Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 18.11.2007, Blaðsíða 88
MENNING 42 Þórbergur Þórðarson þann 13. október 1919, rétt sex árum eftir lýsinguna í kaflan- um sem hér fylgir. MYND: ÓLAFUR MAGNÚSSON KONUNGLEGUR HIRÐLJÓSMYNDARI/ÞJÓMINJASAFN U m vorið, á vinnu- hjúaskildaga 15. maí 1913, er Þór- bergi sagt upp húsnæðinu á Skólavörðustíg 10. Þessi umgjörð frelsis og ástar, þessi Paradís í endurliti, nú var honum úthýst þaðan, ekki með látum, þvert á móti tekur það sómahjónin Berg og Hólmfríði sárt, „en þetta getur ekki gengið svona lengur“. Nei, og hann finnur fyrir létti, því um leið losnar hann undan augliti lánardrottnanna, losnar við samviskubitið yfir að standa ekki í skilum. Eftir nokkra leit býðst honum lítil þakherbergis- kompa í Þingholtsstræti 33, nýlegu húsi Þorsteins Erlings- sonar skálds. Þangað flytur hann með pjönkur sínar: rúm, stól, borð – allt fengið að láni – og svo forláta kopp sem frú Hólmfríður hafði skenkt honum að skilnaði, gamlan ættargrip. En hvar á hann að matast? Ég byrjaði með því að kaupa mér bollapar, svolitla kastar- olu og agnarlitla sprittvél hjá Zimsen og hálfflösku af brennsluspíritus. Vélin var á stærð við lítinn kaffibolla og kostaði 50 aura. Síðan byrjaði ég að draga matföngin í búið: rúgbrauð, sigtibrauð, margar- ín, ost, kókó og hvítasykur. Þetta var mitt daglega brauð í hálfan þriðja mánuð, sem ég neytti þrisvar á dag að þeirrar tíðar hætti: fyrir hádegið, um þrjúleytið og nálægt átta á kvöldin. Og búrið var ofan á lífsspekibókunum í koffortinu. 1) Þessi kostur dugir að sjálf- sögðu engan veginn til að næra og endurnæra líkamann. Aftur á móti fer þokkalega um andann, þetta er í fyrsta skipti sem Þórbergur er einn í her- bergi. Þessi sjaldgæfi munaður að geta legið á bak- inu og horft upp í súðina og fundið hvernig veröldin fyrir utan breytist í fjarlægan ym. Það er undir manni sjálfum komið hvenær maður vaknar og hvenær maður sofnar eða hvort maður yfirleitt vaknar eða hvort maður vakir alla nóttina. Nú er gólfið að vísu ekki loftið á herbergi Elskunnar og hljóðin sem berast að neðan eru ekki hún að búa sig undir svefninn heldur umgangur frá skáldinu, eiginkonu og börnum þeirra ungum. Húsið er Þor- steini þungt í skauti og til að hafa upp í greiðslur verður hann að leigja út bæði risher- bergin. Hinum megin við þilið leigir stúlka og sú á kærasta sem er í fimmta bekk Mennta- skólans og þegar hann kemur í heimsókn taka að heyrast hljóð sem fara ekkert á milli mála. Matarbirgðir eru á þrotum. Þrotnar. Þá þarf að kaupa í matinn – eins og þessi setning hljómar blátt áfram í nútíma- eyrum, er hún nánast vísinda- skáldskapur í vestara risher- berginu á Þingholtsstræti 33. Ofvitinn á ekki túskilding með gati. Þá er að fá sér vinnu, gæti nútímalesandi hugsað. Í Atvinnukálfinum sem fylgir sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins í þessum skrifuðum orðum eru auglýst störf talin í hundr- uðum: „Góð manneskja óskast í sælgætis- og miðasölu í kvik- myndahúsi í Reykjavík. Um er að ræða helgar- og kvöld- vinnu, gæti hentað vel með skóla,“ kjörið fyrir Þórberg. „Hús og híbýli“ óskar eftir blaðamanni: „Viðkomandi þarf að hafa góð tök á íslensku, hafa áhuga á efni blaðsins og helst einhverja reynslu af skrifum,“ gæti Þórbergur skítnýtt það? Stöðugt er verið að senda út neyðarköll eftir mannskap til að bera út blöð, holl hreyfing í morgunsárið sem myndi færa honum fæðis- og vasapeninga. Loks væri honum meira en velkomið að gerast póstur, hlutastarf þar sem menn geta gengið sér til heilsubótar í eigin þönkum... Skoðum nú Morgunblaðið þetta ár, 1913 – sem var reyndar stofnár þess – þar er engin vinna í boði. Vinna er svo yfirmáta sjaldgæf að losni starfi er honum óðara ráðstafað frá manni til manns. Á hann að klæðast aftur í larfana og sveitast undir kola- pokum eða skríða ofan í ein- hvern skurðinn? Það myndi ganga frá honum endanlega. Þar að auki hefur hann strengt þess heit að slíta sér aldrei framar út í líkamlegri erfiðis- vinnu, frekar skuli hann liggja dauður. Það er því ekki um annað að ræða en halda út á göturnar í von um að rekast á kunningja sem kynni að vera aflögufær um fjórðung úr krónu. En áður en sonur Þórðar á Hala er sál- fræðilega búinn undir slíka yfirstöplun háttvísinnar þarf hann að