Fréttablaðið - 20.12.2005, Blaðsíða 20
Það kostar frá 7.500 upp í
11.700 krónur að láta tæma
tank á bíl sem fylltur hefur
verið með röngu eldsneyti.
Daglega dælir fólk bensíni á
dísilbíla.
„Þetta gerist alveg ótrúlega oft,“
segir Hörður Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Olíudreifingar, en
starfsmenn fyrirtækisins eru kall-
aðir til þegar fólki verður á þau mis-
tök á bensínstöðvum að dæla röngu
eldsneyti á bílinn. Í langflestum til-
vikum uppgötvast mistökin í tæka
tíð og því hægt að kalla til dælubíl
og dæla bensíninu upp úr tanki bíls-
ins en stundum þarf að grípa til rót-
tækari og umfangsmeiri aðgerða.
„Ef bíllinn hefur verið settur í
gang þurfum við að taka hann inn á
verkstæði til að forða skemmdum,“
segir Hörður og bætir við að dæmi
séu um að vélar bíla hafi skemmst
vegna þessa.
Birgir Pétursson þjónustustjóri
segir oftast auðvelt að dæla bensín-
inu af bílum en öryggiskerfi nútím-
ans geti verið erfið viðureignar.
„Það eru til bílar sem eru þannig að
það er ekki hægt að tappa af þeim.
Þá þarf að fara með þá á verkstæði
og kippa tanknum undan. Það eru
reyndar undantekningartilfelli,“
segir Birgir.
Þó það gerist nánast daglega að
fólk dæli röngu eldsneyti á bíla sína
má segja að tilvikin séu fá þegar
litið er til þess að bensíni og dísil-
olíu er dælt á nokkur þúsund bíla á
degi hverjum. Tilvikin mælast því í
prómillum.
Algengast er að slysin verði
þegar ökumenn dæla sjálfir á bíla
sína en einnig kemur fyrir að bens-
ínafgreiðslumönnum verði á að
grípa ranga dælu.
Þegar rangt eldsneyti fer á bíl
er jafnan um að ræða að bensíni
sé dælt á dísilbíl. Þar sem stútar
dísildæla eru sverari en bensín-
dæla komast þeir ekki í gegnum
op bensíntanka. Því er sjaldgæft,
og nánast ómögulegt, að dísil rati í
bensíntank.
Eftir að lögum um dísilolíu var
breytt og verð hennar færðist nær
bensínverði sést ekki svo glögglega
á krónumælum olíudælanna að
rangt eldsneyti hefur farið á tank-
inn. Því var hins vegar að heilsa
fyrir lagabreytingu. „Menn fengu
áfall þegar þeir voru búnir að dæla
bensíni á dísilbílinn því tankar
þeirra eru yfirleitt stærri en bens-
ínbílanna. Menn voru kannski búnir
að dæla fyrir tíu þúsund kall áður
en þeir tóku eftir mistökunum,“
segir Hörður.
Ekki liggja fyrir upplýsingar um
hvort algengara sé að karlar eða
konur dæli röngu eldsneyti á bíla
sína. ■
Daglegt brauð að fólk
dæli bensíni á dísilbíla
DÍSILOLÍU DÆLT AF BENSÍNBÍL Oftast er hægt að tæma tanka bílanna á staðnum en stundum þarf að fara með þá á verkstæði og kippa
málunum í lag. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Komdu í spennandi heim
afþreyingar og upplýsinga
Smelltu þér á www.ogvodafone.is, farðu í næstu verslun Og Vodafone
eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
O
G
V
3
06
37
12
/2
00
5
16.900 kr.
MOTOROLA V360v
SÍMI
KOMDU Í SPENNANDI HEIM
AFÞREYINGAR OG UPPLÝSINGA
Ensku- og dönskumælandi fólki
gefst kostur á að sækja messur á
móðurmálum sínum um jólin. Á
aðfangadag messar séra Þórhall-
ur Heimisson á dönsku í Dóm-
kirkjunni og hefst messan klukk-
an þrjú. Dönsk jólamessa hefur
verið haldin um árabil. Ensk
messa verður svo í Hallgríms-
kirkju á annan jóladag og hefst
hún klukkan tvö. Séra Bjarni Þór
Bjarnason mun messa og er þetta
í fimmta sinn sem ensk messa er
haldin með þessu sniði.
Á sunnudag var þýsk jóla-
messa í Dómkirkjunni og messaði
Dr. Gunnar
Kristjánsson.
Hefur hann
messað á
þýsku í um
tuttugu ár.
Íslenskir prestar messa á erlendum tungumálum um jólin:
Messað á ensku og dönsku
BESTU VINIR Þessi mótorhjólamaður í Sydney í Ástrílu tekur hundinn sinn með sér hvert
sem hann fer. Og auðvitað fær hvutti hlífðargleraugu svo hann tárist ekki í vindinum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
20. desember 2005 ÞRIÐJUDAGUR20
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
„Þú sækir ótrúlega vel að mér, það er bara allt ágætt að frétta,“ segir
Unnur Birna Hjálmarsdóttir, formaður Makalausa félagsins á Akureyri.
