Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 97
20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR62
ÞRÍR SPURÐIR TÓNLEIKAR GUS GUS Á NASA Á LAUGARDAG
Hvernig voru Gus Gus-tónleikarnir?
STOR HUMAR
skatan er
komin.
[ VEISTU SVARIÐ ]
1 10,8 prósenta aukning.
2 Bono, Melinda og Bill Gates.
3 Sólskinshestur.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Andstæðingarnir fyrr-verandi úr hringiðu
stjórnmálanna, þau Davíð
Oddsson og Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir,
eru loksins orðnir
samherjar. Þau
koma nú bæði
fram í sjónvarps-
auglýsingu til að
kynna plötuna
Úr vísnabók
heimsins, sem
hjónin Ellen
Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson
gáfu út á dögunum. Platan hefur að
geyma gullfallegar
vísur þar sem
íslensk börn af
ýmsum uppruna
syngja þjóðlög
frá 18 löndum
á 15 tungumál-
um. Allur ágóðinn
rennur óskiptur til
aðstoðar Rauða
krossins við
munaðarlaus
börn í sunnan-
verðri Afríku.
HRÓSIÐ
...fær Dj Margeir sem haldið
hefur tryllt diskókvöld á öðrum
degi jóla síðastliðin níu ár og
nú heldur hann það tíunda og
síðasta.
Plata með laginu Hjálpum þeim,
sem var endurútgefið á dögunum
í nýrri útgáfu, hefur selst í um
það bil þrjú þúsund eintökum
síðan hún fór í sölu fyrir viku.
Hvert eintak kostar eitt þúsund
krónur og miðað við að allur
ágóði renni til góðgerðarmála
hafa þrjár milljónir króna safn-
ast nú þegar.
Platan hefur verið til sölu í versl-
unum Bónuss, Hagkaupa, 10-11,
Top Shop og Nettó. Að sögn Sigrún-
ar Kr., innkaupastjóra Top Shop,
hefur verið mikið spurt um plötuna
í búðinni. „Það voru kúnnar búnir
að koma dögum áður til að spyrja
um þetta. Þeir fylgdust stíft með
því hvort við myndum fá plötuna
og hvenær,“ segir Sigrún. „Þegar
við áttum þetta til greip fólk þetta á
kassanum.“ Sigrún segir að platan
hafi verið í mikilli spilun í búðinni
og það hafi örugglega haft einhver
áhrif á þessa góðu sölu.
Nýja platan þarf þó að seljast
töluvert til viðbótar ef hún á að ná
frábærum árangri upprunalegu
plötunnar því sú seldist í nær þrjá-
tíu þúsundum eintaka árið 1985.
Komu þeir peningar að góðum
notum fyrir söfnunarátak sem þá
stóð yfir vegna hungursneyðar í
Eþíópíu. ■
Þrjú þúsund eintök seld
HJÁLPUM ÞEIM Plata með endurútgáfu af laginu Hjálpum þeim hefur selst í um það bil
3.000 eintökum.
Sjónvarpsþátturinn Sjáumst með
Silvíu Nótt er einhver umdeildasti
sjónvarpsþáttur ársins og hefur
þáttastjórnandinn ekki verið síður á
milli tannanna á fólki. Í síðasta þætti
var Silvía hneppt í gæsluvarðhald
eftir að hafa stungið söfnunarfé í
vasann og keypt fyrir það jeppa og
demantshring. Henni var þó sleppt
og gafst tækifæri til að árita nýút-
kominn mynddisk með öllum þátt-
unum auk efnis sem ekki hefur áður
komið fyrir almenningssjónir. „Það
verða þarna líka einhverjir hlutir af
netinu en þegar þátturinn fór af stað
í upphafi voru netverjar óhræddir
við að tjá sig um þessa „tík“,“ segir
Ágústa Eva Erlendsdóttir, leikkona
og nánasti samstarfsmaður Silvíu.
Árið hefur verið ansi viðburðar-
ríkt hjá þeim stöllum en þátturinn
var valinn skemmtiþáttur ársins
á Eddunni og Silvía sjálf útnefnd
sjónvarpsmaður ársins. Nú liggur
fyrir að hún muni taka þátt í Eurov-
isionkeppni Ríkissjónvarpsins en
þar flytur hún lagið Til hamingju
Ísland. „Silvía elskar sviðsljósið
og þetta verður án nokkurs vafa
ein af hennar bestu stundum og
hún á eflaust eftir að vinna þetta,“
segir Ágústa en samkvæmt síðustu
fregnum úr herbúðum drottning-
arinnar verður Einar Bárðarson
umboðsmaður hennar en Þor-
valdur Bjarni Þorvaldsson semur
lagið. Ágústa útilokar heldur ekki
að Silvía muni beita öllum brögð-
um til að ná sínu fram. „Kannski
fá einhverjir keppendur heimsókn
frá Arnari Grant og Boris,“ segir
Ágústa dularfull.
