Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 18
18 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR SJÓRÁN Smábærinn Port Royal á Jamaíka hefur gott lægi fyrir skip og báta. Stutt er á ágæt fiskimið og í bænum er einn vin- sælasti sjávarréttaveitingastað- ur héraðsins, sem kaupir hvern dag mikið magn afla sem komið er með að landi. Það finnast hins vegar engir bátar eða skip í Port Royal og langt er síðan öll útgerð þaðan lagðist af. Ástæðan eru tíð sjórán á Karabíska hafinu. Það kann að hljóma undarlega árið 2005 en sjóránum á heims- höfunum hefur farið fjölgandi hin síðari ár, sérstaklega á höf- unum úti fyrir Asíu og Afríku. Tilkynnt var um 325 sjórán árið 2004, sem í létust þrjátíu manns, og fram til fyrsta september á þessu ári var tilkynnt um 221 sjórán í heiminum. Kvikmyndir og bækur hafa varpað ákveðnum dýrðarljóma á spennandi líf sjóræningja fyrr á tímum en enginn slíkur ljómi er yfir sjóræningjum nútím- ans. Flestir, ef ekki allir, eru vopnaðir nýjustu tækni í vopn- um og búnaði. Handsprengju- vörpum, sjálfvirkum rifflum og hríðskotabyssum sem þeir hika fæstir við að beita ef ekki er látið að vilja þeirra. Þeir sigla um á hraðbátum með öflugustu vélum sem til eru og gera ókleift í flestum tilvikum að elta þá uppi. Ekki bætir úr skák að land- helgisgæsla í þeim löndum sem ránin eru hvað tíðust er lítil sem engin. Hættulegustu hafsvæðin síðustu árin hafa verið undan ströndum Sómalíu, Nígeríu og Indónesíu. Bíræfni sjóræningja í Sómalíu er ótrúleg og þeir hika ekki við að elta uppi og ræna heilu farþegaskipunum full- um af ferðamönnum ef því er að skipta. Það sem af er þessu ári hefur verið ráðist á 69 skip og báta undan ströndum Afr- íku. Þar af er fjórtán tilvik við strendur Nígeríu og nítján tilvik við Sómalíu. Sjórán eru þó öllu tíðari á austanverðu Indlandshafi. Fram að september á þessu ári höfðu borist tilkynningar um tæp- lega 130 sjórán og hafði fjölgað umtalsvert milli ára. Sérstak- lega hefur mannránum fjölgað samfara sjóránunum. Önnur hafsvæði eru öruggari. Aðeins eitt sjórán hefur átt sér stað á Atlantshafinu þetta árið og var það framið undan strönd- um Kanaríeyja. Undan ströndum Suður-Ameríku höfðu tíu sjórán orðið fram að september, flest í landhelgi Perú, eða fimm talsins. Tíu tilvik sjórána áttu sér stað á karabíska hafinu á sama tíma en sjö skammt sunnan við Port Royal við strendur Jamaica. albert@frettabladid.is RÁÐIST TIL ATLÖGU Sjórán eru algengari en margur heldur og blóðugri að auki enda nota sjóræningjar nýjustu tækni og tól til glæpaverka sinna. Algengt er að sigla upp að stærri skipum og hóta áhöfninni með handsprengjuvörpu. Eftir það er haldið um borð og öllum verðmætum stolið. Einnig færist í vöxt að taka einn og einn gísl með til að tryggja undankomu. NORDICPHOTOS/AFP Kaldrifjaðir sjóræningjar eru ógn við sæfarendur Sjórán verða tíðari á heimshöfunum með hverju árinu, sérstaklega við strendur Sómalíu og Indónesíu. Rúmlega 30 manns létust í slíkum ránum á síðasta ári en alls var ráðist á 325 skip vítt og breitt um heim- inn. Sjóræningjar beita nýjustu tækni við sjóránin og taka oftar en ekki gísla til að tryggja undankomu. Ekkert fikt Björgunarsveitin Suðurnes og Lögreglan í Keflavík heimsótti 7. og 8. bekk tveggja grunnskóla í Reykjanes- bæ fyrir helgi til að kynna myndbandið „Ekkert fikt“ sem Slysavarnarfélagið Landsbjörg gefur út. Í myndbandinu er farið yfir öryggisatriði flugelda og rætt um mikilvægi öryggisgleraugna. FORVARNIR SKIPULAGSMÁL Niðurrennslissvæði Hellisheiðarvirkjunar í Ölfusi er ekki háð mati á umhverfisáhrif- um samkvæmt nýrri ákvörðun Skipulagsstofnunar. Við ákvörðunina leit Skip- ulagsstofnun til álita sem kall- að var eftir frá sveitarfélaginu Ölfusi, Fornleifavernd ríkisins, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, Orkustofnun og Umhverfisstofn- un. Allir sem umsögn veittu voru á því að fyrirhuguð rannsóknar- borhola og vegagerð henni tengd hefði ekki umtalsverð umhverf- isáhrif í för með sér. - óká Niðurrennslissvæði í Ölfusi: Þarf ekki umhverfismat KÍNA, AP Kínversku risapöndunni Basi var vel fagnað er haldið var upp á 25 ára afmæli hennar í dýra- garði í Peking um