Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 71
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR36 Ástkær móðir okkar, systir og fósturdóttir, Ólöf Guðjónsdóttir lést 12. desember. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. desember kl 11.00. F.h. annarra vandamanna. Marvin Ingólfsson Þóra Björk Ingólfsdóttir Ingi Guðjónsson Margrét Ólafsdóttir Starfsemi hófst á Landspítalanum við Hringbraut 20. desember 1930. Guð- jón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið sem í hugum margra er eitt hið glæsilegasta á Íslandi. Fram- kvæmdir hófust 1926 og í júní það ár lögðu dönsku konungshjónin hornstein að húsinu en þau voru þá í opinberri heimsókn á Íslandi. Það voru íslensk- ar konur sem beittu sér hvað harðast fyrir byggingu spítalans og gerðu þær það af því tilefni að árið 1915 var konum veittur kosningaréttur með breytingu á lögum. Stofnuðu þær þá til Landspítalasjóðs og söfnuðu peningum til byggingarinnar. Áður höfðu Kleppsspítali og Víf- ilstaðaspítali verið reistir en starf- semi spítalanna þriggja var sameinuð undir merkjum ríkisspítala árið 1935. Enn áður hafði Landakotsspítali verið reistur. 120 sjúkrarúm voru á Landspítal- anum fyrst um sinn og fyrsta daginn sem spítalinn var opinn leituðu þrír sjúklingar bót meina sinna. Guðmund- ur Thoroddsen var fyrsti yfirlæknir Landspítalans. Fyrir nokkrum árum voru ríkis- spítalar sameinaðir Borgarspítalan- um í Fossvogi og úr varð Landspítali- háskólasjúkrahús. Er það einn stærsti vinnustaður landsins með vel á fimmta þúsund starfsmenn. Fjölmörg hús tengd starfsemi Land- spítala hafa verið byggð á nærliggj- andi lóðum og raunar fer starfsemi á hans vegum fram í tugum húsa, víða um höfuðborgarsvæðið. Fyrir dyrum standa stórfelldar framkvæmdir, reisa á svonefnt hátæknisjúkrahús á Land- spítalareitnum við Hringbraut sem kosta mun tugi milljarða króna. Til marks um breytingarnar sem orðið hafa með árunum má nefna að í stað eins yfirlæknis við spítalann árið 1930 fylla yfirlæknarnir nú vel á sjöunda tuginn og yfir þeim eru sviðs- stjórar. Magnús Pétursson er forstjóri Landspítala-háskólasjúkrahúss. Eins og áður sagði teiknaði Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, Landspítalann og þykir húsið einkar fallegt. Guðjón teiknaði fjölmargar glæsibyggingar í Reykjavík og má þar nefna aðalbyggingu Háskóla Íslands, Landakotskirkju og Þjóðleikhúsið. ■ LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT: TEKINN Í NOTKUN FYRIR 75 ÁRUM Varð til fyrir áorkan kvenna LANDSPÍTALINN VIÐ HRINGBRAUT 75 ár eru liðin síðan starfsemi hófst í húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ANDLÁT Hafrún Hafsteinsdóttir, Torfufelli 31, Reykjavík, lést á Landspítalan- um við Hringbraut föstudaginn 16. desember. Salvör Gottskálksdóttir, Bröttu- kinn 25, lést á St. Jósepsspítala föstudaginn 16. desember. JARÐARFARIR 13.00 Hermann Guðmunds- son, símstöðvarstjóri frá Súgandafirði, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Sigurður Arnar Róberts- son verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. AFMÆLI Sunna Borg leikkona er 59 ára. Ólafur Haukur Johnson, skóla- stjóri Hraðbrautar, er 54 ára. Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður Landsambands Hugvits- manna, er 52 ára. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er 48 ára. Stefán Snær Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, er 47 ára. Stefán Hjörleifsson, gítarleikari í Nýdönskum, er í 41 árs. Teitur Þorkelsson, fyrrverandi fréttamaður, er 36 ára. Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi í Kópavogi, er 36 ára. Elskuleg fósturdóttir okkar Hafrún Hafsteinsdóttir Torfufelli 31, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. desember. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 13.00. Fyrir hönd barna hennar og annarra vandamanna. Helga H. Friðriksdóttir Ólafur Gunnarsson MERKISATBURÐIR 1860 Suður-Karólína verður fyrsta ríkið sem segir sig úr ríkja- sambandi Norður-Ameríku. 