trekkja sig upp og helst takast með andríki og skemmtilegheitum að gleðja eða impónera fórnarlambið áður en höggið er látið ríða. Þannig höltruðu þessir svölu og sólarlitlu námsdagar milli reikulla lestrarstunda og nag- andi kvíða fyrir næstu inn- kaupum. Og unga stúlkan og vinur minn í fimmta bekk héldu áfram að skilja hvort annað hinum megin við þilið. (...) Þegar leið fram í júní, fór ég að finna til sífelldrar þreytu og magnleysis í öllum líkam- anum. Námsgáfurnar sljóvg- uðust. Minnið dapraðist. Áhug- inn sofnaði. Ég hélt ég væri að fá tæringu. Og það var kalt í veröldinni, og ég var kaldur og þreyttur, og ég var vesalasti maður á öllu Íslandi. 2) 1) OFVITINN, BLS. 328. 2) OFVITINN, BLS. 331. ÞÞÍ FÁTÆKRALANDI SAGAN UM BÍBÍ ÓLAFSDÓTTUR Vigdís Grímsdóttir Í vikunni kemur út ný bók eftir Pétur Gunnarsson – þroskasaga Þórbergs Þórðarsonar. Hér að neðan er birtur hluti af þriðja kafl a verksins en Pétur hefur víða leitað fanga, bæði í útgefnum og óútgefnum verkum, sendibréfum, dagbókum og óútgefnu ævisöguhandriti, auk annarra heimilda, til að draga upp mynd af skáldinu og hugarheimi þess og veruleika. JPV útgáfa er útgefandi. Játningar Íslendinga eru óvenjulegar bókmenntir. Ég hef oft furðað mig á því af hverju við skrifum og lesum þessi býsn af ævisögum. En sumar þessara sagna fjalla um fólk sem finnst mikil- vægt að staldra við og setja spurninga- merki við lífið – greina það og skýra, koma því í orð og finna því stað og samhengi. Oftast eru þetta sögur af fólki sem vill skilja eitthvað eftir sig þótt bæk- urnar komi því mis- vel til skila. Saga Bíbíar Ólafsdóttur er ekki venjuleg játningarsaga íslenskrar hversdagshetju eða stórmennis og hún er ekki sögð með fjarlægri hógværð heldur skáldlegri nálægð og hlýju. Það er líkt og einhver taki í höndina á lesand- anum og leiði hann aftur í tím- ann. Sagan hefst við fæðingu dóttur- innar Jónínu Bjarkar sem síðar meir gefur sjálfri sér nafnið Bíbí. Stór hluti bókar- innar er helgaður æskuminningum Bíbíar í braggahverfinu í Reykja- vík, leikjum barnanna og lífsbaráttu fólksins – for- eldra hennar og nágrann- anna. Það kemur snemma í ljós að Bíbí hefur óvanalega hæfileika en sagan fjallar öðrum þræði um hvernig hún tekur hæfileika sína í sátt og lærir að nýta þá öðrum til góðs. Síðan fylgj- ast lesendur með Bíbí flytja frá einum stað til annars, leitandi að lífshamingjunni á misjöfnum stöðum og hjá misjöfnum samferðamönn- um, koma sér upp fjöl- skyldu, byggja upp og bregðast á víxl eins og vant er með mannfólkið. Bernskubrek ungdóms- áranna eru skemmtilegt viðfangsefni en skrásetjar- inn, rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir, gefur þeim líf og persónunum vængi. Þetta er virkilega fallega skrifuð þroskasaga og rödd Bíbíar afar persónuleg þótt bókin verði seint sögð væmin. Bíbí er bæði meyja og kvendi, breysk hetja sem fyrir sinn hatt hefði sómt sér ágætlega í skáldsagna- heimi skrásetjarans. Tíðarandinn og stemning- in í kringum ólíka þætti í lífi Bíbíar vöktu forvitni – sér í lagi samskipti hennar við móðurina Þóru hvers nálægð er ávallt mikil og á köflum þrúgandi. Hún greinir frá dýrðar- og vand- ræðatímum en frásögnin er víða brotin upp á stöku stað þar sem birt eru viðtalsbrot, greinakorn og tilvitnanir. Myndir eru ekki margar sem skýrist víst af því að þó nokkur albúm glötuðust í eldi á sínum tíma en hvoru tveggja auðgar frásögnina talsvert. Saga Bíbíar er réttnefnd örlagasaga og hádramatísk á köflum en ljóst að mann- eskjunni sjálfri er það ekki tamt að spila upp dramatík- ina. Lífsviðhorf hennar er fremur að taka því sem að höndum ber af einstöku æðruleysi og húmor – hvort sem glíma hennar er við Bakkus, karlmenn eða sjálfa sig. Þetta er forvitnileg bók fyrir margra hluta sakir, helst hefði ég viljað lesa meira því frásögnin er ögn endasleppt undir lokin og eins saknaði ég meiri umfjöllunar um andleg störf Bíbíar en þau væru kannski efni í allt aðra bók. Kristrún Heiða Hauksdóttir Sagan af Bíbí Vigdís Grímsdóttir leitar inn á nýjar slóðir í skrásetningu lífsbaráttusögu Jónínu Bjarkar Ólafsdóttur. MYND: FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pétur Gunnarsson rithöfundur hefur unnið að þroska- sögu Þórbergs um langt árabil. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.