Réttur


Réttur - 01.06.1943, Page 54

Réttur - 01.06.1943, Page 54
130 RÉTTUR stunda, kost á að fylgjast með samningunum. Var verðið svo lágt, að ekki mátti tæpara standa, að öll síldarútgerð legðist niður í sumar. Er þetta í fullu samræmi við framkomu þessa ráðherra í fisksölumálunum, sem nú skal að vikið. NÝI FISKSÖLUSAMNINGURINN 1. júlí var fisksölusamningurinn endurnýjaður til næstu áramóta. Er hann óbreyttur að öðru leyti en því, að verð fyrir óverkaðan saltfisk hækkar um 8V2 af hundraði, en saltfiskur er nú að heita má enginn í landinu. Svo óviðunandi sem samningur þessi var, þegar hann var undir- ritaður í fyrra sumar, er hann þó miklu verri nú. Síðan hafa út- gerðarvörur hækkað gífurlega í verði, sumar um 50—100% og ófyrirsjáanlegt hvað þær geta hækkað enn, á því tímabili, sem samn- ingurinn verður í gildi. Enginn málsvari sjómanna, útvegsmanna eða verkalýðssamtak- anna var kvaddur til við þessa samningsgerð. Sósíalistaflokkurinn hafði þar heldur engan fulltrúa. Allar kröfur þeirra aðila, sem hlut eiga að máli um að fá að fylgjast með samningunum, voru virtar að vettugi. Þó er afkoma, ekki aðeins þeirra þúsunda fiskimanna, sem við þessi kjör eiga að búa, heldur og allrar launþegastéttar- innar, undir þessum samningi komin. Sá ráðherra, sem nú hefur farið með þessa samningsgerð fyrir íslands hönd, með aðstoð manna, sem eru sama sinnis og hann, hefur dyggilega fetað í fótspor fyrirrennara síns, Ólafs Thors. Þetta framferði Vilhjálms Þórs og manna lians er engin tilviljun. / þessu ejni haja þeir andstœðra hagsmuna að gœta við fiskimennina og allan almenning. Því verri, sem samningurinn er, því betra frá sjónarmiði stóratvinnurekenda og fulltrúa þeirra. Lágt fiskverð og yfirvofandi stöðvun bátaútgerðarinnar er bezta „röksemdin“ fyrir kröfunni um almenna lækkun á kaupi verkamanna. Enda hafa allar tillögur ríkisstjórnarinnar um stórfelldar, lögboðnar kauplækkanir verið „rökstuddar“ með því, að samræma þyrfti allt „kauplag og verðlag“ í landinu við fisksölusamninginn.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.