Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 10
86
RÉTTUR
ar halda sjálfstæði sínu, þá verði þeir að vera áhrifasvæði ákveð-
inna stórvelda og verndað af þeim, — móti hverjum það skuli gert,
hefur svo Jónas upplýst.
Með öðrum orðum:
Áður en ameríska afturhaldið er búið að sigra í heimalandi sínu,
þá vaða hér uppi bandamenn þess og sjálfboðnir (?) erindrekar
og bjóða því land vort. — Það er eins og Seyss-Inquart hefði farið
að tilkynna Hitler, að hann myndi útvega honum Austurríki sem á-
hrifasvæði, áður en Hitler komst til valda í Þýzkalandi!
Það ber vott um ótrúlega frekju landráðamanna að dyljast svo
lítt eða takmarkalausa fyrirlitningu þeirra á íhyglisgáfu landsmanna
eða þá þeir þykjast svo vissir í sinni sök, að þeim sé allt óhætt. —
En ekki eru þeir síður hættulegir fyrir það.
Svo ríkur er andlegi skyldleikinn við nazismann hjá þessum mönn-
um, að þeir endurtaka nú hér sömu vígorðin og Hitler lét erind-
reka sína japla á í sífellu áður fyrr. Jónas og Vísir boða, að ríkið
sé í hættu fyrir kommúnismanum innan frá, að landið þurfi engil-
saxneska hervernd gegn hinni dularfullu „hernaðarhættu frá meg-
inlandinu“. — Hver minnist ekki þess, er Hitler hrópaði að Austur-
ríki væri í hættu fyrir bolsévismanum — hann yrði því að taka það
undir vernd sína, — eða að Spánn ætti að verða arinn fyrir komm-
únismann, þýzki herinn yrði því að fara inn í landið til þess að
kollvarpa löglegri stjórn þess. — Látlaust er alið á því af hálfu
þessara fasista, að flokkur, sem fimmti hluti þjóðarinnar fylgir, —
flokkur, sem þriðji hver maður í Reykjavík kýs, sé útlendur flokk-
ur og reynt með slíkum áróðri, — sem enginn íslendingur lengur
trúir, — að fá erlenda valdamenn til þess að fara að blanda sér inn
í íslenzk mál út frá því.
Það er sem þessir íslenzku fasistar kappkosti að auglýsa sig sem
reiðubúin þý hvers þess drottnunargjarns afturhalds, sem ofan á
yrði í Bandaríkjunum, til þess að fá forgangsrétt að því að þjóna
því. Slík virðist eftirsóknin vera í það hér á Islandi, sem fyrirlitnast
er nú af öllu fyrirlitlegu á meginlandi Evrópu, — að vera Quisl-
ingur.
Og hvað meina þá þessir menn með áróðri sínum hér innanlands?