Réttur - 01.06.1943, Page 12
88
RÉTTUR
t>eir voru háðir höfðingjunum, þeir voru viljalaust verkfæri í höndum þeirra.
Og þeir þáðu engar mútur af Noregskonungi. Höfðlngjar landsins eiga þar
alla sök; fyrsta auðmannakynslóðin hér, sem var alvöld yfir fjöldanum, seldi
frelsi sitt og þjóðarinnar fyrir lítilfjörlegan stundarhagnað.
Eflir 1854 tók að myndast hér kaupmannastétt, vel efnuð á íslen/.ka vísu,
og hefur gengi hennar farið vaxandi. En fremur er lítið um þjóðþrifaverkin
.... Þessi stétt á fáar bjartar endurminningar í liuga þjóðarinnar. En hún er
kunn fyrir harðvítug skipti við landsfólkið, fyrir að hafa verið Þrándur í
Götu flestra framfara, fyrir að liafa stutt af alefli danska kúgun í stjórnmál-
um, siglingum, fjárskiptum og menningu og fyrir að hafa flokkazt í óvina-
land okkar til að eyða þar á elliárunum misjafnlega fengnum fjármuniim.“..
Síðan athugar greinarhöfundur „auðvald erlendis" -—- eins og
næsti kaflinn í greininni heitir. Þar segir:
„Nú er að víkja til annarra þjóða og Icita þar að Iiollri forpiennsku auð-
mannanna.
Mesta böl og mesli blettur á siðmenningu núlíinans er hinn gífurlegi lier-
búnaður og styrjaldirnar....
Hverjir valda þessum ófögnuði? Ekki fátæklingarnir. Verkamenn í öllum
víglöndum styðja friðarhreyfinguna og standa á móti herbúnaði og styrjöld-
um. Þeir hafa ekkert að vinna við stríðin, nema að verða fallbyssumatiir eða
drepa saklausa, óþekkta menn. Nei, stríSin og untlirbúningur jx’irrn cr jyrir
auðmennina, svo að ]>eir gcti grœtt sem mest.
Þessu er svo farið, að iðnaðarkóngarnir framleiða æ meir og meir, ekki
sízt af bómuRardúkum og járnvörum.... En þar sem nýjar þjóðir bætast
alltaf við í iðnaðarsamkeppninni, verðtir framleíðslan meir en markaðurinn,
og getur það leitt til hruns í peningaheiminum. Þess vegna reyna iðnaðar-
höfðingjarnir að opna ný lönd, bæði til að fá þaðan óunnin efni, einkum
járn og bómull, og markað fyrir tilbúinn varning. Þetta leiðir iðnaðarþjóð-
irnar út í nýlendu- og landvinningabrask, en það aftur til keppni og styrj-
alda. Má því segja, að nú snúist heimspólitíkin eftir óskum og þörfum hinna
miklti framleiðenda, og herhúnaðurinn og stríðin séu í þeirra þágu.“
Síðatt nefnir höfundur nokkur vel valin dæmi um ásælni stór-
veldanna fyrir hönd auðmannanna og heldur svo áfram:
„Stjórnir landanna eru alls staðar hlynntar þeim, sem féð liafa, og má því
segja, að utanríkismálin snúist eingöngu um gróðakeppni. Og fjandskapur-
inn milli stórveldanna er ekki milli þjóðanna sjálfra, heldur einstakra manna,
sem halda við æsingablöðum og ala á og margfahla hvert deilumál til að vinna
ný lönd og opna markaði."