Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 31
H É T T U K
107
okkar öld. Það hefur alið upp flokka um heim allan, sem þrátt
fyrir mörg mistök, ósigra og villur rnunu að stríðinu loknu eiga
stærstan þátt í sköpun djarfrar og markvissrar verkalýðshreyfing-
ar, er gengur ekki fálmandi að dagsverki sínu eins og raun varð á
eftir hina fyrri heimsstyrjöld. Þeir munu þá mega minnast hins
stranga en lærdómsríka skóla Alþjóðasambandsins. Alþjóðasam-
band kommúnista var að vísu harðhent fóstra, en kommúnistar
vita, að enginn verður óbarinn biskup og vegurinn til sögulegrar
vígslu er langur og erfiður.
Um sögu þessa aldarfjórðungs, er Alþjóðasamband kommúnista
starfaði, mætti viðhafa orð liins enska byltingarmanns 18. aldar,
Thomasar Paines, þau er hann skrifaði í frelsisstríði Bandaríkj-
anna: These are the times that try men’s soul — þessir tímar reyna
á mannssálina. í verkalýðshreyfingunni hafa á þessu tímabili skipzt
á sigrar og ósigrar. Alþjóðasamband kommúnista hefur átt þátt
bæði í sigrunum og ósigrunum; saga þess verður ekki skrifuð með
vísindalegu hlutleysi fyrr en fargi þessara tíma hefur verið létt af
mönnunum og öldur hinna pólitísku ástríðna hefur lægt. En svo
mikið má fullyrða nú þegar, að Alþjóðasamband kommúnista
hefur komið verkalýðshreyfingu alls heims til nokkurs þroska.
Sverrir Kristjánsson.