Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 83
20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Hvaða jólalag fer mest
í taugarnar á þér?
HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR
BLAÐAMAÐUR: ,,Ég hef verið með lagið
,,Nei nei ekki um jólin“ á heilanum núna
undanfarna daga. Mér finnst þetta vera
frekar hryllilegt lag þar sem sá sem syngur
vill ekki að eitthvað gerist um jólin. Ég
ímynda mér alltaf að það sé eitthvað
hræðilegt sem má ekki gerast um jólin.
Fyrir utan boðskapinn sjálfan er þetta líka
bara svakalega vont lag.“
Þegar líða fer að jólum fá jólalögin að hljóma
á öldum ljósvakans í stríðum straumum. Sum
eru frábær á að hlýða á meðan önnur eru lítt
skemmtileg. Við hér á Fréttablaðinu ákváðum
því að athuga hvaða lög fara illa í fólk á þessum
árstíma. Svör viðmælendanna voru nokkuð fróðleg.
HLYNUR ÁSKELSSON ÖÐRU NAFNI CERES 4
TÓNLISTARMAÐUR: ,,Það er klárlega ,,Gils-
bakkaþula“ og þessi mjög svo leiðinlega
endurtekning sem er sífellt í því lagi. Það er
einhver leiðinda síbylja í þessu lagi sem ég
kann ekki við.“
ELÍN MARÍA BJÖRNSDÓTTIR ÞÁTTAGERÐAR-
KONA: Það eru eiginlega bara engin jólalög
sem fara í taugarnar á mér. Það er bara alls
ekki neitt sem stendur upp úr. Ég gæti hins
vegar miklu frekar nefnt
jólalög sem mér
finnst skemmtileg
heldur en þau
sem mér finnst
slæm.“
DANÍEL ÁGÚST TÓNLISTARMAÐUR: ,,Það
er að mínu mati ,,Jólahjól“ með Stefáni
Hilmarssyni og félögum í Sniglunum.
Mér finnst það sérstaklega pirrandi lag.
Þetta lag heyrist að mínu mati allt of oft í
útvarpinu.“
HELGA BRAGA JÓNSDÓTTIR LEIKKONA: ,,Ég
er nú ekki manneskja sem læt hlutina fara
í taugarnar á mér. Ég á mjög erfitt með
að gera upp á milli jólalaga. Ég þoli hins
vegar ekki þegar byrjað er of snemma að
spila jólalögin. Þegar maður fær að heyra
þetta um miðjan nóvember þá slekk ég á
á útvarpinu.“
BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR LEIKKONA:
Mikið er þetta skemmtileg spurning.
,,Jólahjól“ fer rosalega í taugarnar á mér.
Það er að mínu mati allt of oft spilað. Ég
snýst við í skinninu þegar ég heyri þetta
lag. Þegar ég heyri upphafsstefið þá fæ
ég kryppu.“
BIRGIR BALDURSSON TROMMARI: ,,Er það
ekki ,,Jól alla daga“ með Eiríki Haukssyni?
Það er þá aðallega barnakórinn á bak við
sem fer svona rosalega í taugarnar á mér í
þessu lagi.“
GUÐLAUG ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR
LEIKKONA: ,,Það fer svakalega í taugarnar
á mér lagið ,,Ef ég nenni“ sem er að mínu
mati alveg afspyrnu slakt. Svo er þarna
lag sem ég kalla hraða jólalagið. Textinn
í því lagi er vægast sagt slakur. Hann er
einhvern veginn svona ,,meiri jól meiri
jól“ eitthvað. Mér finnst það lag alveg
svakalega leiðinlegt. Þessi tvö standa
eiginlega upp úr slökum lögum um jólin.“
STEINUNN ÞÓRA SIGURÐARDÓTTIR
SÖNGKONA ÚR NYLON: ,,Yfirleitt eru ekki
nein jólalög sem fara í taugarnar á mér en
þó get ég nefnt eitt lag sem mér finnst
svolítið skrítið. Lagið ,,Ef ég nenni“ með
Helga Björnssyni er mjög gott lag en
textinn er að mínu mati arfaslakur. Það
að kaupa gjöf handa elskunni sinni ef
þú nennir, er að mínu mati ekki góður
texti.“
ELÍS PÉTURSSON HLJÓMSVEITARMEÐLIMUR Í JEFF WHO: ,,Það er ýmislegt sem kemur upp í
hugann. Þar á meðal er lagið ,,Svona eru jólin“ sem mér finnst alltaf svolítið út á kanti.“