Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 26
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að íslenskur sjáv- arútvegur sé traustur og samkeppnishæfur eins og samanburðarathug- anir leiði ljós. Hann seg- ir í samtali við Jóhann Hauksson að hátt gengi krónunnar sé alvarleg ógnun við greinina en telur jafnframt að það muni síga von bráðar. Hveitibrauðsdagar Einars K. Guð- finnssonar sjávarútvegsráðherra eru senn á enda, en hann tók við embætti á ríkisráðsfundi á Bessa- stöðum 27. september síðastliðinn. Einar er Vestfirðingur og sjáv- arútvegur er honum í blóð borinn. Hann hefur áhyggjur af því hve grátt gengi krónunnar hefur leikið sjávarbyggðirnar en trúir því að senn muni það síga sjávarútvegi og sjávarbyggðum til hagsbóta. Einar styður kvótakerfið og telur það hagkvæmt. Hann bend- ir á að samanburðarathuganir við norskan sjávarútveg sýni svart á hvítu hve samkeppnishæfur íslenski sjávarútvegurinn sé. Margir eru vafalaust ósammála nýja sjávarútvegsráðherranum um eitt og annað, en þótt hann boði enga uppstokkun hefur hann reif- að athyglisverðar áherslubreyt- ingar, meðal annars í umræðum á Alþingi. Stýrum notkun veiðarfæra „Ég lagði á það áherslu í upphafi ferils míns hér í ráðuneytinu að komið væri að ákveðnum þátta- skilum. Búið væri að gera miklar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða og stilla af línurnar milli hins hefðbundna aflamarkskerfis ann- ars vegar og smábátaveiðanna hins vegar. Byggðaþátturinn væri fólginn í byggðakvótanum og línu- ívilnun. Það þýðir hins vegar ekki að verkefninu sé lokið. Við höfum auðvitað áhyggjur af því að við höfum ekki náð þeim árangri í uppbyggingu þorskstofnsins sem ástæða væri til. Við sjáum sam- hengi milli afkomu þorskstofns- ins og fæðuframboðsins. Enn- fremur er ástæða til þess að hafa áhyggjur af stærsta þorskinum í stofninum sem verðmætastur er fyrir hryginguna. Það er ekki nægjanlegt að ákveða aðeins afla- magnið heldur þurfum við að huga að því hvernig við veiðum. Við höfum beitt aðgerðum til þess að draga úr sókn í stærsta fiskinn. En það er ekki nóg. Það sem ég les meðal annars út úr skýrslum Haf- rannsóknastofnunarinnar er að þorskurinn hafi ekki þá fæðu sem þyrfti að vera og það hefur áhrif á þyngd hans og holdarfar. Síðan hafa menn bent á að fæðuskort- urinn geti haft áhrif til lækkunar á kynþroskaaldri. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að nota veiðarfærin til þess að stjórna þessu. Við þurfum að átta okkur miklu betur á virkni mismunandi veiðarfæra. Það er verið setja upp miðstöð veiðarfærarannsókna í starfsstöð stofnunarinnar á Ísa- firði og ráðgert er að auka þessa starfsemi. Margir sjómenn setja spurningamerki við auknar loðnu- veiðar í flotvörpu. Brýnast nú er að slá máli á stærð loðnustofnsins áður en frekari ákvarðanir verða teknar.“ Vill ekki auka veiðar Margir sjómenn og nokkrir fiski- fræðingar telja heillaráð að veiða meira af þorski þegar hann hefur hvort eð er ekki næga fæðu í haf- inu. Sjávarútvegsráðherra telur þetta ekki einfalt. „Ég held að breytingarnar í hafinu megi líka rekja til umhverfisþátta, hækk- andi hitastigs og fleiri atriða. Það leikur enginn vafi á að breytingar á umhverfisskilyrðum í innfjörð- um hafa haft afgerandi áhrif á rækjuveiðarnar. Þorskurinn hefur gengið inn í firðina og sömuleiðis ýsan sem gaddar í sig rækjuna. Við eigum ekki gott með að hafa áhrif á svona atriði. Ég hef lýst því yfir að ég vilji ekki breyta 25 prósenta aflareglunni til hækkun- ar eða lækkunar. Fiskifræðingar hafa margir talið að skynsamlegt væri að lækka hlutfall þess sem taka má úr hverjum stofni. Ég held að ástæða sé til að bíða átekta og sjá hvort aðrar aðgerðir, til dæmis til að verja stærsta þorskinn, geti ekki skilað árangri.