Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 20.12.2005, Qupperneq 48
ÓMISSANDI Á JÓLUNUM! Til a› skapa fullkomna jólastemningu flarf a› huga a› hverju smáatri›i. Fjölskylduhef›irnar ver›ur a› halda í til fless a› jólin séu eins og flau eiga a› vera. Sulturnar frá Den Gamle Fabrik eru í senn smáatri›i og a›alatri›i í jólamatnum, enda hafa Íslendingar gætt sér á flessum brag›miklu sultum í meira en flrjá áratugi. Fullkomna›u jólin á flinn hátt me› flínum hef›um, en ekki gleyma sultunum frá Den Gamle Fabrik. Fréttablaðið hafði samband við nokkra veitingastaði og veisluþjón- ustur sem bjóða upp á fingramat og spjallaði við eigendur og kokka. Á næstu grösum Á næstu grösum er veitingastaður sem rekur líka veisluþjónustu. Veit- ingahúsið sérhæfir sig í grænmet- isréttum, en veisluþjónustan gerir rétti með fiski og kjöti ef þess er æskt. „Við sérsníðum veisluþjón- ustuna að hverjum og einum og sinnum til dæmis pöntunum um lítið glútein eða engar mjólkuraf- urðir. Ég á sparisnittur eiginlega fyrir hvað sem er,“ segir Dóra Svav- arsdóttir matreiðslumeistari. Dæmi um það sem er á boðstólum eru tortillavafningar með humm- usi, spínati, papriku og agúrku, confit-soðin kartafla með reyktu ýsutartar með rauðbeðum og sýrð- um rjóma, steikt brauð með stöppu úr sætum kartöflum og gráðosti og hnetutígull með hægelduðum tóm- ötum og basilíku. Auk þessa eru rúmlega 20 tegundir á boðstólum. Á næstu grösum miðar við 8 teg- undir af snittum á mann, og verð á hvern einstakling er 1.800 krónur. Borðað með puttunum Fingramatur, snittur og smáréttir eru eitt skemmtilegasta fæði sem hægt er að bjóða upp á í áramótaveislum, og eru hugmyndirnar að því hvað hægt er að bera fram óþrjótandi. Ýmsir smáréttir frá veitingastaðnum Á næstu grösum. Hér er tortillavafningur með hummusi, hnetutígull með hægelduðum tómötum og fleira góðgæti. Deli selur ýmiss konar smárétti og fingramat frá Miðaustur- og Miðjarðarhafslöndunum. Calamari smokkfiskur frá Grikklandi, seldur í Deli. Caprese-salat frá Kaprí fæst hjá Deli. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Kaffisnittur frá Brauðbæ. Canapé-snittur með ýmsu áleggi frá Brauðbæ. Matarsneiðar frá Brauðbæ með steiktri rauðsprettu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI The Deli í Bankastræti og í Félags- stofnun stúdenta í Háskóla Íslands býður upp á afar girnilegan mat frá Miðaustur- og Miðjarðarhafslöndun- um, sem hentar vel í aðeins öðruvísi veislu. „Þó þetta séu ekki þessar hefð- bundnu snittur, þá er þetta fingra- matur í Miðausturlöndum og í Grikklandi og borðar fólk hann þá með brauði. Þeir eru kallaðir meze á grísku en mezze á arabísku,“ segir Sigurður Thoroddsen, eigandi Deli. „Hér er meira hráefni, og af því það er svo mikil vinna í snittum, þá fer meiri peningur í vinnuna í stað þess að fara í hráefnið eins og það gerir hér.“ Auk þess selur Deli það sem Sig- urður kallar arabískt nammi, en það eru hnetur, gráfíkjur og apríkósur. Smáréttirnir kosta á bilinu 870 krónur og upp í 1.500 krónur á hvern mann í veislunni. Smurbrauðsstofan Brauðbær við Óðinstorg hefur verið starfrækt allt frá árinu 1964 en Brauðbær bygg- ir á hinum hefðbundna danska smurbrauðsskóla Oskars Davidsen í Kaupmannahöfn og notar fyrirtæk- ið aðeins besta hráefni sem völ er á. „Við höfum mikinn metnað og sækjumst eftir kröfuhörðum við- skiptavinum,“ segir Birgir Sigfús- son hjá Brauðbæ. Flestir panta tvær til þrjár stærri snittur á mann, eða sex til átta litlar snittur í tveggja klukkustunda boð. Minnstu snitt- urnar, canapé-snitturnar, kosta 125 krónur stykkið, kaffisnitturn- ar 150 krónur og matarsneiðarnar eru á 690 krónur. Allar fást þær með ýmsu áleggi, til dæmis gæsa- paté, eggjum og síld, krabbasalati og camembert. Brauðbær í Óðinsvéum The Deli ■■■■ { jólin 2005 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.