Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 48
ÓMISSANDI Á JÓLUNUM!
Til a› skapa fullkomna jólastemningu flarf a› huga a› hverju
smáatri›i. Fjölskylduhef›irnar ver›ur a› halda í til fless a›
jólin séu eins og flau eiga a› vera. Sulturnar frá Den Gamle
Fabrik eru í senn smáatri›i og a›alatri›i í jólamatnum, enda
hafa Íslendingar gætt sér á flessum brag›miklu sultum í meira
en flrjá áratugi. Fullkomna›u jólin á flinn hátt me› flínum
hef›um, en ekki gleyma sultunum frá Den Gamle Fabrik.
Fréttablaðið hafði samband við
nokkra veitingastaði og veisluþjón-
ustur sem bjóða upp á fingramat og
spjallaði við eigendur og kokka.
Á næstu grösum
Á næstu grösum er veitingastaður
sem rekur líka veisluþjónustu. Veit-
ingahúsið sérhæfir sig í grænmet-
isréttum, en veisluþjónustan gerir
rétti með fiski og kjöti ef þess er
æskt. „Við sérsníðum veisluþjón-
ustuna að hverjum og einum og
sinnum til dæmis pöntunum um
lítið glútein eða engar mjólkuraf-
urðir. Ég á sparisnittur eiginlega
fyrir hvað sem er,“ segir Dóra Svav-
arsdóttir matreiðslumeistari.
Dæmi um það sem er á boðstólum
eru tortillavafningar með humm-
usi, spínati, papriku og agúrku,
confit-soðin kartafla með reyktu
ýsutartar með rauðbeðum og sýrð-
um rjóma, steikt brauð með stöppu
úr sætum kartöflum og gráðosti og
hnetutígull með hægelduðum tóm-
ötum og basilíku. Auk þessa eru
rúmlega 20 tegundir á boðstólum.
Á næstu grösum miðar við 8 teg-
undir af snittum á mann, og verð á
hvern einstakling er 1.800 krónur.
Borðað með puttunum
Fingramatur, snittur og smáréttir eru eitt skemmtilegasta fæði sem hægt er að bjóða upp
á í áramótaveislum, og eru hugmyndirnar að því hvað hægt er að bera fram óþrjótandi.
Ýmsir smáréttir frá veitingastaðnum
Á næstu grösum. Hér er
tortillavafningur með hummusi,
hnetutígull með hægelduðum
tómötum og fleira góðgæti.
Deli selur ýmiss konar smárétti
og fingramat frá Miðaustur- og
Miðjarðarhafslöndunum.
Calamari smokkfiskur frá Grikklandi, seldur
í Deli.
Caprese-salat frá Kaprí fæst hjá Deli. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Kaffisnittur frá Brauðbæ. Canapé-snittur með ýmsu áleggi frá
Brauðbæ.
Matarsneiðar frá Brauðbæ með steiktri
rauðsprettu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
The Deli í Bankastræti og í Félags-
stofnun stúdenta í Háskóla Íslands
býður upp á afar girnilegan mat frá
Miðaustur- og Miðjarðarhafslöndun-
um, sem hentar vel í aðeins öðruvísi
veislu.
„Þó þetta séu ekki þessar hefð-
bundnu snittur, þá er þetta fingra-
matur í Miðausturlöndum og í
Grikklandi og borðar fólk hann þá
með brauði. Þeir eru kallaðir meze
á grísku en mezze á arabísku,“ segir
Sigurður Thoroddsen, eigandi Deli.
„Hér er meira hráefni, og af því það
er svo mikil vinna í snittum, þá fer
meiri peningur í vinnuna í stað þess
að fara í hráefnið eins og það gerir
hér.“
Auk þess selur Deli það sem Sig-
urður kallar arabískt nammi, en það
eru hnetur, gráfíkjur og apríkósur.
Smáréttirnir kosta á bilinu 870
krónur og upp í 1.500 krónur á hvern
mann í veislunni.
Smurbrauðsstofan Brauðbær við
Óðinstorg hefur verið starfrækt allt
frá árinu 1964 en Brauðbær bygg-
ir á hinum hefðbundna danska
smurbrauðsskóla Oskars Davidsen í
Kaupmannahöfn og notar fyrirtæk-
ið aðeins besta hráefni sem völ er á.
„Við höfum mikinn metnað og
sækjumst eftir kröfuhörðum við-
skiptavinum,“ segir Birgir Sigfús-
son hjá Brauðbæ.
Flestir panta tvær til þrjár
stærri snittur á mann, eða sex
til átta litlar snittur í tveggja
klukkustunda boð. Minnstu snitt-
urnar, canapé-snitturnar, kosta
125 krónur stykkið, kaffisnitturn-
ar 150 krónur og matarsneiðarnar
eru á 690 krónur. Allar fást þær
með ýmsu áleggi, til dæmis gæsa-
paté, eggjum og síld, krabbasalati
og camembert.
Brauðbær í Óðinsvéum
The Deli
■■■■ { jólin 2005 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8