Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 17

Réttur - 01.01.1946, Síða 17
RÉTTUR 17 meðan Ráðstjórnarríkin stæðu enn á stigi sósíalismans í at- vinnuháttum og Suðaustur-Asía arkaði á eftir með sambland af framleiðsluháttum lénstímabils og auðvalds. Þannig séð hjálpar auðmannastétt Bandaríkjanna nú á tímum óbeint til þess að gera einmitt rússnesku verka- manna- og bændastéttirnar að alþjóðlegu brautryðjend- unurn og sósíalistískum framförum með því að kúga banda- rísku verkamanna- og bændastéttirnar svo andlega og þjóð- félagslega, að þær fá ekki tekið völdin í þessu tæknilega full- komnasta þjóðfélagi heimsins, og gerzt þannig sjálfar og gert þar með Bandaríkin, að forystuþjóð í stórstígustu fram- förum nútímans, eigi aðeins á sviði tækninnar, heldur og þjóðfélagshátta. En svo kaldhæðin eru örlögin, að þeir Bandaríkjamenn, sem nú berjast fyrir því, að Bandaríkin taki forystu í sókn til fyllsta lýðræðis og velsældar allra og fullkomins öryggis í framleiðsluháttum og vilja tryggja þar með, að Bandaríkin séu sú þjóð heims, sem ryddi brautina fyrir aðrar, þeir eru kallaðir erindrekar Rússal! Slíkur hug- takaruglingur mun vera eitt af því, sem sagnfræðingar síðari tíma hrista höfuðið yfir, líkt og við hristum höfuðið yfir því, að sjá menn, sem börðust fyrir því, að Frakkland tæki forystuna í framförum af Englandi í lok 18. aldar, vera stimplaða sem málpípur og erindreka Englands. Formin fyrir sókn lýðræðisins og skipulagi þess í allri þessari sókn hinna ýmsu stétta fram til lýðræðis hefur auðvitað bæði sú mynd, sem sóknin og lýðræðið sjálft hefur tekið á sig, verið afar mismunandi. Eitt hefur þó alltaf verið kjarni málsins: að tryggja hið raunhæfa vald þeirrar stéttar, er framsókninni stjórnaði á hverjum tíma, vald henn- ar í stjórnarfari og atvinnulífi, vald hennar yfir ríkinu, verzl- un og framleiðslu og oft og tíðum jörðinni. Sóknin gat birzt í hinum ólíkustu myndum: stundum 2

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.