Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 24
20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR24
fréttir og fróðleikur
FRÉTTASKÝRING
SVEINN GUÐMARSSON
sveinng@frettabladid.is
Matvöruverð á Íslandi er 42 prósent-
um hærra en í öðrum Evrópuríkjum.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri
Samtaka ferðaþjónustunnar, segir
þetta stórt vandamál og segist litla trú
hafa á landbúnaðarráðherra.
Hvernig kemur hátt matvöruverð
niður á ferðaþjónustu?
Matarverð hefur auðvitað mjög mikil
áhrif á ferðaþjónustu þar sem veitingar
eru stór hluti af kostnaði ferðamanna.
Hvernig fer ef matvöruverð mun
ekki lækka?
Þá heldur þetta áfram að vera stór
vandi. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri
alþjóðlegri samkeppni og þarf sama
rekstrarumhverfi og nágrannaþjóðirnar
í Evrópu.
Hvers vegna hefur þú ekki trú á
Guðna Ágústssyni í þessu máli?
Ég vona svo sannarlega að hann
snúist neytendum til varnar en miðað
við ummæli hans í fjölmiðlum nýlega
virðist hann ekki vera á þeim buxun-
um að kippa þessu í liðinn.
SPURT & SVARAÐ
MATVÆLAVERÐ
Hátt verð er
stór vandi
ERNA HAUKSDÓTTIR
Framkvæmdastjóri samtaka
ferðaþjónustunnar.
Landlæknisembættið hvetur fólk á ákveðnu aldursbili, fætt á árunum
1981 til 1985, til að mæta í bólusetningu gegn hettusótt sem er
að ganga. Þá er yngra fólk sem misst hefur af bólusetningu
hvatt til að mæta, en vanfærum konum ráðlagt að láta
ekki bólusetja sig.
Hvað er hettusótt?
Hettusótt stafar af veiru og er oftast mildur sjúkdómur,
að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins.
Sjúkdómurinn er hins vegar þekktur fyrir að valda
alvarlegum fylgikvillum. Algengasti fylgikvillinn er
heilabólga, en aðrir fylgikvillar eru heyrnarskerðing og
bólga í eistum, sem getur valdið ófrjósemi, en ekki
getuleysi. Meðgöngutími sjúkdómsins er langur,
en liðið geta allt að því þrjá vikur frá smiti þar til
einkenni koma fram.
Er bólusetning örugg?
Bólusetning er sögð veita vörn gegn
sjúkdómnum og er tiltölulega örugg. Alvarlegar afleiðingar bólusetningar,
svo sem heilabólga, á sér ekki stað nema hjá einum af hverri milljón,
einn af hverri hálfri milljón verður fyrir fækkun blóðflagna
og einn af hverjum 300 þúsundum fyrir liðbólgum. Þá
er sleginn sá varnagli að fólk með ofnæmi fyrir eggjum
ætti ekki að fá bóluefni gegn mislingum, hettusótt og
inflúensu.
Hvernig lýsir sjúkdómurinn sér?
Sjúkdómurinn þekkist oftast á bólgum og eymslum
í andliti barna, en þær koma meðal annars fram í
munnvatnskirtlum, sem eru framan við eyru og undir
kjálkabarði. Verkir geta verið öðru eða báðum megin í
andliti, sem og ennisverkir. Ef sjúkdómurinn hleypur í punginn
á körlum fylgja honum bólgur í eistum, verkir og jafnvel
hnúðar. Veikindin hefjast með því að óþægindi aukast í um tvo
daga og hiti hækkar. Misjafnt er hve fljótt veikindin ganga yfir,
það gæti tekið tvo til þrjá daga, en einnig dregist lengur en í
viku.
FBL-GREINING: HETTUSÓTT OG BÓLUSETNING GEGN HENNI
Viðbrögð við varasömum sjúkdómi
> Árleg neysla kindakjöts á íbúa í kílóum talið
Svona erum við
Heimild: Hagstofa Íslands
2000 2002 2003
23
,8
22
,4
21
,9
25
,7
2001 2004
24
,7
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
26.900 kr.
NOKIA 6230i
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
Ráðherrafundi Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar
sem lauk í Hong Kong um
helgina var bjargað fyrir
horn með samkomulagi um
afnám útflutningsbóta ríku
landanna árið 2013. Enn er
þó langt í að Doha-samn-
ingalotan verði til lykta
leidd.
Sérkennilegt andrúmsloft ríkti
við slit ráðherrafundar Alþjóða-
viðskiptastofnunarinnar WTO í
Hong Kong í fyrradag. Þótt flest-
ir hafi fengið eitthvað fyrir sinn
snúð var samt augljóst að enginn
var fyllilega ánægður með sitt.
Margt gott er vissulega að finna
í samkomulaginu sem undirritað
var í lok fundarins en fyrirvararn-
ir á því eru of margir til að hægt
sé að segja að mikill árangur hafi
náðst.
Sé hins vegar litið til þess að
fyrir helgi stefndi allt í að ráð-
stefnan misheppnaðist algerlega
má færa fyrir því rök að um
ákveðinn varnarsigur hafi verið
að ræða fyrir stofnunina þar sem
tveir síðustu fundir hennar voru
samfelldur táradalur.
