Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 99
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Það blæs
enginn á þetta
50 02 .V .B
s
met sy S
AE
KI
re tn I
© 290,-
JULEN 4 stk. kertastjakar
m/8 kertum, ýmsir litir 190,-
JULEN ljósakróna
fyrir sprittkerti 43x39 sm 990,-
HÅLLARE kertastjaki
fyrir sprittkerti 49 sm 550,-
GENIAL ilmkerti
ýmsir litir 10 stk.
JOKER kertadiskur Ø11 sm
JULEN kerti 20 stk. 19 sm
JULEN kúlukerti
ýmsir litir Ø7 sm
190,-
190,-
50,-
490,-
Hangikjöt
með kartöflum, uppstúf,
rauðkáli og grænum baunum
Opið 10:00 - 22:00 til jóla | www.IKEA.is
Jólagjöfin í ár!
LEIKIR - TÓNLIST - KVIKMYNDIR - NETIÐ
����������
���������������
�������������
Nýlega bárust fregnir af því að jólagrey hefði verið
barið til óbóta á leiðinni heim
frá vinnu sinni. Í fallegri sveit
norðan Skarðsheiðar lýsti poki
nokkur því formlega yfir í
sunnudagaskóla á dögunum að
jólasveinar væru alls ekki til
– flestum til skelfingar og undr-
unar. Ætla má að það hafi gripið
um sig örvænting í einhverjum
hellum inni á öræfum þar sem
þrettán tröllasveinar ásamt for-
eldrum eiga undir högg að sækja
á upplýsingaöld.
ALLT að sjötíu einstaklingar af
jólatröllaætt eru í útrýmingar-
hættu. Auk þeirra sem nú arka
á milli húsa að næturlagi má
nefna lítt þekktari skepnur, svo
sem Litlapung, Tút og Bagga,
Bjálfa, Froðusleiki, Steingrím og
Sleddu. Foreldrarnir eru Grýla
og Leppalúði og heimilisdýrið er
ófrýnilegt kattarkvikindi.
Í PORTÚGAL ku sveinki
færa gjafir í skó á jólanótt. Í
Ungverjalandi kemur Vetrar-
afi þann sjötta desember og þá
ber að setja hreina skó út fyrir
dyr eða glugga. Oftast setur
karlinn eitthvað gott í skó, en
ungverskir óþekktarormar eiga
þó á hættu að fá gyllta trjágrein
með. Í Lettlandi setur sveinki
gjafir undir jólatré tólf nætur
í röð og byrjar á jólanótt. Ein-
hvers staðar stendur að jólatré
hafi einmitt fyrst verið skreytt
í Lettlandi. Samkvæmt gömlum
siðum í Mexíkó á að gefa börnum
gjafir á degi vitringanna, 6. jan-
úar. „Magi“ færir Jesúbarninu
gjafir daginn þann og því þykir
við hæfi að börn í Mexíkó þiggi
gjafirnar. „Magi“ setur einmitt
gjafir í skó úti í glugga.
Í LANDI þar sem menn vilja
meina að barn sé eingetið, að
kerling sé hönnuð úr rifbeini
karls og hin fagra veröld smíðuð
á tæpri viku – þar sem ferðaþjón-
usta byggir víða á álfabyggð-
um, göldrum og tröllaskoðun er
skítt að hyskið fái ekki að vera
í friði. Ef til vill er tímabært að
slá skjaldborg um þennan forna
skríl. Pakkið hefur lengi varpað
ævintýraljóma yfir krakkaskott
sem fá drjúgan skammt af raun-
veruleikaþáttum árið um kring.
Örvadrumbur, Hrútur, Rauður
og Redda hafa dregið sig í hlé
ásamt öðrum ömurlegum syst-
kinum sínum. Þrettán bræður
reyna þó af veikum mætti að
halda merkjum hyskisins á lofti
og ekki úr vegi að standa vörð
um þessa vesalinga sem eru
hluti af þjóðararfi. Megi gleði
ríkja á ljósahátíð á öræfum og
byggðu bóli.
Íslenska
jólahyskið