Réttur


Réttur - 01.06.1943, Side 23

Réttur - 01.06.1943, Side 23
Sverrir Kristjánsson: Alþjóðasamband kommúnista i Laugardaginn 22. maí 1943 var eftirfarandi ályktun birt i Pravda, aðalmálgagni Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, og út- varpað frá Moskva: ,.Tillaga utn að leggja niður Alþjóðasamband kommúnista. Alþjóðasamband kommúnista var stofnað árið 1919, er allur þorri hinna gömlu verkalýðsflokka, sem starfað höfðu fyrir hina fyrri heimsstyrjöld, höfðu beðið pólitískan ósigur. Sögulegt lilut- verk Alþjóðasambands kommúnista var í því fólgið að forða kenn- ingum Marxismans frá spillingu og rangfærslum tækifærissinna í verkalýðshreyfingunni. Það var í annan stað sögulegt hlutverk Al- þjóðasambandsins í mörgum löndum að vinna að eflingu forustu- sveitar verkamanna og skapa með þeim sanna verkalýðsflokka, hjálpa þeim til að vígbúa verkalýðinn til varnar efnahagslegum og pólitískum hagsmunum hans og til baráttu gegn fasisma og styrj- öld þeirri, sem fasisminn undirbjó, og til aðstoðar Sovétríkjunum, sem var fremsta varnarvirkið gegn fasismanum. Frá upphafi sýndi Alþjóðasamband kommúnista fram á, hvert var eðli „Andkommúníska sátlmálans“, að hann var vopn í hendi nazista til styrjaldarviðbúnaðar. Löngu áður en styrjöldin skall á, ijóstaði Alþjóðasambandið án afláts upp um hina sviksamlegu undirróðursstarfsemi nazista í lönduin utan Þýzkalands; nazistar reyndu að dylja þessa starfsemi með því að æpa upp um svokallaða íhlutun Alþjóðasambands kommúnista í innanlandsmál þessara ríkja. En löngu fyrir styrjöldina varð það æ ljósar, að hagur ýmissa landa bæði inn á við og út á við var orðinn svo margþættur, að

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.