Fyrr á þessu ári var greint frá
því að erlendar sjónvarpsstöðvar
hefðu sýnt því áhuga að fá Silvíu
til liðs við sig. Gaukur Úlfarsson,
leikstjóri þáttanna, sagði að fleiri
tilboð hefðu bæst við en nú myndi
þátturinn fara í mánaðarfrí eftir
nánast stanslausa eins árs törn. „Við
ætlum að gefa okkur góðan tíma til
að skoða alla möguleika í stöðunni
svo við föllum ekki fyrir einhverju
gylliboði,“ útskýrir Gaukur sem
vildi þó ekkert tjá sig um frekari
framtíð Silvíu Nóttar. „Vinsæld-
irnar hafa komið skemmtilega á
óvart enda væri lífið hálf leiðin-
legt ef maður byggist alltaf við
velgengni.“ freyrgigja@frettabladid.is
SILVÍA NÓTT: GÆTI VERIÐ Á LEIÐINNI ÚR LANDI
Syngur Til hamingju Ísland
í Eurovisionkeppninni
SILVÍA NÓTT Var handtekin í síðasta þætti eftir að hafa stungið söfnunarfé undir stól. Hún flýr til útlanda yfir jólin en er væntanleg aftur til
að taka þátt í Eurovision.FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA
Tónlistarmaðurinn WIl Oldham er staddur hér á landi og eyddi meðal
annars föstudagskvöldinu á Nasa þar
sem hann dansaði eins og óður maður
við tónlist glysrokksveitarinnar Trabant.
Að sögn kunnugra er Oldham að taka
upp plötu hér á landi en hann er víst
algjörlega einn á ferðinni. Oldham hefur
verið á landinu í nokkrar vikur og mun
eitthvað dvelja áfram. Þetta er ekki í
fyrsta skipti sem Oldham kemur hingað
því fyrir nokkrum árum hélt hann magn-
aða tónleika á Gauki á Stöng við mikla
hrifningu viðstaddra.
Ásgeir Kolbeins-
son dagskrár-
gerðarmaður:
,,Þetta voru
alveg frábærir
tónleikar, alveg
hreint meiri-
háttar. Þessi
hljómsveit fer
vaxandi. Þeir
hefðu þó mátt
spila örlítið
lengur. Þeir
spiluðu ekki
nema í rúman
hálftíma.“
Heiðar Austmann útvarpsmaður: ,,Þeir voru algjörlega
frábærir. Þetta er eitt af fáum skiptum þegar maður
fer út á lífið og líður eins og maður sé í útlöndum.
Yfirbragðið var svo flott og þau voru svo óhefluð. Það
er langt síðan ég skemmti mér svona vel á tónleikum.“
Haraldur Gíslason
tónlistarmaður: ,,Mér
fannst tónleikarnir mjög
skemmtilegir. Ghostigital
voru mjög skemmtilegir
einnig. Það vakti mikla
lukku þegar Einar Örn
söng um fund tveggja
manna, Þeirra Halldórs
og George Bush. Gus Gus
voru einnig að standa
sig mjög vel. Þeir voru
með eindæmum flottir.
Þetta var allt mjög flott,
allt troðið af fólki og bara
eins og best verður á
kosið.“
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
LÁRÉTT: 2 gaul 6 frá 8 herma 9 bergteg-
und 11 tveir eins 12 umhverfis
14 stjórntæki 16 hróp 17 skjögur
18 nag 20 fyrir hönd 21 ógæfa.
LÓÐRÉTT: 1 gljáhúð 3 samtök 4 mikill
ávinningur 5 þunnur vökvi 7 inngangskafli
í tónverki 10 farfa 13 ónotaður 15 sjá
eftir 16 hljóðfæri 19 á fæti.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 baul, 6 af, 8 apa, 9 kol, 11 pp,
12 kring, 14 stýri, 16 óp, 17 rið, 18 bit,
20 pr, 21 ólán.
LÓÐRÉTT: 1 lakk, 3 aa, 4 uppgrip, 5 lap,
7 forspil, 10 lit, 13 nýr, 15 iðra, 16 óbó,
19 tá.