Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 44
4 ■■■■ { jólin 2005 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ „Þetta var þannig að mamma gamla var alltaf með alla fjölskylduna á jóladag. Svo stækka fjölskyldur eins og gengur og gerist og það varð of mikið stress og álag fyrir mömmu að standa í að sjá um allan matinn og halda svona stóra veislu,“ segir María Guðmundsdóttir, fyrrverandi ritstjóri hjá útgáfufélaginu Heimi. „Þá þróaðist þetta þannig hjá okkur að við systkinin ákváðum bara að slá saman í jólaveislur og hver og einn í fjölskyldunni kemur með eitthvað.“ Alls eru þetta um 35 manns sem mæta í jólaboðin í fjölskyldu Maríu, en þau systkinin skiptast á að halda boðið. Þau borða yfirleitt það sama, hefðbundinn jólamat, heitt hangikjöt með kartöflumús og öllu tilheyrandi ásamt síld, rækjuhlaupi, rækjum í aspas, magálum, eplasalati og öðrum réttum sem hæfa köldu borði á jóladag. Móðir Maríu mætir að sjálfsögðu í boðin en hún er hætt að þurfa að sjá um veitingar. Barnabörn hennar eru farin að sinna eftirréttunum. „Þetta er svona fremur hefðbundinn matseðill sem helgast af því að við vorum vön að fá þennan mat á jóladag í foreldrahúsum í gamla daga og flestir vildu halda sig við þessa hefð, ekki síst börnin okkar,“ segir María. „Við skiptum með okkur verkum þannig að allir innan þessara fimm fjölskyldna taka eitthvað að sér. Vanalega þarf gestgjafinn lítið að sjá um annað en að bjóða upp á húsnæðið, diska, glös og þess háttar, svo hans hlutverk er minna í undirbúningnum af því að hann heldur boðið. Þetta hefur gefið mjög góða raun.“ Annað sem þetta fyrirkomulag gerir, að sögn Maríu, er að fólk verður áhugasamara um jólaboðið og hlakkar meira til að mæta. „Þarna eru allir þátttakendur. Allir slá saman og þetta verður minni vinna fyrir hvern og einn, en samt jafnglæsilegt jólahlaðborð og er ekki nein brjálæðisleg vinna fyrir einhvern einn aðila, sem er náttúrulega mikið álag, sérstaklega þar sem flestar konur vinna úti í dag,“ segir María. Jólaboðið gert einfalt María Guðmundsdóttir og systkini hennar fjögur brugðu á stórsniðugt ráð þegar móðir þeirra tók að eldast og fjölskyldan að stækka og stór jólaboð urðu heldur mikil vinna fyrir eina roskna konu. Innkaupalisti MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR FYRIR 30 MANNA MATARBOÐ Forréttur: 500 gr rækjur (í 2 form) 1 dós kræklingur 3-4 egg (harðsoðin) 2 bréf Toro-hleypir (Aspas-gelé) Skreytt með niðurskorinni papriku og gúrkum Í sósu þarf majónes og/eða sýrðan rjóma og sweet relish 2x200 gr dósir kartöfluflísar 3 tegundir síld 3-4 pk rúgbrauð Aðalréttur: 3 kg hangilæri 2,0-2,4 kg hangiframpartur 2 pk ca 0,5 kg magáll 2,6-3,0 kg bökunarkartöflur fyrir kartöflumús 2 heildósir grænar baunir Heimalagað rauðkál ( 1 meðal- stórt rauðkálshöfuð, 2-3 msk svínafeiti/smjör eða smjörlíki, 1 stór laukur, 4 epli, 3dl rauðvínsedik eða rifsberjasaft, 10 negulnaglar, salt og síróp) Jólasalat (smjör, hveiti, mjólk, 150 gr rauðbeður + safi, 3 epli, sinnep, salt og smá sykur) Laufabrauð 20-30 stykki Eftirréttur Heimalagaður ís um 6 lítrar karamellusósa ( sykur, rjómi soðið vatn) ískex Kaffi og konfekt Gos, Egils malt 12x0,5 l Egils appelsín 6x2 lítra flöskur. Þeir sem vilja taka með sér rauðvín eða bjór. Matseðillinn Fjölskylda Maríu hefur haldið lista yfir hvað þarf í jóladagsboð fyrir 30 manns og deilir hún listanum með lesendum Fréttablaðsins. Forréttur: Rækjuhlaup ( með rækjum, skelfiski og eggjum) borið fram með kokteilsósu og kartöfluflísum. Síld og rúgbrauð. Aðalréttur: Hangikjöt, magáll, kartöflumús, grænar baunir, heimalagað rauðkál, jólasalat (epla-og rauðbeðusalat) ásamt laufabrauði. Desert. Heimalagaður ís, heimalöguð karamellusósa og ískex. Kaffi og konfekt. María Guðmundsdóttir, fyrrverandi ritstjóri, að elda rauðkál í eldhúsinu sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.