1915 Síðustu áströlsku hersveit- irnar fara frá Gallipoli í Tyrklandi. 1917 Fyrsta sovéska leyniþjónust- an, Cheka, er stofnuð. 1989 Hernaðaraðgerð Banda- ríkjamanna í Panama hefst til þess að steypa ríkisstjórn Manuel Noriega af stól. 1995 Friðarviðræður hefjast í Bosníu að frumkvæði NATO. FÆDDUST ÞENNAN DAG 1629 Pieter de Hooch, hollenskur málari. 1786 Pietro Raimondi, ítalskt tónskáld. 1927 Kim Young-sam, forseti Suður-Kóreu. 1946 Uri Geller, ísraelskur miðill. 1980 Ashley Cole, enskur knatt- spyrnumaður. HARVEY FIRESTONE (1868-1938) LÉST ÞENNAN DAG „Leið frumkvöðulsins er alltaf ógreiðfær.“ Harvey Firestone var bandarískur frumkvöðull í bílaframleiðslu. Þennan dag árið 1973 var spænski forsætisráðherr- ann, Luis Carrero Blanco, myrtur í bílsprengingu í Madrid höfuðborg Spánar. Forsætisráðherrann, sem var sjötugur, var á leið úr messu ásamt lífverði sínum þegar fjarstýrð sprengja sprakk nálægt bíl hans. Ráðherrann og lífvörðurinn létust samstundis og fjórir vegfarendur slösuðust. Sprengingin var svo öflug að hún þeytti bíl forsætisráð- herrans yfir þak kirkjunnar sem hann hafði setið messu í. Bíllinn lenti á annarri hæð byggingarinnar við hlið kirkjunnar og olli miklum skemmdum. Lögreglan í Madrid staðfesti ekki dauða ráðherr- ans fyrr en sex tímum eftir sprenginguna. Rannsókn leiddi í ljós tilræðið var vel skipulagt. Ódæðismenn- irnir höfðu grafið göng undir götuna sem ráðherrann var vanur að keyra eftir að hann kom úr messu, og höfðu komið sér fyrir hinum megin við götuna. Dauða forsætisráðherrans bar að garði fimmtán mínútum áður en réttarhöld yfir tíu andstæðingum ríkisstjórnar Francos áttu að hefjast. Þeir voru hand- teknir 18 mánuðum fyrr í kirkju í Madrid og sakaðir um að standa að ólöglegri samkomu. Mikil mótmæli fylgdu réttarhöldunum og mörg þús- und mótmælendur höfðu lent í úti- stöðum við lögregluna. Talið var að sprengingin tengdist réttarhöldunum og að verið væri að senda skilaboð til stuðningsmanna Francos. Luis Carrero Blanco var fyrsti spænski ráðherrann í 34 ár sem var myrtur. Þar áður var ráðherra myrtur í borgarastríði landsins árið 1939. Talið var að baskneskir þjóðernissinnar stæðu á bakvið morðið á Blanco til að hefna fyrir aftöku bas- kneskra hermanna en enginn lýsti morðinu á forsæt- isráðherranum á hendur sér. ÞETTA GERÐIST > 20. DESEMBER 1973 Forsætisráðherra myrtur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hrefna Lúthersdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 15.00. Magnús Haukur Kristjánsson Lárus Ingi Kristjánsson Lára Gunnarsdóttir Eymundur Kristjánsson Hilmar Kristjánsson Helga Ragnhildur Kristjánsdóttir Grímur Örn Grímsson Inga Lára Kristjánsdóttir Alf Berntson barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu, Alla, Eymundur og Guðjón. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Elsa Ágústsdóttir Digranesheiði 45, Kópavogi, lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. nóvember. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Þökkum sýnda vinsemd og hlýhug. Innilegar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 11G fyrir góða aðhlynningu í veikindum hennar. Garðar Jóhannesson Sigurlaug Garðarsdóttir Sigvaldi Gunnarsson Jóhanna Ólöf Garðarsdóttir Axel G. Guðjónsson Dagrún Linda Garðarsdóttir Daníel J. Pálsson Bryndís Garðarsdóttir barnabörn og fjölskyldur. FLÓÐ Mikil flóð hafa sett allt úr skorðum á stóru svæði í suðurhluta Tælands og hafa allt að 30 manns látist vegna þeirra hingað til. Loka hefur þurft stórum hluta stærstu borgar suðurhluta landsins, Hat Yai, vegna flóðanna en miklar rigningar hafa verið á því svæði að undanförnu. timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis- atburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.