helgina. Basi hefur lifað mun lengur en flestar pöndur, en búast má við að þær nái ekki meira en tólf ára aldri. Basi glímir við of háan blóðþrýsting og taugasjúkdóm og gekkst árið 2002 undir aðgerð þar sem ský á auga var fjarlægt. Haldið var hátíðlega upp á afmæli Basi í dýragarðinum á sunnudag og henni meðal annars boðin kaka, sem hún borðaði með bestu lyst. ■ Kínverska risapandan Basi: Fagnar 25 ára afmæli sínu RISAPANDAN BASI Haldið var upp á 25 ára afmæli hennar um helgina. SKIP Nýjasti fossinn í skipaflota Eimskips, Svartfoss, kom til Nes- kaupstaðar seinni partinn í gær í sinni fyrstu Íslandsferð. Skipið er á hringferð um landið og hefur það viðkomu í Reykjavík, Bolungarvík og Akureyri auk Neskaupstaðar. Flugeldasýning beið skipsins á hafnarbakkanum í Neskaupstað og var áhöfnin boðin velkomin með rjómatertu í tilefni dagsins. Skip- stjóri Svartfoss í þessari fyrstu ferð þess til Íslands er Ívar Gunnlaugs- son. Eimskip CTG, dótturfélag Eim- skips, tók við skipinu í Álasundi í Noregi um miðjan nóvember síðast- liðinn. Svartfoss er fyrsta nýsmíði frystiflutningaskips í heiminum í tæpa tvo áratugi. Skipið er 80 metra langt og 16 metrar á breidd og er burðargeta þess 2.500 tonn, afkasta- geta þess er 30 til 40 prósentum meiri en hjá sambærilegum skipum. Skipið hefur reynst vel þessar fyrstu vikur að sögn Hjörleifs Hjör- leifssonar, skipamiðlara Eimskips- CTG í Noregi. „Menn eru að læra á skipið og það lofar mjög góðu um framhaldið,“ segir Hjörleifur og jafnframt að verkefnastaða skipsins framundan sé góð. - æþe Svartfoss er fyrsta frystiflutningaskipið í heiminum í tvo áratugi: Svartfoss kominn til landsins SVARTFOSS Nýjasta viðbótin við skipaflota Eimskips. NÝJA-SJÁLAND Lögregla í Auckland á Nýja-Sjálandi þurfti að hafa afskipti af hópi jólasveina sem gekk um götur miðbæjarins ræn- andi og ruplandi og enduðu þeir allir undir lás og slá. Jólasveinarnir vildu með þessu mótmæla viðskiptavæðingu jólanna en um fjörutíu manns tóku þátt í gjörningnum sem fólst í að brjóta flöskur og rúður í aðalverslunargötu Auckland og ræna og skemma þær vörur sem þar voru til sýnis. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað í borginni og var lögregla fljót til og handtók jólasveinanna. ■ KOMU EKKI FÆRANDI HENDI Um fjörutíu jólasveinar á Nýja-Sjálandi gistu fanga- geymslur eftir róstur og ólæti í miðbænum. Jólasveinar á Nýja-Sjálandi: Létu ófriðlega á götum úti AUKIN BÍLAEIGN Mikið umferðaröngþveiti myndast í Kabúl í Afganistan samhliða stórfelldri fjölgun farartækja. Árið 2003 voru til að mynda 340.000 almenningsfar- artæki skráð í landinu, næstum hundrað prósenta aukning frá árinu áður. Dag hvern eru skráðir 250 bílar í Kabúl einni. ������������ ��������� ���� ���������������� ������������ ��������������� ���������������� ���������������������������������� ������������������������� ���������������� ���������������������������������� ���������������������������������������������������������������������� ����������� ���������������������������������� ��������������������� ������������������������� ������������������ ������ �������������������� ��������� ��� ������ ��������������������� � � �� � � � � ��� � � ��� �� � � � �� � � � � �� ��� � � � �� � � � � � �� �� �� � � ��� �� � � �� �� � � � ��������������� ������������������� ���� ������������������������������������ �������������� ���������������� ������������ ������������������� ��������������������������� ������������� ����������������������������������������� ���������������� �������������� ������� ������������������������������������������� ��������������������������������������� ����������������������������������������� ��������������������������������������� ���������� ����� ������� ���������������� ���������� ���������������� ���������� ���������������� �� ��������� ���������� ��������� ���������� ���������������� ���������� ���������������� ���������� ��������� ���������� ��������� ���������� ���� ���� � �������������������������������� ��� �������������� ������������������������������� �������������������������������������������� ��������������
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.