Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 91
 20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR Eitt símtal 550 5000 fiú getur fimmfaldað tíðni auglýsinganna þinna með samlesnum auglýsingum sem birtast á Bylgjunni, Talstöðinni, Létt 96,7, Fréttablaðinu og á visir.is. Þegar þú hringir og pantar auglýsingu líða innan við tvær klukkustundir þar til hún er komin í loftið. Daginn eftir birtist hún svo í smáauglýsingum í Fréttablaðinu og á visir.is. Margföld áhrif með samlesnum auglýsingum! Hringdu í síma 550 5000 og margfaldaðu tíðni auglýsinganna þinna Einfalt, fljótlegt og gríðarlega áhrifaríkt! FORMÚLA 1 Heimsmeistarinn í For- múlu 1-kappakstri, Spánverjinn Fernando Alonso, mun ganga í raðir McLaren-liðsins tímabilið 2007 en hann keyrir fyrir Renault í dag og mun gera áfram á næsta ári. Þetta eru ekki sérstakar fréttir fyrir þá Kimi Raikkonen og Juan Pablo Montoya því annar þeirra verður látinn víkja fyrir Alonso. Það er ljóst að McLaren ætlar sér að verða yfirburðalið í Formúlunni á ný en liðið er nýbúið að tilkynna að Vodafone verði aðalstyrktar- aðili liðsins en símarisinn hefur snúið baki við Ferrari-liðinu rétt eins og Manchester United. „Það eru frábærar fréttir að heimsmeistarinn skuli hafa mikla trú á því sem við erum að gera hjá þessu liði,“ sagði Ron Dennis, yfirmaður McLaren-liðsins. „Það er klárt að við viljum vera besta liðið og með því reynum við að lokka til okkar bestu ökumennina og sterkustu styrktaraðilana.“ Alonso varð yngsti heimsmeist- ari sögunnar, 24 ára, þegar hann tryggði sér titilinn á síðasta tíma- bili og var þar að auki fyrsti Spán- verjinn sem var heimsmeistari. „Að vera hluti af liði sem hefur eins mikla þrá, löngun og stefnu og McLaren er draumur hvers ökumanns. Þetta verður ný byrj- un fyrir mig og ný áskorun þar að auki. Það eru spennandi tímar fram undan eftir að ljóst varð að Vodafone ætlar í samstarf með liðinu. Það verður erfitt að yfir- gefa Renault en stundum koma tækifæri sem eru of góð til þess að hafna. Þetta var eitt þeirra,“ sagði Alonso. „Ég ætla ekkert að gefa eftir á næsta tímabili og stefni á að yfirgefa Renault með titli.“ Ron Dennis hefur ekki ákveð- ið hver muni víkja fyrir Alonso en líklegt er að það verði Kimi Raikkonen en fastlega er búist við því að hann taki við af Michael Schumacher hjá Ferrari. henry@frettabladid.is Fernando Alonso fer til McLaren-liðsins árið 2007 Heimsmeistarinn í Formúlu 1 hefur ákveðið að ganga til liðs við McLaren rétt eins og símarisinn Vodafone. McLaren ætlar sér aftur á toppinn. FERNANDO ALONSO Mun keyra fyrir Ren- ault á næstu leiktíð en síðan mun hann ganga í herbúðir McLaren. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Roy Keane, miðjumað- urinn sem ákvað í síðustu viku að ganga til liðs við Celtic í Skot- landi fremur en Real Madrid á Spáni þar sem hann hefði fengið helmingi meira borgað, hefur greint frá því hvað vó þyngst í ákvörðun hans. Og eins og hjá svo mörgum karlmönnum virð- ist sem að betri helmingurinn ráði ferðinni á hans heimili. „Þetta tók langan tíma að ganga frá þessu en á síðustu tveimur til þremur vikunum tók konan mín völdin. Á endanum og var þetta að stórum hluta hennar ákvörðun. Hún var komin með upp í kok af því að sjá andlitið á mér í fréttunum á hverjum ein- asta morgni, þar sem var verið að bendla mig við lið úti um allan heim,“ segir Keane. „Í lokin snerist þetta um það að taka ákvörðun. Ég gat ekki beðið lengur,“ segir Keane, sem fær 40 þúsund pund á viku hjá Celtic en hefði fengið 70 þúsund á viku hjá Real Madrid. Keane segir að hann hafi rætt við Emilio Butragueno, yfirmanns íþróttamála hjá Real, í gegnum síma og að tilboð hans hafi verið mjög freistandi. „En ég er ekki hrifinn af því að gera hlutina í gegnum síma. Hefði ég valið Real hefði ég þurft að bíða í viku til viðbótar og ég var einfald- lega ekki tilbúinn til þess,“ sagði Keane jafnframt. Og Keane skortir ekki sjálfs- traustið frekar en fyrri daginn. Hann kveðst standa fyllilega við þá gagnrýni sem hann lét falla á MUTV eftir 4-1 tap Manchest- er United fyrir Middlesbrough fyrir nokkrum vikum sem leiddi á endanum til þess að hann var rekinn frá Man. Utd. „Ég horfði á sjónvarpsþáttinn með liðsfé- lögum mínum og það voru allir sammála mér. Ég átti aldrei í vandræðum með samskipti við samherja mína. Spurðu hvaða leikmenn sem er sem ég hef spil- að með á ferlinum – þeir munu allir tala vel um mig.“ - vig Roy Keane tjáir sig meira um brotthvarfið: Eiginkonan réð því að hann fór til Celtic ROY KEANE Í stað þess að vera með tæpar átta milljónir á viku á Spáni sætti Keane sig við að vera með rúmar fjórar milljónir á viku í Skotlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Aston Villa hefur lagt fram beiðni til Chelsea um að fá þýska varnartröllið Robert Huth lánaðan eftir jól og út tímabilið. Vitað er að David O´Leary, knatt- spyrnustjóri liðsins, er í sárri leit að varnarmanni en sökum bágrar fjárhagsstöðu félagsins mun hann ekki fá krónu til leikmannakaupa í janúar. Hann hyggst því leita á lánsmarkaðinn og sér Huth sem einn sterkasta leikmanninn sem gæti hugsanlega verið möguleiki á að fá. Umboðsmaður Huths, Manfred Schulte, útilokar ekki að sam- komulag geti náðst og segist ætla að hitta Jose Mourinho á næst- unni. „Ég veit ekki nákvæmlega hvenær það verður en við munum ræða málin. En það er alltaf Chel- sea sem ræður færðinni í þessu máli,“ sagði Schulte. - vig David O´Leary: Vill fá Robert Huth lánaðan ROBERT HUTH Hefur virkað afar tauga- óstyrkur í þeim leikjum sem hann hefur spilað með Chelsea á leiktíðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.