Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 33
[ ] FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Heimild: Almanak Háskólans �������������� ������� ������������������ ������������� �������� ������ ����������������� ��� ���� ������������������� ������� ������� ������������� �������������� �������������� ��������������� �������������� � �������� Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 20. desember, 354. dagur ársins 2005. Reykjavík 11.21 13.25 15.30 Akureyri 11.37 13.10 14.43 Jólaundirbúningur nokkurra skáta felst í því að færa landsbyggðinni merki friðar að gjöf á hverju ári. „Þessi ferð er orðin okkur kær,“ segir Völundur Jónsson, en hann hefur frá árinu 2001 farið með félögum sínum í hringferð fyrir hver jól með Friðarlogann frá Betl- ehem. „Það er gott að eyða þessum dögum í eitthvað annað en búðaráp og smáköku- bakstur. Við fáum að ferðast um landið og hitta fólk sem tekur vel á móti okkur. Þessi ferð segir okkur að jólin séu að koma en við upplifum ekkert stress eða neitt slíkt.“ Friðarloginn kom fyrst til landsins árið 2000 með skipi frá Þýskalandi. Fyrsti Friðarloginn var tendraður með loga sem kveiktur var yfir legstað Krists fyrir um tvö þúsund árum. Fleiri slíkir logar eru til víða um heim en þeim er haldið lifandi allt árið og dreift, fyrir tilstilli skáta og gildis- skáta, fyrir jólin til þeirra sem vilja þiggja hann að gjöf. Á Íslandi logar hann í St. Jós- efskirkju allt árið. „Loginn er tákn friðar og kærleiks og er því mjög táknrænn fyrir jólin. Boðskapur- inn er sérstaklega mikilvægur núna þegar við horfum til þess að hann kemur frá stríðshrjáðum hluta veraldarinnar,“ segir Völundur. „Loginn er sameiningartákn sem fólk gefur hvert öðru og við förum hring- ferð og stoppum í hverjum landshluta til að tryggja að sem flestir geti nálgast hann.“ Völundur segir sérstaklega ánægjulegt hversu góðar viðtökur þau fá á ferð sinni. Hópurinn leggur áherslu á að Friðarloginn standi skólum, sjúkrahúsum og kirkjum til boða en að hver og einn geti tendrað sitt ljós með honum, sem má svo nota í tengslum við jólin. „Á Blönduósi hefur til dæmis skap- ast sá siður að skátafélagið fleytir kertum niður Blöndu á þrettándanum. Þá er Frið- arloginn notaður til að kveikja á einu kerti fyrir hvert barn á Blönduósi og kertið flýtur svo niður ána,“ segir Völundur að lokum. Þeir sem vilja fá upplýsingar um logann og hvar hægt er að nálgast hann geta feng- ið upplýsingar hjá Skátamiðstöðinni í síma 550 9800. einareli@frettabladid.is Aðventuhringferð með Friðarlogann Guðmundur Finnbogason, Völundur Jónsson og Kristín Arna Sigurðardóttir með Friðarlogann. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Ég veit sko hvað klaki er: Það er vatn sem dó úr kulda! KRÍLIN Jól á Austurlandi er heiti á verkefni sem hefur það að markmiði að efla verslun í heimabyggð á Austurlandi og laða fólk úr öðrum landshlutum austur til að kaupa og njóta aðdraganda jólanna. Verkefnið hefur gengið vel og hafa Aust- firðingar náð að vekja athygli á sér á landsvísu og borið boðskap jólanna um víðan völl. R e y k - i n g a r hafa aukist lítillega meðal kvenna undanfarið ár en dregist nokkuð saman hjá körlum. Í dag segjast 19,2% fólks á aldrinum 15-89 ára reykja daglega, sem er lítils háttar lækk- un frá árinu 2004. Þetta kemur fram í samantekt þriggja kann- ana sem unnar voru af Gallup fyrir Lýðheilsustöð. Jólatréssala er nú í fullum gangi. Þeir sem hafa hug á að skreyta stofuna með eðalgrænu tré ættu að drífa sig sem fyrst í jólatrés- leiðangur áður en einhver kaupir tréð sem var ætlað þeim. Sjúkrahús í Sviss segist munu heimila dauðvona sjúklingum sem þar liggja að binda enda á líf sitt innan veggja sjúkrahússins með aðstoð lækna. Talsmaður sjúkrahússins í Lausanne sagði, að þessi ákvörðun hefði verið tekin eftir langa íhugun og sett væru ströng skilyrði. Líknarmorð eru ekki andstæð lögum í Sviss svo framarlega sem sjúklingur- inn er andlega heill og þjáist af ólæknandi sjúk- dómi. LIGGUR Í LOFTI [JÓL HEILSA] FRJÓSEMISLURKUR Jólasiðir í Katalóníu bls. 8 JÓLAMATURINN Ekki svo hollur bls. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.