Bjartsýnin í lágmarki
Upphaflegt markmið Hong Kong-
fundarins var að ljúka svonefndri
Doha-lotu WTO sem hófst í sam-
nefndri höfuðborg Katar árið
2001. Tilgangur hennar var að efla
enn frekar frjáls viðskipti í heim-
inum, með sérstakri áherslu á að
bæta stöðu þróunarlandanna.
Viðskiptahindranir, svo sem
tollar og niðurgreiðslur, sem hinar
ríkari þjóðir halda uppi gera það
að verkum að afurðir fátæku ríkj-
anna eru ekki samkeppnisfærar.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríku
landanna var hins vegar fljót-
lega ljóst að engin tímamót yrðu
í Hong Kong. Fyrir fundinn sagði
Pascal Lamy, framkvæmdastjóri
WTO, að 55 prósent vinnunnar við
að ljúka Doha-lotunni væri ólokið.
Á sunnudaginn hafði það hlutfall
hækkað upp í sextíu prósent að
hans mati.
Bæturnar burt
Sjálfsagt eru merkilegustu tíðindi
fundarins að útflutningsbætur til
búvara verða lagðar niður árið
2013. Þróunarlöndin, með Brasil-
íumenn í broddi fylkingar, höfðu
raunar krafist að bótabannið tæki
gildi strax árið 2010 en á það vildi
Evrópusambandið ekki fallast.
Slíkar bætur hafa tíðkast lengi
innan sambandsins til að selja
umframframleiðslu – smjörfjöllin
og vínvötnin alræmdu – á niður-
greiddu verði á erlendum mörk-
uðum svo að offramboð, og þar
með lágt verð, myndist ekki á
heimamörkuðum. Um verulegar
fjárhæðir er að ræða, rúmir 205
milljarðar króna á síðasta ári, þar
af fengu evrópskir mjólkurfram-
leiðendur 113 milljarða. Böndum
hefur hins vegar að mestu verið
komið á framleiðsluna þannig
að bæturnar eru aðeins hluti af
því sem áður gerðist þannig að
árangurinn er kannski ekki eins
markverður í dag og hann hefði
verið fyrir fimmtán árum. Niður-
greiðslum á útfluttri bandarískri
baðmull verður þó hætt strax á
næsta ári sem er Afríkubúum
mikið fagnaðarefni.
Ekkert samkomulag náðist
aftur á móti um niðurfellingu á
tollum. Bandaríkin, Japan og ESB
knúðu mjög á um að tollar þróun-
arríkjanna á iðnvörum og þjón-
ustu yrðu afnumdir og þau vildu
á móti að landbúnaðartollar ríku
landanna yrðu felldir niður.
Hlutur fátækustu landanna réttur
Í samræmi við markmið Doha-
lotunnar ákváðu fundarmenn í
Hong Kong að stórauka hlut 32
fátækustu landa heims, þar sem
þjóðarframleiðsla á mann er undir
750 bandaríkjadölum á ári, í milli-
ríkjaviðskiptum með því að fella
niður tolla og innflutningskvóta á
útflutningsvörur þeirra. Um þetta
ríkti þó ekki meiri sátt en svo að
ákveðið var að leggja mætti slíkar
innflutningshömlur á þrjú prósent
af framleiðslu fátækustu ríkjanna.
Þessari undanþágu fengu Japanar
og Bandaríkjamenn framgengt,
þeir fyrrnefndu vegna ódýrra
hrísgrjóna frá nágrannalöndum
og þeir síðarnefndu vegna vefn-
aðarvara frá Bangladess. Að sögn
breska blaðsins Independent þýðir
þetta að áfram verði lagðir tollar á
200-300 mikilvæga vöruflokka.
Tíminn er naumur
Ofangreint mat Pascal Lamy á
stöðunni virðist því eiga við rök
að styðjast, enn er langt í land.
Sátt hefur náðst um nokkur mik-
ilvæg deiluefni en enn á þó eftir
að leysa mun erfiðari mál til að
hægt sé að reka smiðshöggið á
Doha-lotuna. Samkomulagið á
sunnudaginn gerir ráð fyrir að
þeirri vinnu verði lokið 30. apríl
2006 en miðað við árangur Hong
Kong-viðræðnanna verður það
markmið að teljast í bjartsýnni
kantinum.
WTO heldur andlitinu − í bili
SAMKOMULAG Í HÖFN „Í vonbrigðrasamri viku er þetta samkomulag ekki lítill árangur,“
sagði Peter Mandelson, sem fer með milliríkjaviðskipti fyrir framkvæmdastjórn ESB. Hann
sést hér með Baigong Pahimi, formanni sendinefndar Tsjad. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÁTÖK OG ÓSPEKTIR Mótmæli gegn WTO og átök þeim tengd voru minni í Hong Kong en venjan er á slíkum fundum. Ríflega 800
mótmælendur voru þó teknir fastir og 140 meiddust í áflogum við lögreglu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP