Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 92

Fréttablaðið - 18.11.2007, Page 92
MENNING 46 Söngur skáldsins er aðkallandi: Maðurinn vanvirðir náttúruna, hefur glutrað niður ábyrgðartil- finningu sinni gagnvart jörðinni, töfrum hennar og lífsmarki. Tengsl manns og höfuðskepnu hafa verið rofin og þar með lög- mál lífsandans, hugsjón kynslóð- anna augnstungin; ofurseldur reg- inöflum grýtir maður mann og annan. Maðurinn (tilfinningalega vafasöm fretblaðra) er listaverk og galdur náttúrunnar en blindur á hlutverk erfingjans; fangar nátt- úruna í stað þess að yrkja, rýfur innsigli hennar, snýr útúr boðorð- um hennar, nærir hana eitri, hægir sér í uppsprettuna. Jörðin myr- kvast feigum vísindum á meðan hjörðin sefur. Þá brýnir skáldið röddina: Ljóð- ið megnar að vekja, ljóðið er jafn- gildi lífs, „orð fyrir orð“ (24) - „ljóð í skiptum fyrir líf“ (45), líf handan orða. „Eg býð ljóð“ er upp- hafsorðið og hinsta kveðja skálds- ins (45) sem lesandinn þiggur eins og líf liggi við, enda er boð skálds- ins mannbætandi samdrykkja; eðalskáldskapur, ósvikin skemmt- un og fagurfræðileg nautn. Aftur að erindinu: Hnefinn er erindisleysa karlsins, vélviskan dramb hans og fall. Uppsteytur mannsins gagnvart lögum náttúr- unnar, skammsýni hans og lása- smíði (12, 28) er rökleysa og skyn- villa sem hittir hann sjálfan fyrir; banvænn steinn í höfði (13, 25) – hefnd reginafla. „Hnullungurinn“ (einnig banvænn) er blind hönd (44), en skáldið er sjón og sam- viska hugans sem slegið getur höndina út af laginu, spámaður og kennari; „allt sem við lærum“ er friður á jörð (19). Háleitur ásetningur; orð í þágu alheimsfriðar, tungumál gegn tor- tímingu jarðar, ljóð fyrir líf. Tekst ætlunarverkið? Já. Af hverju? Af því skáldið yrkir svo vel (eða af sömu ástæðu og mús í teiknimynd tekst að telja köttinn ofan af því að eta sig – með lævísri tungu manns- ins). Hvernig þá? Áttum okkur á örfáum atriðum: (a) Efniviðurinn ákveður „formið“ sem svo er frjálst og fljótandi að það mótast jafnóðum og hverfur inní sjálfvirka hrynjandi sem síðan bergmálar erindið – dæmi strengleikur (24) þar sem ljóðið beinlínis tekur völdin af höfundi sínum og smíðar orðagaldur þar sem búningurinn er alltaðþví svar við beiðni ljóðsins. (b) Skáldið botnar ávallt boð- orð og mynd hvers ljóðs þannig að allir þræðir tvinn- ast og mótstæð öfl upplýsa hvert annað – en gefur lesandanum engu að síður kost á víð- sýnu frjálsræði; tákn og vísanir opna ljóðin t.d. allt- af og lyfta þeim til flugs samhliða því að leysa gátur þeirra (c). Dæmi heimilislíf (33) þar sem hreindýrið er (getur verið) tákn um framgang tímans og end- urfæðingu, hjörturinn í aski Ygg- drasils (makró), en líka tákn um kokkál og framhjáhald, brenni- mark Andróníkusar (míkró) – annað dæmi er 23. apríl 2006 (15) þar sem héri meðal ylvolgra stór- skálda og fermingarstúlku er (getur verið) allt í senn tákn um kvenlegt tungl, langlífi, aðgát, andvöku, heigulshátt, frjósemi, villtar ástríður, losta, sigur andans yfir holdinu, páskahelgi, varnar- leysi mannsins, sjálfsfórn og afródízka tímgun; öllu má finna því stað í ljóðinu. (d)Togstreita og dramatísk átök ljóðanna byggjast á hnitmiðaðri beitingu andstæðna og samverkandi keðjuá- rekstrum mótstæðra hugsýna – dæmi stein- þrykk (32). (e) Skáldið felur hið ónefnda (lúft- gítarinn?) þannig í mynd- máli ljóðanna að lesand- anum er boðin bein þátttaka og tekur þá bók- staflega ábyrgð á tónin- um – dæmi dægurlag (38). (f) Ljóðmælandinn er oftast víðsfjarri og hampar aldrei einstakl- ingsbundinni reynslu þótt hann sé mjög með- vitaður um nærveru skáldsins innan ljóðsins og þær skorður sem tungumálið setur honum – dæmi allt sem við lærum í sextíuogáttaára bekk (19-21) þar sem harmagrátur heillar kynslóð- ar og lúmskar vísanir (Lennon og fl.) mana skáldið til að etja kappi við ljóðmælandann í einskonar keðjusöng eða alþjóðlegri kvæða- þraut sem að endingu kæfir remb- ing og eykur jörðinni fjör. (g) Agað myndmál, heilsteypt gagnyrt tungutak, sjálfstæður smekkur, ritstýrt ímyndunarafl, mikill metnaður, mikil vinna, aldrei málamiðlun, enginn lopi; röddin ræður för og meitlar steininn – dæmi náttúruljóðin. Einsog forskrift að skáldskap- arfræðum nýrrar aldar. Sigurður Hróarsson Sjón og samviska hugans Sjón: nýtt ljóðasafn hans segir gagnrýn- andi forskrift að skáldskaparfræðum nýrrar aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/ SÖNGUR STEINASAFNARANS Sjón Skáldið hefur ást á landi sínu og ann einstaklingnum engu síður en mannkyninu, skynjar ægi- fegurð náttúrunnar, galdur hennar, áhrifamátt og tvöfeldni, skilur að samferðamaðurinn er dýrðlegur gallagripur, dauðlegur og engum líkur. Skáldið skynjar hið ljóðræna í sköpunarverkinu – tónlistina, myndlistina, ritlistina, skáldaða sögu sem gerðist í raun – málar í trúnaði ljóð með orði og tóni sem sjálf eru til vitnis um þá innri áskorun bók- arinnar að listin geti orkað á náttúruna og umhverfi sitt engu síður en öfugt með þeim hætti að „enginn verði samur á eftir“ (9), hvorki maður né móðir jörð. Mögnuð sýn, mergjað skálda- mál, fullþroskaður kveðskapur að ofan- verðum tuttugustu- aldarsið, yfirborðið lýtalaust, orðfæri og myndmál úr eldsmiðju arfs og kunnáttu, yndi fagurkerans. Mín eftirlætisljóð eru Óli 43 og Þögn 74 (og Þing- vallasveit 16, Sumar við fjörð 17, Vetrarmynd 18 og Aðaldalsljóðin 20-24). Skilningarvit ljóðanna eru sjón og heyrn, tungumál þeirra er mynd og tónn, augað er uppá gátt; skilur að, mótar útlínur, málar og skapar – eyrað leggur við hlustir og nemur. Sýn skáldsins á víxl- verkun manns, náttúru og listar er háleit. Snerting ljóðmæland- ans við jökulinn í næstfremsta ljóði bókarinnar (9) er dulkynjuð, einskonar sveindómsmissir eða manndómsblót, göldrótt andleg samför, fæðing og skírn. Dagarnir eru í blóðinu (77), stund og staður ummyndast í lesmál (76), sagan liggur í legi jarðar (25), skáldið rýfur veðrakyrrð, „þögn vetrar- ins er þanin af trumbuslætti hjartans“ (30) og öfugt. Og listin þakkar fyrir sig; séra Jón kveður niður myrkrið í dalnum (13), söngur á Fjöllum leysir festar kirkjuskips og feykir því til himna (15), „braghentir frændur knýja kvæðavél sem lýsir sveit- ina“ (21). Skáldskapur kveikir eld sem ævar- andi brennur (29). Dauðinn er botn- laust ljóð (40), holdið er aska úr jörðu í jörð, jörðin er hljóðfæri tónskáld og ljóð (79). Frjósöm víxlverkun; blóð úr blautri mýri (25) streymir inn í ljóð sem nærir uppsprett- una. Og uppbygging kvæðanna fylgir erind- inu; frá því almenna til hins einstaka, stilli- mynd-hreyfing, kyrrðin rofin, kyrralíf náttúrun- nar bregst við lífskrafti hennar (sem kemur róti á kyrrðina), í efni og formi. Í miðhluta bókarinnar er feigð- in í brennidepli, endimörk lífsins, endurtekningin, hringrásin, „bölvun erfðanna“, viðspyrna þess dauðlega – „hjálparhöndin á rofanum“ (51) sem reynir árang- urslaust að þagga niður í „urrandi“ (52) lögmáli en var höggvin af fyrir sömu sök fyrir tæpum eitt þúsund árum (og tæpum þrjátíu síðum, 27) með Brjáni og má sín því einskis. Lög- mál dauðans er ævarandi sigur- verk sem skáldskapurinn einn megnar að etja kappi við. Athyglisverð er hér sú hug- mynd að tímabundin frelsun frá dauðadómi kalli á „endurskoðun allra gilda“ (36) og nokkru síðar svarar skáldið í hverju slíkt sé fólgið; „draga lífið saman“, „fleygja án eftirsjár“, leysa hlekki örlætisins (55), hafa þor til að leita „ævintýris“ í raunver- unni (69), kæfa jarmið í ranghug- myndum erfðanna (43), klifra yfir „öryggisgirðingar vanans“, burt úr „skotfæri tímans“ (63), betra seint en aldrei. „Sælir eru dánir“ segir alvaldið í Opin- berunar bókinni, skáldið er því ósammála, ekki hérnamegin. Í lokakaflanum yrkir skáldið um tilvistina, tíðina, vegsemdina, mörk veruleika og draums, sam- félagið, heimsósómann, holdið, ris þess og fall – og organdi þögn (74) um úrkynjun, glæp, óskapn- að; „kveinstafi“ náttúrunnar. Skáldið fangar tón sem „tæpast rýfur þögnina“ en „flýgur þó til himins“(79). Heimsmyndin? Úti kveikir jökull ljóð, uppi tendrar ljóðið eld, inni logar mannsins líf (51), undir er askan næsta vís (svarar dómarinn). „Lynginu blæðir, hélan smýgur“ segir skáldið (16). Fengur í þessari bók, fagur skáldskapur. Sigurður Hróarsson Berglind Gunnarsdóttir er fædd 1953 og hefur gefið út fimm ljóða- bækur, eina frumsamda og eina þýdda skáldsögu og ritað ævisögu Sveinsbjörns Beinteinssonar alls- herjargoða. Að horfa á og lýsa fyrirsætu sinni og jafnframt láta eftir sér að njóta hennar meira en sem myndar, er frásögn sem við þekkjum frá ótal listamönnum. Það er engin tímavilla í því. Kona sem gaufast á bókasafni alla daga alla sína starfs- ævi og lendir svo í þeim lukkupotti um nokkurt skeið að krækja sér í ungan ástmann er svo sem heldur ekkert tímavillt. Berglind Gunnars- dóttir sendir frá sér stutta skáld- sögu nú fyrir þessi jól sem hún nefnir Tímavillt Segir þar frá ungri stúlku sem elst upp í miðbæ Reykjavíkur hjá skapfúlum heyrnarskertum föður og bældri móður. Þessi þrenning og samskipti hennar hefðu átt að fá meira vægi í bókinni því það var athyglisverðara heldur en þegar henni 37 ára gamalli tekst að næla sér í elskhuga sem hefði getað verið sonur hennar. Berglind er hér svolítið að leika sér með það hvaða tíma maður tilheyri og úr hvaða tíma maður sé sprottinn. Aðalpersónan Áróra er dóttir hjóna sem voru rígfullorðin þegar hún fæddist, eða eins fullorðin og eðlileg líffræði gerir ráð fyrir. Hún hjálpar til í fyrirtæki föður síns. Faðirinn er vel stæður en minningin um fátækt æskuáranna lifir sterkt í honum og hann er kaldur og hryssingslegur við þær mæðgur, drykkfelldur og ástlaus. Þetta ást- leysi gerir það að verkum að hin bókhneigða Áróra lætur sér nægja bækur framan af ævinni. Lætur sér meira að segja nægja að lesa annað en ástarsögur og því kemur það svo flatt upp á hana þegar hún eignast sinn unga ástmann, þ.e.a.s. hvað stefnumót við ástina sjálfa er öflugt. Þetta er kannski stórhættu- leg bók sem getur ruglað allar mið- aldra „spikk og span“ konur í rím- inu þannig að þær fara að leita sér að ungum ástmönnum? Gæti virkað eins og dulítil upp- skriftarbók fyrir konur á gráum dröktum. „Henni þykir líka gaman að finna að hann lítur upp til hennar. Henni finnst hann vilja gefa henni allt sem hann á til að gefa. ... Hann fyllir hið mikla tóm innra með henni, er í senn faðir hennar, bróð- ir, sonur og elskhugi ... sefur hún eða er hana að dreyma ástina?“ Þetta er ljúflega skrifuð Reykja- víkursaga sem óneitanlega vekur hughrif liðinna tíma. Berglind setur hér fram ljóð- rænan og rómantískan texta án þess að vera nokkurn tíma væmin. Hún kryddar textann með því að vitna í frönsk skáld og listamenn sem virkar eins og myndskreyting eða tónar sem falla vel að bæði formi og innihaldi. Morð og máttur auðsins, klám og lágkúra er víðs- fjarri þannig að það er bara svolítið notalegt að renna sér í gegnum þennan vel skrifaða texta. Ágætis lesning á jóladagsmorgun meðan hitt liðið hrýtur. Elísabet Brekkan Hughrif liðinna tíma TÍMAVILLT Berglind Gunnarsdóttir ÖSKUDAGAR Ari Jóhannesson Tónninn flýgur, inni logar mannslíf Ari Jóhannesson 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.