Makalausa félagið stuðlar að því að fólk sem ekki á maka geti hist og
notið félagsskaps hvers annars. Hátíðarnar geta verið einmanalegar
hjá fólki sem ekki á maka og að sögn Unnar Maríu hafa hún og félagar
hennar í Makalausa félaginu gert ýmislegt til að auka samverustundir
þeirra makalausu. Félagið hélt árshátíð fyrir stuttu og jólahlaðborðinu er
nýlokið. Unnur María segir að mikil stemning hafi verið á árshátíðinni.
„Það var dúndurgaman. Það mættu margir og fólk kom með gesti.
Það var rífandi fjör í salnum til hálftvö um nóttina og svo var haldið á
skemmtistaðinn Vélsmiðjuna þar sem fólk hélt áfram að dansa.“
Núna þegar árshátíðinni og jólahlaðborðinu er lokið segir Unnur María
að visst millibilsástand sé hjá félaginu fram að gamlárskvöldi. „Nú
förum við í kaffi hvert til annars og ræðum málin á léttu nótunum.
Á gamlárskvöld er hins vegar hefð fyrir því að hafa opið hús hjá
formanninum. Ég býð fólki að koma svona rétt fyrir miðnætti og vera
eins lengi og það vill.“
Flestir eyða síðasta kvöldi ársins með fjölskyldu sinni og þegar Unnur
er spurð hvort mætingin hafi verið góð í gegnum tíðina segir hún það
koma nokkuð á óvart hversu margir mæti. „Miðað við að þetta er
fjölskyldukvöld er mætingin yfirleitt góð. Til dæmis mætti helmingur
félagsmanna í fyrra. Fólk stoppar reyndar misjafnlega lengi, sumir
eru með smá fiðring og vilja fara út að dansa en aðrir kíkja í stutta
heimsókn.“
Spurð hvort náin kynni hafi myndast
milli einhverra félagsmanna segir Unnur
að forsvarsmenn Makalausa félagsins
leggi aðallega áherslu á félagslega
starfsemi. „Hins vegar er þetta þriggja ára
gamalt félag og það hafa myndast tvö
pör innan þess og að sjálfsögðu hefur
fólk náð sér í förunaut utan félagsins. En
það hefur myndast alveg ótrúlega góður
vinskapur meðal félagsmanna, neikvætt
fólk er orðið jákvætt og skilur að það á
vini. Enda geta vinir verið af gagnstæðu
kyni,“ segir formaðurinn Unnur María
Hjálmarsdóttir.
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? UNNUR MARÍA HJÁLMARSDÓTTIR, FORMAÐUR MAKALAUSA FÉLAGSINS Á AKUREYRI.
Mikil stemning á árshátíðFær Hannes þá aftur
á baukinn?
„Ég var settur út í kuldann
eftir ummæli mín um
Hannes Hólmstein en nú
hafa orðið mannabreytingar
á stöðinni og þess vegna sný
ég aftur.“
BUBBI MORTHENS Í
FRÉTTABLAÐINU UM
ÞORLÁKSMESSUTÓNLEIKA SÍNA
SEM ÚTVARPAÐ VERÐUR Á RÁS
2 Í ÁR.
Úbbs, best að skila
bókinni.
„Ef það er eitthvað sem ég
vil ekki í jólapakkann minn,
þá eru það glæpasögur og
koverplötur.“
MIKAEL TORFASON RITSTJÓRI Í
LEIÐARA Í DV.
„Þetta er mér talsvert áfall og
spurning hvort ég þurfi ekki
áfallahjálp,“ segir Birgir Hólm
Björgvinsson um þá staðreynd
að framleiðsla finnsku Nokia-
stígvélanna leggst af á nýju ári.
Birgir Hólm sem steig ölduna
um árabil en er nú kominn í land
og situr í stjórn Sjómannafélags
Reykjavíkur.
„Þetta var mikið og virt merki,
miklu flottara en Armani og
þetta rusl í dag,“ segir Birgir
Hólm og hlær. Hann hefur átt
mörg Nokia-stígvél um ævina og
þekkir þau eins og lófann á sér.
„Þau hafa reynst alveg afskaplega
vel,“ segir hann en bætir við að
stígvélanotkun hafi vísast minnkað
með árunum. Menn séu komnir
í þannig galla að ekki þurfi
gúmmíhlífar upp með leggjunum,
buxurnar hlífi svo vel.
„Hér áður fyrr var maður ekki
maður með mönnum nema eiga
Nokia-stígvél en þetta breytist
náttúrulega eins og annað,“ segir
Birgir Hólm sem vonar heitt og
innilega að ótíðindin frá Finnlandi
spilli ekki jólahaldinu hjá sér.
SJÓNARHÓLL
HÆTT AÐ FRAMLEIÐA NOKIA STÍGVÉL
Áfall
BIRGIR HÓLM BJÖRGVINSSON
STJÓRNARMAÐUR Í SJÓMANNAFÉLAGI
REYKJAVÍKUR