“ Gengið mun lækka Hefur þú engar áhyggjur af sjáv- arbyggðum sem bera skarðan hlut frá borði í góðærinu? „Það er ekki vafi á því að alvar- legasta ógnunin við sjávarútveg- inn í dag er gengi krónunnar. Ég hef lagt út af þessu á öllum fundum sem ég hef verið á að undanförnu. Staðan er alvarleg. Sjávarútvegur- inn tapar tekjum sem kemur auð- vitað fram í lækkandi tekjum fólks sem starfar í greininni og minnk- andi tekjum sjávarbyggðanna. Að mínu mati hlýtur það að gerast fyrr en seinna að krónan gefur eftir. Við sjáum að hækkandi vextir Seðlabankans hafa verið að bíta á vaxtastigið og ættu aðgerðirnar að draga úr spennunni, sérstak- lega á íbúðalánamarkaðnum sem er hin raunverulega uppspretta þenslunnar og tilefni Seðlabank- ans til að hækka stýrivextina. Kjarni málsins er sá að ástand- ið nú er tímabundið. Viðskiptahall- inn er 10 til 12 prósent eða á annað hundrað milljarðar króna og það sjá allir að svoleiðis ástand getur ekki staðið lengi. Skuldir sjávar- útvegs eru gríðarlegar en þetta er tæknivædd og vel skipulögð atvinnugrein og ég veit að hún stendur undir þessu í heild sinni,“ segir Einar. Aukinn byggðakvóta? Kristinn H. Gunnarsson þingmað- ur Framsóknarflokksins og stjórn- arliði af Vestfjörðum hefur sagt að 20 þúsund tonna byggðakvóti geti snúið þróuninni til hins betra. Einar er þessu ekki sammála. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki lausn að deila út kvóta með handvirkum hætti. Úthlutun byggðakvóta er eitt helsta deilu- mál viðkomandi byggðarlaga. Ég tel að beita eigi byggðakvótum mjög afmarkað til þeirra byggða- laga sem verða fyrir áföllum en við eigum ekki að láta byggða- kvóta verða stóran hluta af okkar fiskveiðistjórnunarkerfi. Við höfum gripið til annarra úrræða. Við höfum komið á línu- ívilnun sem gefur þúsundir tonna. Þetta hefur virkað vel fyrir mörg byggðarlög. Við höfum styrkt gíf- urlega grundvöll smábátaútgerðar í landinu og aukið veiðirétt þeirra svo mjög að mörgum þykir nóg um. Allt er þetta liður í því að búa til tækifæri og úrræði fyrir minni byggðir. Að mínu viti hefur margt verið gert sem tengja má byggða- sjónarmiðum. Mér finnst ástæða til þess að vekja athygli á að sjávarútvegur- inn er gríðarlega öflug grein eins og samanburður sýnir glögglega. Svo gleyma menn gjarnan því að sjávarútvegurinn er þekkingar- iðnaður og hátæknigrein. Menn tala mikið um vanda hátæknifyr- irtækja. Ég skil ekki þann mun sem menn gera á hátæknifyrir- tækjum og sjávarútvegi. Marorka, Marel, 3X Stál og mörg önnur fyr- irtæki hafa orðið til sem hátækni- fyrirtæki vegna nálægðarinnar við sjávarútveginn. Lausnirnar í sjávarútvegi byggjast á hugviti og þekkingu. Ég er sannfærður um að gengið gefur eftir og hagur þessara fyrirtækja vænkast. Auð- vitað verðum við að stuðla að því líka.“ Óskiljanlegt verð á kvóta Fram hafa komið upplýsingar á Alþingi um gríðarlegan tilflutning á kvóta, bæði í viðskiptum með varanlegan kvóta en ekki síður með stórfelldri leigu á aflaheim- ildum. Og verðið er hátt og hefur jafnvel farið hækkandi þrátt fyrir ótryggar aðstæður. „Mér er í rauninni óskiljan- legt hvers vegna kvótinn hækkar svo mikið við þær efnahagslegu aðstæður sem eru í sjávarútvegin- um,“ segir Einar. „Það er útlokað að stýra fisk- veiðum, hvort sem um er að ræða aflamarkskerfi eða sóknarstýring- arkerfi, án þess að heimila fram- sal á heimildum. Fiskveiðistjórn- un sem ekki heimilar slíkt verður óhagkvæmt eins og margoft hefur sýnt sig. Framsalið er reyndar ein leið til þess að hleypa nýliðum inn í greinina. Ég hef ekki farið í þessar upplýsingar skip fyrir skip en ég sé að að sumu leyti er þetta þannig að verið er að flytja kvóta á milli tengdra og skyldra fyrirtækja. Ég sé ekkert athuga- vert við það. Þar eru menn aðeins að ná fram hámarkshagræðingu í útveginum sem alltaf er verið að krefjast af honum til þess að hann geti staðið undir þessum miklu lífskjörum. Ég sé ekki ástæðu til að bregðast við neinu þarna með ógnarharða. Útgerðirnar verða alltaf að veiða sjálfar ákveðið lágmarkshlutfall af kvóta sínum. Ég hef ekki séð ástæðu til þess að auka veiðiskylduna og takmarka þar með möguleika til leiguvið- skipta. Það gæti raskað stöðu ýmissa minni útgerða sem þurfa á því að halda að leigja til sín kvóta. Það eru ýmsar útgerðir sem leigja til sín og eru í örum vexti. Það á til dæmis við um fyrirtæki á Vest- fjörðum sem leigja aflaheimild- ir af því þau eru að vaxa,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. 24.900 kr. MOTOROLA V3 RAZR SÍMI Alvarlegasta ógnunin er gengið EINAR K. GUÐFINNSSON SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA „Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki lausn að deila út kvóta með handvirkum hætti.“ FRÉTTAVIÐTAL JÓHANN HAUKSSON johann@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.