og Lampard í það þriðja. Landsliðsþjálfararnir fyrrverandi, Ásgeir og Logi, völdu Kaká fyrstan, Ronaldinho var annar hjá Ásgeiri og Loga og Frank Lampard þriðji. Landsliðsfyrirliðinn Ásthildur Helgadóttir setti Prinz aðeins í þriðja sætið hjá sér en Marta var fyrst og Renate Lingor önnur. Landsliðsþjálfarinn Jörundur Áki Sveinsson setti Mörtu í fyrsta sætið, Prinz í annað og Lingor í það þriðja. - hbg Ronaldinho er langbestur Landsliðsþjálfarar og fyrirliðar völdu Brasilíumanninn Ronaldinho besta leik- mann heims árið 2005. Birgit Prinz var valin besta knattspyrnukona heims. RONALDINHO Var kjörinn besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA með miklum yfirburðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.