Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 50
Brynjólfur Bjarnason:
INNLEND VÍÐSJÁ
AFGREIÐSLA DÝRTÍÐARLAGANNA Á ALÞINGI
Sjaldan mun stjórnarfruinvarpi hafa verið umturnað eins gjör-
samlega og dýrtíðarfrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Lögin, sem sam-
þykkt voru, eru beinlínis andstæða frumvarpsins um það, sem mestu
máli skiptir.
Aðaltilgangur stjórnarfrumvarpsins var að lögbjóða almenna
kauplækkun verkamanna. í síðustu víðsjá var fullyrt að hinn aukni
styrkleiki verkalýðssamtakanna og Sósíalistaflokksins væri næg
trygging fyrir því, að þessu mundi verða hafnað á Alþingi. Það
er nú komið fram.
Meginefni laganna, sem samþykkt voru, er sem hér segir:
Ríkisstjórninni er heimilt að lækka útsöluverð á mjólk í allt að
kr. 1.30 fyrir llr. og heildsöluverð á dilkakj öti í allt að kr. 4.80
fyrir kgr. með framlögum úr ríkissjóði, þar til samkomulag hefur
náðst milli aðila um verð landbúnaðarafurða, eða til 15. sept. í
síðasta lagi. Þó skal samþykki Búnaðarfélagsins koma til.
Ríkissjóður leggur fram 3 milljónir króna í stofnfé til væntan-
legra endurbóta á alþýðutryggingunum.
Fjárins til þessa skal afla með nokkrum stighækkandi viðbóta-
skatti á tekjur manna, sem hafa meira en 20—30 þúsund í skatt-
skyldum tekjum.
Skipa skal sex manna nefnd til þess að koma sér saman um
grunnverð á landbúnaðarafurðum og finna vísitölu framleiðslu-
kostnaðar landbúnaðarafurða. Nefndin er þannig skipuð: For-
stöðumaður búreikningaskrifstofu ríkisins, tveir menn tilnefndir
af Búnaðarfélaginu, einn tilnefndur af Alþýðusambandinu og einn
af Bandalagi starfsmanna ríkis og bæjarfélaga, en hagstofustjóri