Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 20. desember 2005
Fjáröflun UNICEF hefur vakið
mikla athygli fyrir þessi jól.
Með dúkkusölu á að safna fjár-
magni svo hægt sé að mennta
ungar stúlkur í fátæku Afríku-
ríki. Að sögn Hólmfríðar Önnu
Baldursdóttur, upp lýsingafull-
trúa UNICEF á Íslandi, gengur
salan vel.
Í byrjun árs leitaði UNICEF eftir
liðsinni kvenfélaganna í landinu
og úr varð að síðan í vor hafa
kvenskörungar úr öllum lands-
fjórðungum saumað dúkkur í
sjálfboðavinnu. Dúkkurnar eru
allar handsaumaðar og eru engar
tvær eins. „Kvenfélagskonurnar
hafa verið alveg ótrúlega dugleg-
ar og dúkkurnar eru stórglæsileg-
ar,“ segir Hólmfríður.
Upphaflega voru saumaðar
800 dúkkur og vel gengur að selja
þær. „Við erum örugglega búnar
að selja nær helming á tveimur til
þremur vikum,“ segir Hólmfríður.
Hugmyndin að átakinu er fengin
frá UNICEF í Finnlandi, en kven-
félögin komu sér saman um snið
fyrir dúkkurnar en að öðru leyti
fengu félagskonur frjálsar hend-
ur.
Ágóðinn af verkefninu rennur
til menntaverkefnis fyrir stúlkur í
Gíneu-Bissá en ólæsi er gríðarlegt
þar. „Margir gera sér ekki grein
fyrir mikilvægi læsis fyrir sam-
félag,“ segir Hólmfríður. „Sjái
maður gleðina og stoltið hjá ungri
móður sem lært hefur að skrifa
nafnið sitt skilur maður virkilega
hversu mikla þýðingu læsi í raun
og veru hefur.“
Aðeins 32% stúlkna í Gíneu-
Bissá fara í 1. bekk og rétt rúmur
helmingur þess hóps lýkur fjórða
bekk. „Staðan er þannig í Gíneu-
Bissá að konur sjá um uppeldi og
fræðslu barna þannig að mennti
maður konurnar, menntar maður
samfélagið allt,“ segir Hólmfríð-
ur.
Dúkkurnar góðu fást í Iðu og á
skrifstofu UNICEF og kosta þær
5.000 kr. ■
Hannað af helstu sérfræðingum Evrópu í birtumeðferð
Lífsklukkan
Taktur góðrar hvíldarwww.lifsklukkan.is
Fyrir þig... Fyrir barnið þitt...
Vekur þig eðlilega með hægri
sólarupprás á morgnana
Hjálpar þér að slaka á á
kvöldin með hægu sólsetri
Allt að 30 mínútur af smáminnkandi
birtu róar barnið þitt og svæfir
Tvær sólsetursstillingar: að algeru
myrkri eða að næturlýsingu
Upplýsingar um útsölustaði í síma 577 1400 eða á www.li fsklukkan.is
Tilvalin
jólagjöf!
Gluggagægir
Tíundi var Gluggagægir,
grályndur mann,
sem laumaðist á skjáinn
og leit inn um hann.
Höf. Jóhannes úr Kötlum
Ef málum var svo háttað að
Glugga gægir rak augun í eitthvað
álitlegt innan við gluggann gerði
hann allt sem í valdi hans stóð til
að ná í það. Hann er kannski ekki
jafn gírugur í mat og margir bræðra
hans, en skelfilega er hann forvitinn
karlinn og á það til að klessa nefinu
upp að gluggarúðunum svo far
myndast. Gluggagægir kemur til
byggða í kvöld svo það er kannski
skynsamlegt að geyma gluggaþvott-
inn til morguns.
jólasveinar }
MYND/ÞJÓÐMINJASAFNIÐ
Dúkkur sem hjálpa
konum að læra að lesa
Jólarýmingarsala!
Frábærar gjafavörur á allt að 70% afslætti.
Líkamsdekur, skart, töskur,
sokkabuxur o.fl. Verðdæmi: 10 stk.
sokkabuxur á aðeins 1000 kr.
Opið alla daga til jóla á milli 9-17 í
Stangarhyl 6.
SÆLGÆTISKÖKUR AF BESTU GERÐ.
3 eggjahvítur
200g púðursykur
150g rjómasúkkulaði
1 stór poki lakkrískurl
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar ásamt
púðursykrinum. Lakkrískurlinu er
bætt varlega við hræruna. Súkkul-
aðið er saxað og einnig bætt varlega
við hræruna. Sett á plötu með bökun-
arpappír. Bakið við 150°C í 20 mín.
U.þ.b.60 kökur
uppskrift }
Toppar
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 10