Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 10
MILLIRÍKJASAMSKIPTI Veruleg-
ar tafir hafa orðið á skipan nýs
sendiherra í sendiráð Bandaríkj-
anna í ár. Nýi sendiherrann, Carol
van Voorst, kemur ekki til starfa
fyrr en í janúar en James I. Gads-
den hætti í júlí. Sendiráðið hefur
því verið sendiherralaust í tæp-
lega hálft ár þó að staðgengill hafi
vissulega verið þar að störfum.
Pia Hanson, upplýsinga-
fulltrúi bandaríska sendiráðs-
ins, segir að þó að sendiherr-
arnir fari á sumrin þá byrji
þessir nýju aldrei fyrr en
á haustin og fer þetta allt
eftir því hvað H v í t a
húsið er fljótt að
t i l nefna
nýjan sendiherra. Drátturinn nú
sé í lengra lagi en ekkert óeðlileg-
ur. Sendiherrann taki aðeins til
starfa einum til tveimur mánuðum
seinna en venjulega.
„Það fer eftir því hvað það er
mikið að gera í Hvíta húsinu og
þinginu, hvort þarf að setja marga
sendiherra í stöður á sama tíma og
svo framvegis,“ segir Pia og bætir
við að van Voorst hafi nýlega lokið
störfum í Vínarborg, þar sem hún
var stað- gengill sendiherra,
og sé nú í sendiherraþjálfun í
Banda- ríkjunum.
Pia segir að starfsemi sendi-
ráðsins einkennist af rólegheitum
um jól og nýár og því hafi ekki
tekið því fyrir nýja sendiherrann
að mæta til starfa fyrr en á nýju
ári. Það sé engin pólitík á bak við
það.
Steingrímur J. Sigfússon, full-
trúi Vinstri grænna í utanríkis-
málanefnd, telur dráttinn á skipan
sendiherra sýna að Bandaríkja-
menn hafi ekki miklar áhyggjur
af varnarviðræðunum við Íslend-
inga og benda til þess að þeir taki
þau mál ekki mjög alvarlega.
„Ef þeir hefðu talið alvöru á
ferðum í samskiptum þjóðanna
þá hefðu þeir ekki látið dragast
lon og don að manna hér sendi-
herrastöðu,“ segir hann og telur
þetta óvenjulegt þar sem um
rótgróið sendiráð
sé að ræða. - ghs
Bandaríkin eru ekki
með sendiherra
Bandaríkjamenn hafa dregið í hálft ár að skipa hér sendiherra og er það
óvenjulegt þegar um svo rótgróið sendiráð er að ræða. Steingrímur J. Sigfússon
telur það sýna að þeir hafi ekki miklar áhyggjur af samskiptum þjóðanna.
BANDARÍSKA SENDIRÁÐIÐ Nýr sendiherra tekur til starfa í janúar í bandaríska sendiráðinu. Pia Hanson upplýsingafulltrúi segir að dráttur-
inn á skipan sendiherra sé heldur lengri en venjulega en engin pólitík sé á bak við það. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
03
96
12
/0
5
LANDBÚNAÐUR Haraldur Bene-
diktsson, formaður Bændasamtaka
Íslands, mótmælir fullyrðingum
um að matarverð hér myndi lækka
um þrjátíu prósent með því að fella
niður landbúnaðarstyrki.
„Þetta eru ný sannindi fyrir
mér og furðulegt að heyra þá
klifa á þessu, Sigurð Jónsson hjá
Samtökum verslunar og þjónustu
og Tryggva Þór Herbertsson, for-
stöðumann Hagfræðistofnunar,“
segir hann.
Haraldur bendir á að hér séu í
sölu landbúnaðarafurðir sem ekki
njóti styrkja og séu engu að síður
mun dýrari en í nágrannalönd-
unum. „Hér er flutt inn tollalaust
korn, hveiti, ávextir, grænmeti
og fleira. Árið 2003 var verð á
brauði og kornvöru 67 prósentum
hærra en í Evrópusambandsríkj-
unum fimmtán. Verð á sykri, sem
líka er landbúnaðarafurð, er 61
prósenti hærra en annars staðar.
Þetta segir okkur að verðmunur
á matvöru getur átt sér margar
skýringar,“ segir hann og bendir
á að hér séu föt líka miklu dýrari
en víða annars staðar. „Ég get að
minnsta kosti ekki tengt að land-
búnaðarverndartollar hafi áhrif á
verð á gallabuxum sem kosta 2.700
krónur í Bandaríkjunum en 10 til
12 þúsund krónur hér.
Haraldur tekur þó ekki svo djúpt
í árinni að segja að niðurfelling tolla
myndi ekki hafa áhrif til lækkunar
á matarverði. „Það er hins vegar
rangt að segja að allt matarverð
lækki. Við erum með helminginn
af öllum matarinnflutningi nánast
tollalausann.“ - óká
Bændasamtökin hafna fullyrðingum um verðlækkun:
Vörur án styrkja samt dýrari
HARALDUR
BENEDIKTSSON
Formaður Bænda-
samtaka Íslands.
10 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR