Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 77

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 77
Komdu í spennandi heim afþreyingar og upplýsinga Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 3 06 37 12 /2 00 5 KOMDU Í SPENNANDI HEIM AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA 19.900 kr. NOKIA 6101 SÍMI Kl. 21.00 Stúlknakórinn Graduale Nobili heldur jólatónleika við kertaljós í Langholtskirkju. Elísabet Waage leikur á hörpu og sex kórfélagar syngja einsöng. Stjórnandi er Jón Stefánsson. „Okkur langaði bara til að gera notalega jólatónleika, koma okkur í jólaskap og kannski öðrum líka,“ segir Valgerður Guðnadóttir söngkona. Hún kemur fram á tónleikum í Neskirkju í kvöld ásamt tveimur öðrum söngkonum, þeim Ardísi Ólöfu Víkingsdóttur og Rósalind Gísladóttur. Með þeim spilar Vignir Þór Stefánsson á píanó. Á efnisskránni verða eingöngu jólalög. „Þetta eru allt saman lög sem fólk þekkir og finnst gaman að heyra, klassísk jólalög í skemmtilegum útsetningum. Við syngjum allar saman og svo erum við með dúetta líka. Þetta verður ósköp notalegt.“ Þær nefna sig Jólastjörnur, hafa sungið töluvert saman, meðal annars í kvartettinum Ópus, en þetta er í fyrsta sinn sem þær koma fram þrjár saman. „Við höfum allar verið að syngja á fullu í desember. Hún Ardís er Idolskvísa, var í fjórða sæti held ég fyrsta árið, og er að syngja í þessum Lummum,“ segir Valgerður og bætir því við að bæði hún sjálf og Rósa eigi von á barni áður en langt um líður sem greinilega megi á þeim sjá. „Við verðum því býsna skrautlegar á sviðinu í Neskirkju.“ Syngja í sig jólaskapið Hljómsveitirnar Moskvitch og Hljómsveit Hafdísar Bjarnadótt- ur halda tónleika á Kaffi Kúltúra í kvöld. Á efnisskránni er ný frum- samin tónlist auk þjóðlagatónlist- ar frá ýmsum heimshornum. Hljómsveit Hafdísar Bjarna- dóttur er komin saman á ný eftir langt tónsmíðahlé með splunku- ný lög eftir Hafdísi í farteskinu. Hljómsveitina skipa Steinunn Guðjónsdóttir á blokkflautur, Grímur Helgason á klarinett og bassaklarinett, Eiríkur Orri Ólafs- son á trompet, Kristín Þóra Har- aldsdóttir á fiðlu, Hafdís Bjarna- dóttir á rafgítar, Ragnar Emilsson á rafbassa og Scott McLemore á trommur. Að sögn Hafdísar eru nýju lögin blanda af mörgum stefnum eins og áður hefur verið. Stuðið sé aftur á móti orðið aðeins meira núna. „Ég er líka með fjölbreytt- ari aðferðir en áður. Tónsmíðarn- ar eru orðnar aðeins breiðari,“ segir Hafdís. „Ég er á öðru ári í Listaháskólanum að læra tón- smíðar og hef ég aðeins lært af því.“ Hafdís segir að tónleikarn- ir í kvöld tengist ekki neinni útgáfustarfsemi. „Þetta er ekki neitt „jóla“. Við erum ekki að kynna disk og ég held að þetta sé ágætis tilbreyting frá öllu jólastússinu.“ Hljómsveitin Moskvitch hefur verið í dvala í haust þar sem tveir meðlimir sveitarinnar stunda nám í Gautaborg. Á efnisskrá Moskvitch eru aðallega lög frá Austur-Evrópu en einnig má finna lög frá öðrum löndum, til dæmis Indlandi og Finnlandi. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 21.00. Miðaverð er 500 kr. Tilbreyting frá jólastússinu HLJÓMSVEIT HAFDÍSAR BJARNADÓTTUR Sveitin er komin saman á ný eftir langt tónsmíðahlé með splunkuný lög í farteskinu. Á knattspyrnuvelli framfaranna nefnist erindi Stefáns Pálssonar og Skúla Sigurðssonar sem flutt verður á hádegisfyrirlestri Sagnfræðingafélagsins í dag. Þeir líkja framförum í sagnfræði við knattspyrnu, Erindið er hluti af fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands sem nefnist „Hvað eru framfarir“, þar sem framfarahugtakinu hefur verið velt upp með ýmsum hætti. „Flestir í fyrirlestraröðinni hafa sett spurningamerki við hugtakið, en sumir ekki,“ segir Stefán. „En við Skúli erum sérlega miklir afstæðishyggjumenn og póst-módernistar og setjum stærra spurningamerki við hugtakið en aðrir hingað til.“ Þótt Skúli sé minni knattspyrnuáhugamaður en Stefán er líkingin við knattspyrnuvöll frá honum komin. „Hugmyndin er sú að við myndum ekki telja það framfarir í fótbolta þótt menn myndu bruna hraðar fram og aftur völlinn eins og járnbrautarlestir,“ segir Stefán. „Framfarir í fótbolta hljóta að snúast um skemmtilegt miðjuspil þar sem menn koma með flóknari fléttur og leika fram og til baka. Þannig fótbolti hugnast okkur að minnsta kosti sem og sagnfræði. Tæknisagan er okkur hugleikin og við tæpum á dæmum úr sögu símans á Íslandi sem og sögu rafvæðingar.“ Þá reyna þeir Skúli og Stefán að svara þeirri spurningu hvort viðhorf sagnfræðingsins til fram- farahugtaksins hafi ekki áhrif á störf hans, en eins og sönnum póst-módernistum sæmir komast þeir ekki að einhlítri niðurstöðu. „Án þess að ég ljóstri of miklu upp þá teljum við að framfarahugtakið sé orðið óskilgreint fyrirbæri og það er einkennandi fyrir umræðuna í dag að ferðamátinn til framfaralandsins skiptir meira máli heldur en markmiðið sjálft.“ Skúli og Stefán hafa áður flutt saman erindi og geðjast samstarfið vel, en Skúli verður reyndar fjarri góðu gamni þar sem hann er staddur í Berlín. „Við reynum að mæta því á einhvern hátt, bregðum upp myndum af honum svo hann verði alltumlykjandi,“ segir Stefán. „Við ætlum að reyna að gera þetta bæði lifandi og skemmtilegt og vonandi velta upp áhugaverðum spurningum.“ Fyrirlesturinn verður fluttur í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands og hefst klukkan 12.10 í dag. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. bergsteinn@frettabladid.is Framfarir í sögu og fótbolta STEFÁN OG SKÚLI Skúli verður fjarri góðu gamni á fyrirlestrinum á morgun en Stefán lumar á nokkrum ráðum til að mæta því og ætlar að bregða upp myndum af félaga sínum og fleira. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni, er sagt, og það má til sanns vegar færa um Óskar Lárus Ágústsson og dóttur hans Erlu Sólveigu Óskarsdóttur. Bæði hafa þau hannað húsgögn, Óskar sem smiður en dóttir hans sem lærður húsgagnahönnuður. Í dag opna þau sýningu á verkum sínum í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg í Garðabæ. Tilefnið er 85 ára afmæli Óskars, sem er í dag, og nefna þau sýninguna Eplið og eikin. „Mörgum finnst þetta sérkennilegur tími til að opna sýningu en þetta er nú einu sinni afmælisdagur hans og því verður ekki breytt,“ segir Erla, sem hefur lengi langað til þess að halda sameiginlega sýningu á hönnunargripum þeirra feðgina. Hún útskrifaðist sem húsgagnahönnuður árið 1993 frá Danmarks Design Skole í Kaupmannahöfn og hefur unnið sjálfstætt síðan. Óskar lærði húsgagnasmíði á verkstæði Hjálmars Þorsteinssonar við Klapparstíg og lauk sveinsprófi árið 1943. Erla segist aldrei hafa hugsað um það á námsárum sínum að hún væri að feta í fótspor föður síns. „Það hefur kannski staðið manni of nærri. Það er ekki fyrr en á síðustu tveimur til þremur árum sem ég hef farið að skoða hans hluti og sjá ákveðinn skyldleika. Ég hafði ekkert hugsað út í það fyrr. Ég held samt að hann hafi ekki litið á sig sem hönnuð. Þetta var bara nauðsyn, að brauðfæða fjölskylduna. En það var í honum þessi óþrjótandi sköpunarkraftur. Hann var alltaf að búa eitthvað til og skapa.“ Óskar er síður en svo hættur að smíða, þrátt fyrir háan aldur. Erla segir hann líka hafa hjálpað sér mikið. „Ég er ekki smiður og það er erfitt að fá fólk til að smíða frumgerðir af húsgögnum. Hann hefur gert þetta fyrir mig.“ Sýningin stendur til 20. janúar. Eplið og eikin ERLA OG ÓSKAR Þau feðgin opna sýningu í dag á húsgagnahönnun þeirra beggja, sem haldin er í tilefni af 85 ára afmæli Óskars. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM > Ekki missa af ... ... upplestri Kristjáns Þórðar Hrafnssonar og Sigríðar Jónsdóttur á skáldaspírukvöldi í Iðu í kvöld. ... jólatónleikum í anddyri Háskóla Íslands í hádeginu á morgun þar sem nýr stúlknakór flytur jólaverkið Ceremony of Carols eftir Benjamin Britten ásamt Elísabetu Waage hörpuleikara. ... sólstöðuhátíð Ásatrúarmanna við Kaffi Nauthól í Nauthólsvík annað kvöld, þar sem glaðst 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR42 menning@frettabladid.is !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.